Hættir að vera með...

Aðilar vinnumarkaðarins eru óborganlegir og duga ágætlega síðan spaugstofan hætti.

Nú segir Villi Egils sig í annað sinn frá sama samstarfinu við ríkisstjórn. Virkar á mig eins og kona sem hótar enn að skilja við manninn sinn löngu eftir skilnað.

Gylfi Arnbjörns (sem átti alls ekki að raka af sér skeggið) birtist í garði við einhverja Reykjavíkurvillu og er öskuvondur yfir því að ríkið sé að hugsa um skattahækkanir á hátekjufólk. Ég sem hélt að hann ynni hjá ASÍ. Var allavega þar um daginn þegar hann hótaði verkfalli til að mótmæla atvinnuleysi.

Saman hóta Gylfi og Villi svo að taka engan þátt í samningum í haust og ef þeir geri það þá muni þeim allavega alls ekki takast að ljúka þeim.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Kannski hafi Gylfi haldið sig vera Vilhjálm þann dag sem viðtalið var tekið. Þeir eru jú svo samrýmdir.

Vendetta, 22.5.2010 kl. 20:32

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Ef fyrirtækin rísa ekki undir skattbyrðunum, hvað gerist þá ?

 Rétt - þau fara á hausinn !

 Og hvað gerist þá ?

 Rétt -fólkið missir atvinnuna.

 Og hvað gerist þá ?

 Rétt - atvinnuleysisbætur.

 Og hver borgar þær ?

 Rétt - þeir skattborgarar sem enn hafa atvinnu !

 Hagfræðikenning ?

 Nei, blákaldur veruleikinn.

 Meira að segja " kjaftaskar" & "bóksalar" verða að bíta í þessi gallsúru epli staðreyndanna !

 Lögmálunum verður aldrei breytt, eða sem Rómverjar sögðu.: " Ut fata trahunt" - þ.e." Valdið er lögmálanna" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 23:12

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvort verkföll verða í haust er ekki hægt að segja til á þessari stundu. Hugsanlegt er að svo verði en vonandi þarf ekki að koma til þess.

Launafólk mun hinsvegar ekki spyrja Gylfa Arnbjörnson að því. Ef verkföll verða verður það launafólkið sjálft sem tekur ákvörðun um það, ekki ASI. Ef ASI vill verkföll verða ekki verkföll nema launafólkið vilji það.

Gylfi Arnbjörnson hefur misst allt traust launafólks, hann hefur sýnt pólitík meiri áhuga en launafólkinu undanfarin ár og þó hann þykist vera farinn að hugsa til þess nú, er það allt of seint fyrir hann.

Við skulum vona það besta og að ekki verði verkföll. Það þarf þá að verða veruleg breyting til batnaðar fyrir launafólk. Því miður er þó útlit fyrir að svo sé ekki. Með sama áframhaldi gæti svo orðið í haust að engir verði eftir til að fara í verkfall.

Gunnar Heiðarsson, 23.5.2010 kl. 05:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband