Multan escort service

escort- Þú mátt ekki vera hér og alls ekki einn á ferð. Mjög hættulegt.

Lögreglan sem tók á móti mér hér í Multan var kurteis og almennileg en frekar þreytandi. Svona eins og lögreglur við skyldustörf eru. Eftir tvær nætur í þessum smábæ í miðju landinu var einfaldlega beðinn um að fara. Ekki vegna þess að ég hefði gert neitt af mér heldur vegna gruns um að síðustu tveimur evrópumönnum sem hingað komu hafði verið rænt af Islamistum. Og ég er á förum!

 Frásagnir um mannránin eru reyndar frekar óljósar og misvísandi en um þetta hafði ég ekki hugmynd þegar ég keypti lestarmiðann í Lahore síðasta sunnudag. Taldi reyndar að Multan væri einmitt fjær óróasvæðum en margir staðir aðrir.

En það var ekki allt búið. Fyrir nú utan að svæðið væri stórhættulegt að mati lögreglunnar þá var ég snarólöglegur í landinu þar sem ekki var nein vegabréfsáritun í íslenska vegabréfinu. Það var ekki fyrr en ég gúgglaði fyrir þeim alþjóðlega síðu um vegabréfsáritanir sem sýndi að það væri ekki mín prívathugmynd að ég þyrfti ekki vegabréfsáritun. Þá loksins fóru mennirnir og ég gat hallað mér enda klukkan orðin hálfeitt að nóttu. multan1

En þeir voru samt ekki alveg ánægðir og vildu fá staðfestingu á þessu frá íslenskum yfirvöldum (!) svo ég skrifaði utanríkisráðuneytinu heima en það hefur allavega ekki enn svarað, tveimur dögum síðar. Lögreglan hér skilur ekki svona seinagang en ég sagði þeim að ég þekkti þetta, hefði unnið í ráðuneyti.

multan2Þessa þrjá daga hér í Multan hef ég haft "escort" þjónustu Pakistanska hersins með mér hvert sem ég fer og ekki færri en þrjá við hótelið mitt. Síðdegis í gær var ég svo settur í stofufangelsi, mátti ekki fara útaf hótellóðinni, hvorki þá né í morgun og með harmkvælum að ég mætti svo kaupa mér lestarmiða út úr bænum. stofufangelsi_multan

Svolítið fyndin og einkennileg lífsreynsla, einkanlega þar sem flest bendir til að hið meinta mannrán hafi ekki verið annað en strok tveggja ferðamanna undan þeim leiðindum að vera escortaðir. En ég ákvað að vera stilltur! (Surprise, surprise).

Þessi smábær (4 millj. íbúa aðeins) hefði við aðrar aðstæður verðskuldað lengra stopp, sérstaklega fyrir Flóamann. Þetta er eiginlega hálfgerður Selfoss, veður ákjósanlegt og bæjarbúar vinsamlegir.

Neðsta myndin sýnir hótelið þar sem ég dvaldi, sú efsta escort drenginn minn, hinar götulíf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemtileg saga en skelfing leiðast mér enskuslettur (surprise surprise) sem koma eins og fjandinn úr sauðarleggnum. Ég er svo gamall að ég man þegar fólk sletti dönsku. Það var óþarfi þá og er óþarfi enn að sletta svona. Það hefði eins mátt segja (sem engan skyldi undra).

geirmagnusson (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 08:28

2 identicon

Ég skil nú ekki hvern fjandann þú ert að þvælast þarna Bjarni minn. Heldurðu kannski að þú hafir verið Múhameðstrúarmaður í fyrra lífi?

Ég vona að þú passir upp á það að þér verði ekki rænt.

Þjóðin myndi missa of mikið að missa svona góðan dreng eins og þig.

En annars er ég viss um að gamlir Tungnamenn eins og ég og fleiri og aðrir vinir þínir og vandamenn myndu efna til samsskota til að fá þig lausan úr gíslingunni. (Það er eins gott að þeir lesi þetta ekki.)

En hvað á þetta að þýða með Össur og þetta Utanríkisráðuneyti geta þeir ekki sent þér þetta bréf til að fá þig lausan. Víst eru þeir störfum hlaðnir við að reyna að troða okkur inn í ESB og mikið að gera hjá þeim í þeim efnum, þannig að sjálfssagt mega þeir ekkert vera að því að reyna að bjarga þér í þínum vanda þarna.

Auk þess sem mig grunar að Össur og þeir vilji bara að þú svona alræmdur Heimssýnar strákur ílendist þarna sem lengst, svo þú sért ekki að þælast fyrir þeim í ESB myrkraverkum þeirra.

Gaman að lesa pistlana þína þarna frá þessu framandi landi. Endilega láttu okkur fylgjast með áfram og gangi þér vel og farðu nú varlega gamli minn !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband