Ekki á stjórnlagaþing...

Ég er búinn að svara þessari spurningu nokkrum sinnum að undanförnu og rétt að gera það hér á netinu til að spara mér fyrirhöfn. Nei, ég ætla ekki að bjóða mig fram til stjórnlagaþings.

Ekki að ég telji þetta ekki verðugan vettvang. Ég geri mér einmitt talsverðar væntingar um að á þessu þingi takist mönnum að semja þær reglur sem bæði tryggja fullveldið betur en er og draga úr ægivaldi stjórnmálaflokka yfir stjórnmálum og stjórnmálamönnum.

Það eru tvær ástæður fyrir því að ég býð mig ekki fram:

1. Ég tel að fyrrverandi alþingismenn eigi ekki að sitja þetta þing.

2. Ég tel að það eigi síður að velja hér til setu fólk sem er virkt í starfi stjórnmálaflokkanna í landinu.

Ég er opinber stuðningsmaður Halldórs Guðjónssonar stærðfræðings til setu á þingi þessu og styð einnig að þar sitji Froti Sigurjónsson athafnamaður. Ég hefi heyrt um nokkur fleiri framboð en ekki orðið neitt upprifinn. Vonast samt til að bæði Páll Skúlason heimspekingur og Sigmundur Sigurgeirsson ritstjóri bjóði sig fram.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég gæti hugsað mér að kjósa Frosta, ég les bloggið hans oft.  En ég mun örugglega kjósa þessa: http://www.facebook.com/l.php?u=http%3A%2F%2Fframbjodandi.blogspot.com%2F&h=19bcd

Sigríður Jósefsdóttir, 11.10.2010 kl. 16:06

2 identicon

Hvaða konur sérðu fyrir þér Bjarni minn á þessu þingi? Og hefur þú heyrt um einhverjar sem gefa kost á sér?

(IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 09:07

3 identicon

Félagi Bjarni !

 Hreint magnað víðsýni !

 Báðir punktarnir laukréttir.

 Hinsvegar hefði " óforbetranlegur fornaldardýrkandi"getað, vegna þekkingar á fortíðinni, lagt fram heilladrjúgar hugmyndir á stjórnlagaþingi.

 Þetta með " fyrrverandi alþingismenn ekki sitja þetta þing". Mikill sannleikur !

 Hvorki fyrrverandi né núverandi alþingismenn mega koma nærri.

 Sporin hræða !

 Þeirra ekki þörf á stjórnlagaþingi, eða sem Rómverjar sögðu.: "Nunc dimittis" - þ.e. "Sporin hræða" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 14:04

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vissi af Frosta en ekki af Halldóri, það er gaman ef hann hefur líka bæst í hópinn, hann var einn af mínum uppáhaldskennurum í tölvunarfræðinni. Svo gætu alveg bæst góðar konur í hópinn, hef spurnir af einhverjum sem eru að hugsa málið (sjálf er ég saklaus af öllum slíkum þönkum og blessunarlega vanhæf í þokkabót vegna varaþingmennsku).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.10.2010 kl. 14:50

5 identicon

Til hamingju með nýja starfið hjá Jóni Bjarna. Var samt að velta því fyrir mér hvort að það væri ný stefna hjá VG að auglýsa ekki laus störf til umsóknar.

Ég er viss um að einhver af þessum 14.000 atvinnuleysingjum hefði getað sótt um þetta starf ef að lýðræðisleg vinnubrögð hefðu verið notuð.

Hélt að þú værir meiri maður en að þiggja pólítíska stöðu á tímum þegar að ríkið er að segja upp fólki á landsbyggðinni í hópum.

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 20:39

6 identicon

Félagi Bjarni !

 Aha - nú verða sumir  herskáir af forvitni  !

 Í hvaða herdeild hjá Jóni Bjarnasyni er " Tungnamaðurinn -óforbetranlegi" að ganga ??

 Forvitnin veldur næstum hóstakasti !

 Mundu, að hvorki ást né pólitískum ráðningum er  lengi hægt að leyna, eða sem Rómverjar sögðu: " Nec amor nec tussis celatur" - þ.e. " Hvorki ást né hósta er hægt að leyna" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 23:19

7 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þakka góðar kveðjur. Ætli ég láti ekki Jón Bjarnason um að skipa í herdeildir hér í ráðuneytinu og sitji svo þar sem mér er sagt. Til þess er ég ráðinn Kalli. Varðandi athugasemd Hermundar Sigurðssonar; það er ekki mitt að dæma um það hversu mikill maður ég er en þessi staða var auglýst og við vorum um 30 sem sóttum um. Ég get ekki tekið undir að þetta sé pólitísk stöðuveiting. Það var auglýst eftir manni með reynslu af skrifum um landbúnaðarmál. Ég hefi fengist við slík skrif sem blaðamaður allt frá árinu 1984 og stofnaði árið 1987 Bændablaðið svo ég rétt gefi innsýn í ferilskrá. Það sóttu mjög margir aðrir hæfir um en líklega enginn með jafn langan starfsaldur í blaðamennsku og útgáfu. Kv.-b.

Bjarni Harðarson, 13.10.2010 kl. 09:28

8 identicon

30 sóttu um og fyrir tilviljun var Bjarni ráðinn? Ég kaupi þetta því miður ekki Bjarni og leyfi mér að efast um að þú hafir ekki verið ráðinn af pólítískum ástæðum.

Þessar pólítísku mannaráðningar eru smánarblettur á okkar samfélagi og leifar af spilltu og samansýrðu samfélagi, sem að við flest viljum losna við.

Þetta og margt annað sannar bara að VG er ekkert öðruvísi en Samfylking, Framsókn eða Sjallar, gildir bara að koma flokksgæðingum á spenum.

Afsakið reiði mína, en mér er misboðið!

Hermundur Sigurðsso (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 22:00

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þarna verður maður að tala máli Bjarna bloggvinar,þaðr ekki spurning að hann er fær i þessu fagi /Kveðja og góðar óskir til þin og þinna Bjarni/

Haraldur Haraldsson, 13.10.2010 kl. 23:25

10 identicon

Það hefur sýnt sig og hvað grímulausast nú í tíð vinstristjórnarinnar að sama rassg.. er undir ykkur öllum.

Sveiattan - Er ekki meiningin að á mann í þessari stöðu sé hlustað og tekið mark!

(Ráðuneytið (skattgreiðendur) kostar þig væntanlega á tölvunámskeið svona til öryggis)

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 12:46

11 identicon

Tek heilshugar undir að núverandi og fyrrv. pólitíkusar eigi að láta framboð eiga sig og þyki því gott að heyra svo frá þér.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 00:27

12 identicon

 Finnst þér virkilega þessi ráðning vera fagleg og eðlileg?
Þú ættir að skammast þín Bjarni, samfélagið á betra skilið en svona pólítíska spillingu.
"Fyrst birt: 15.10.2010 12:59 GMT
Síðast uppfært: 15.10.2010 14:13 GMT


Enginn var boðaður í viðtal

Bjarni Harðarson.
Bjarni Harðarson upplýsingafulltrúi.
Enginn umsækjenda um stöðu upplýsingafulltrúa Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins var boðaður í atvinnuviðtal, hvorki símleiðis né í eigin persónu. Ráðuneytið staðfestir þetta. Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, var valinn úr hópi 29 umsækjenda til að gegna starfinu. Hann gekk nýlega til liðs við Vinstrihreyfinguna - Grænt framboð, og gerðist flokksbróðir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Staðan er tímabundin til þriggja mánaða. Hún var auglýst á Starfatorgi, þar sem lausar stöður hjá hinu opinbera eru birtar, en birtist ekki á prenti nema í eitt skipti, í einu dagblaði. Umboðsmaður Alþingis hefur um nokkurt skeið kannað hvernig stöður hjá Stjórnarráðinu eru auglýstar og hvernig ráðið er í þær, en niðurstöður þeirrar athugunar liggja ekki fyrir.

frettir@ruv.is"

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 19:33

13 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Til hamingju með nýja starfið Bjarni minn og ég hef fulla trú á að þú leysir það vel af hendi:) Gangi þér allt í haginn.

Erla J. Steingrímsdóttir, 16.10.2010 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband