Að reykja fyrir heilli lóð

grass.jpgLankes er nískur maður. .. Níska hans er kerfisbundin: Þegar einhver gefur honum sígarettu dregur hann tíu pfennínga pening upp úr vinstri buxnavasanum, vegur hann í lófa sér eitt andartak og lætur myntina síðan renna ofan í hægri buxnavasann ..

(GunterGrass, Blikktromman frá 1959, kom út á íslensku 1998-2000 í þýðingu Bjarna Jónssonar)

Fimleiki þýska nóbelverðlaunahafans Gunters Grass í hugmyndasmíð og lýsingu hughrifa, tilfinninga og hugsana er með miklum eindæmum.

Bókin Blikktromman er afar óvenjuleg og full af frásögnum af venjulegu fólki sem gerir óvenjulega hluti.

Í næstu málsgrein hefur Lankes málari flutt svo marga tíu pfenníga yfir í hægri vasann að hann á nóg til að kaupa sér lóð. 'Hann reykti semsé fyrir henni.'


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er áhugaverð grein Bjarni minn, góðar kveðjur til þín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband