Að menntast sig til óbóta

Illa launar Þórólfur Matthíasson gott uppeldi í Rangárþingi þegar hann nú heggur að bændum vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Það sér vitaskuld hver maður að náttúruhamfarir eins og þessar styrkja frekar en hitt þær röksemdir sem eru fyrir íslenskum landbúnaði. Þó ekki sé annað en bara hvað náttúran getur á augnabliki dæmt nútíma flutninga úr leik.

Til þess að komast að annarri eins niðurstöðu þurfa menn annað tveggja að hafa vitleysislegar ályktanir að sérstöku áhugamáli - nú eða þá að hafa menntað sig til óbóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Bjarni, þessi grein sem þú vísar í á Eyjunni er merkileg. Þar er haft eftir Þórólfi að eldgosið í Eyjafjallajökli sé sönnun þess að styrkjakerfi landbúnaðarins sé rangt og betra að leita annara miða eftir matvælum.Ég hefði haldið að þessu væri öfugt farið, að gosið væri einmitt merki um að styrkirnir ætti rétt á sér.

Þórólfur lætur að því liggja að helsta landbúnaðarhérað landsins sé í hættu vegna gossins. Framsetning hans er með þeim hætti að skylja mætti að þarna væri um að ræða nánast allur landbúnaður landsins stundaður. Sem betur fer er þarna aðeins um lítið brot af framleiðslunni að ræða, í einni sveit. Að vísu einni fallegust sveit landsins með frábærum bændum.

Enn er stundaður landbúnaður um allt land, það þarf mikið að ganga á til að landbúnaðarframleiðslan skaðaðist svo mikið vegna eldgosa að veruleg vandræði hlytust af. Væntanlega yrðum við fyrr til að missa allar tengingar við önnur lönd en að landbúnaður kæmist í hættu vegna náttúruhamfara. Helsta ógn við landbúnaðinn í dag er innganga í ESB, en varla er hægt að telja það til náttúruhamfara.

Þórólfur Matthíasson er eldheitur aðildarsinni og Samfylkingarmaður. Það verður því að taka ummæli hans samkvæmt því. Það er öllu verra þegar slíkir menn fá að tjá sig í fjölmiðlum gagnrýnislaust. Þarna bera fjölmiðlar mikla ábyrgð. Það er ekki hægt að leifa mönnum að tjá sig sem fræðimenn ef þeir geta ekki flutt sitt mál á hlutlausan hátt.

Hvort Þórólfur hefur ranga skoðun að áhugamáli eða hvort hann er búinn að mennta sig til óbóta er ekki gott að segja. Ég hallast að því að hvort tveggja hrjái manninn.

Nú veit ég ekki hversu gamall Þóólfur er, en að sjá er hann ekki nýskriðinn úr skóla. Hann hefur væntanlega stundað stæðstan hluta síns náms á þeim tíma sem námslán voru með þeim hætti að lítið sem ekkert þurfti að greiða til baka af þeim. Ef svo er hefur Þórólfur notið styrkja frá ríkinu. Hvort það hafi verið rétt eða röng ákvörðun á sínum tíma að námslán skydu greiðast til baka að fullu með verðbótum tek ég ekki afstöðu til, en það er ljóst að þeir styrkir munu lítið hafa gefið á diska okkar almennings. Í öllu falli mega þeir menn sem þessara styrkja nutu ekki nota þekkingu sína í pólitískum tilgangi.

Ég vil svo þakka þér Bjarni fyrir að hafa vakið athygli mína á þessari grein í Eyjunni, þó að vísu manni hafi orðið svolítið um að lesa hana.

Gunnar Heiðarsson, 22.5.2010 kl. 01:33

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þökk fyrir að vekja athygli á þessu Bjarni en hinn lúmski áróður finnst víða, varðandi aðild að Esb.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.5.2010 kl. 02:48

3 identicon

Það er líka hægt að gera sig að fífli til óbóta, eins og þú hefur gert hérna með glæsibrag Bjarni Harðar. Það er aldrei hægt að ofmenntast, enda er heimurinn stór og margt í honum sem hægt er að læra um.

Helsta vandamál íslensku þjóðarinnar eru menn eins og þú Bjarni, ómenntaðir einstaklingar frá þeim tíma í íslenskri sögu þegar landið taldist til þróunarlanda í Evrópu (1944 - 1975 sirka). Eitt að hinum síðustu minni ég þig á. Það er ennfremur ljóst að þetta menntahatur þeirra sem ekki nenntu að mennta sig vegna hræðslu við þá sem eldri voru í íslensku þjóðfélagi er orðið stórfellt vandamál á Íslandi núna í dag.

Þeir sem ekki gátu menntað sig vegna fátæktar á þessum tíma stendur þó til boða endurmenntun í dag, og ég hvet alla þá sem geta farið í slíkt að fara í endurmenntun. Fólk er aldrei of gamalt til að læra eitthvað nýtt.

Það er ennfremur ljóst að það eru helst ómenntaðir einstaklingar í dag sem eru á móti ESB aðild Íslands. Síðan koma auðvitað hópar eins og þjóðernissnar og aðrir vitleysingar sem eru á móti ESB aðild Íslands. Ég reikna með því að þetta fólk sé á móti ESB aðild vegna þess að það elskar verðbólguna og verðtrygginguna svona mikið á Íslandi.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 05:58

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Frímann, vitlausari og öfgafyllri pistil hef ég aldrei lesið en þessa athugasemd þína.  Hvaða menntun hefur þú svo gríðarlega mikla að þú getir leyft þér að tala svona niður til þorra Íslendinga????  Mín reynsla er sú að "menntahroki" hrjái aðallega þá sem eru með menntun rétt ofan framhaldsskóla (hafa kannski "diplómunám" á háskólastigi) ég hef ekki orðið var við að menn sem eru með virkilega mikla menntun séu mikið að stæra sig af því eða gera lítið úr þeim sem ekki hafa farið þá braut.  Ekki vil ég skrifa undir það að ég sé vitleysingur en það viðurkennist alveg að einhver þjóðernissinni blundar í mér en það tel ég síður en svo að sé neitt til vansa og býst ég við að eitthver þjóðernissinni blundi í öllum.  Það er enginn á móti ESB aðild vegna ástar á verðbólgu og verðtryggingu enda ef "vel menntaðir" menn skoða það nánar þá hefur ESB aðild EKKERT að gera með þessa hluti.  Það voru helstu  rök Heilagrar Jóhönnu fyrir því að senda inn umsókn í ESB, að þá myndi eftirfarandi gerast; verðbólga myndi minnka, vextir lækka, verðtrygging hyrfi, matarverð myndi lækka, lífskjör almennings yrðu betri,................  En hefur eitthvað af þessu gerst???  Nei Jón Frímann nú skaltu taka höfuðið úr ra.... á þér og fara að skoða málin raunhæft og ekki verða þér mikið meira til skammar hér á blogginu með öfgafullum yfirlýsingum.

Jóhann Elíasson, 22.5.2010 kl. 09:05

5 identicon

Hvað kemur ESB málinu við? Ég sé ekki orð um það í grein Þórólfs. Bjarni og félagar eiga greinilega bágt með að taka þátt í málefnalegri umræðu. Það þarf alltaf að fara út í aðra sálma.

Þórólfur bendir á að vegna aðstæðna hér á landi er bændum ómögulegt að tryggja matvælaöryggi landsins (þá nefnir hann ekki hversu mjög íslenskur landbúnaður er háður erlendum aðföngum). Röksemdir fyrir ríflega 10 milljarða beinum stuðningi og öðru eins til viðbótar í óbeinan stuðning eru því hæpnar.

Ég tek undir með Þórólfi að matvælaöryggi þjóðarinnar sé best borgið með því að flytja inn matvæli. Það er hægt að gera fyrir þann gjaldeyri sem þegar er eytt til fjárfestinga og reksturs í íslenskum "landbúnaði". Það má mér að meinalausu hjálpa bændum sem vilja burt. Aðrir mega búa áfram á jörðum sínum og halda skepnur, svo lengi sem það er ekki á kostnað neytenda og skattgreiðenda.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 09:06

6 identicon

Jóhann, ef ekki væri fyrir útúrsnúninga hjá þér þá væri kannski hægt að svara þér. Hinsvegar ertu bara með svo ofboðslega útúrsnúninga að ég get ekki svarað þér að neinu viti. Enda er slíkt tilgangslaust, sérstaklega þegar þú snýrð útúr því sem ég sagði og gerir mér upp skoðanir og leggur mér orð í munn þar að auki.

Orðið "menntahroki" er orð þeirra sem er illa við menntun og menntað fólk. Þetta vandamál og orð er eingöngu að finna á Íslandi. Enda er það staðreynd að það er lítil virðing borin fyrir menntun á Íslandi. Enda sýnir það í því þjóðfélagi sem er ríkjandi á Íslandi um þessar mundir.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 20:59

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú talar bara um útúrsnúninga Jón Frímann en bendir ekki á neina þannig að ég kýs að lýta á þetta pár þitt sem örvæntingarfullt rökþrot og ekki gerir það þig að meiri manni í mínum augum en þú varst áður.

Jóhann Elíasson, 22.5.2010 kl. 21:12

8 identicon

Jóhann, afhverju þarf ég sérstaklega að benda á útúrsnúningina hjá þér. Þá sjá allir sem vilja sjá þá.

Það er ennfremur áhugaverð aðferð hjá þér að saka mig um rökþrot, þegar þú gast ekki einu sinni druslað saman einu áhugaverðu mótsvari á mig hérna í upphafi. Eitt er orðið hinsvegar augljóst Jóhann að þú ert kominn í sjálfheldu með málflutningin þinn og þar ertu fastur núna, og þú einfaldlega ferð ekki neitt.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband