Kosningaloforðaveikin - íhaldið lofar nýrri Sundhöll

Með morgunkexinu náði ég að blaða aðeins í kosningamálgagni Sjálfstæðismanna hér í bæ. Fallegt blað og vel upp sett, lesmálið er ekki eins yfirþyrmandi og var í annars ágætu blaði Samfylkingarinnar og skopmyndirnar margar vel gerðar. En gagnrýnin er yfirleitt sett fram í hálfkveðnum vísum og sama er með loforðin. 

Það er vissulega þolraun frambjóðendum að lofa engu upp í ermi sína. Nú eru Sjálfstæðismenn sprungnir á limminu og lofa bæjarbúum því að byggja nýja Sundhöll og vilja líka klára menningarsalinn í Hótelinu. Allavega telja þeir þá sem nú stendur ekki boðlega sveitarfélagi sem vill láta taka sig alvarlega. Skrýtinn alvarleiki það.

Allt þetta ætla þeir að byggja með því að  spara í yfirstjórn Árborgar sem er samt sú fjórða ódýrasta í öllu landinu. Hér verður auðvitað beitt göldrum sem jafnvel útrásarvíkingar gætu öfundast yfir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni

þið eruð búnir að vera í meirihluta þetta kjörtímabil voruð þið ekki að lofa uppbyggingu á fuglafriðlandinu voruð þið ekki að byggja skólahúsnæði á Stokkseyri þar sem kostnaðaráætlun var 450 millur en raunkostnaður 750 millur

Síðan er  þinn flokkur að  gera vel við son Jóns Bjarnasonar

Milljónastyrkir ráðherrasonar

Bjarni Jónsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun, hefur móttekið opinbera styrki til rannsókna í nafni einkahlutafélags sem hann á. Innan Veiðimálastofnunar er verið að skoða hvort Bjarni sé kominn í samkeppni við stofnunina með því að þiggja styrkina.Forstjóri Veiðimálastofnunar vissi ekki um félagið fyrr en í vetur og segir ámælisvert af Bjarna að hafa ekki látið vita af fyrirtækinu. Bjarni er sonur Jóns Bjarnasonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og stundar nú doktorsnám á fullum launum. Veiðimálastofnun heyrir enn fremur undir ráðuneytið. 

Kjósandi (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 12:54

2 identicon

Bjarni

Ekki þarf að beita göldrum og ekki þarf að leita til Móra það sem þarf er að halda skinsamlega á fjármálum sveitarfélagsins sem  tókst ekki á síðasta kjörtímabili hjá VG og hinum meirihlutaflokkunum bæði varðandi fjármál og ýmsa samninga sem gerðir voru og hægt væri að segja að samið hafi verið af sér í sumum tilvikum

En kosningaloforðaveikin hún er skrítin fyrir síðustu kosningar var ég staddur eitt kvöldið í heimsókn í mjólkurbúshverfinu þá komu þar VG og bönkuðu uppá og ræddu við fólk um skipulagsmál og gáfu loforð út í eitt ætli þessi veiki sé smitandi ?? ( Ekki sá ég loforð um nýja sundhöll og ekki um nýjan menningarsal í þessu blaði hefur ekki morgun kexið snúið öfugt)

Selfossbúi (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 17:52

3 identicon

Vonandi eru ekki allir Selfosbúar ólæsir, það erum við allavega ekki á ströndinni. Í íhaldsbleðlinum sem kom heim til mín er Menningarsalurinn í Hótelinnu á Selfossi talinn meðal ókláraðra verkefna núverandi meirihluta!!! Mig minnir að það hafi verið í tíð sjálfstæðisoddvitans Óla Þ. sem þesi ólánssalur varð til. Á öðrum stað segir að Sundhöllin á Selfossi sé ekki boðleg. En kannski finnst Sjálfstæðimönnum bara fínt að tala svona um sveitafélagið og gefa í skyn að þeir muni klára þetta og klára hitt. Ef þeir ná völdum segja þeir svo að þetta sé allt í plati með gati, sundhöllin andskotans nógu góð og þetta með menningarsalinn bara djók.

Strandborgari (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 19:57

4 identicon

Strandborgari

Ekki titla ég mig sjálfstæðismann ætli ég hafi ekki átt einhvern þátt í þessum óláns meirihluta sem hér er

Ekki eru það loforð um framkvæmdir þó talað sé um ókláruð verk

Ekki eru það loforð um framkvæmdir þó talað sé um ástand sundhallar

Selfossbúi (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 21:54

5 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Bjarni,

stundum er talað um hvernig skrattinn les Biblíuna og það er hægt að lesa margt út úr hlutunum með "góðum" vilja. Sumir ná meira að segja að lesa í bolla.

Við lofum hvergi að byggja nýja sundhöll en bendum á hálfkláruð verkefni.

Listinn yfir ókláruð mál meirihlutans í Árborg gæti hafa verið umtalsvert lengri en þá hefði blaðið þurft að fara í 24 síður í stað 20. Hér má nefna "Þekkingargarða" sem meirihlutinn boðaði að myndi skapa 200-300 störf á blaðamannafundi í Tryggvaskála í nóvember 2008 - eftir hrun. (Hvað varð um þetta mál?)

Svo er í gildi samningur um útlistaverk sem kosta á nálægt 50 milljónum og við viljum að ekki verði byggt. Ekki felst í þessari upprifjun loforð um efndir. Kannski vissara að setja fram slíkan fyrirvara svo ekki sé hætta á misskilningi.

Nú mæli ég með því að þú lesir okkar ágæta blað rólega og þá sérðu þetta betur.

Kær kveðja,

Eyþór

Eyþór Laxdal Arnalds, 23.5.2010 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband