Lykilatriði að örva fjárfestingu

Þetta viðtal á Moggavefnum er athyglisvert og hér kemur vitaskuld fram að gjaldeyrishöftin hamla fjárfestingu. Það er engin ástæða til að efast um það en þau eru engu að síður óhjákvæmileg eins og er. Það er engin hókus pókus lausn til svo við getum losnað við þau strax og allar tilraunir í þá átt geta orðið heimilunum og hagkerfinu í heild hættulegar.

En hitt er að líta að almennt eru fjárfestingar milli landa litlar og vandamálið er ekki bundið við litla Ísland. Miðað við íbúafjölda er hún meiri hér en í Danmörku og Frakklandi en nær vitaskuld ekki austurevrópuríkinu Ungverjalandi (sjá nánar hér hjá AGS en tölur miðast við árslok 2011). 

En við vitum að það er mikið af fjármagni í kerfinu hér heima sem vantar farveg enda ávöxtun í bönkum léleg. Skattaafslættir fyrir innlenda fjárfesta eru lykilatriði til að koma fjarfestingum af stað og svo þarf að standa við loforð sem gefin voru um tímabundnar skattahækkanir í byrjun kreppunnar. 


mbl.is Draumórar um ríku útlendingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

það fjárfestir enginn heilvita maður í landi með handónýtan gjaldmiðil og gjaldeyrishöft.  Krónan er ónýt til langframa og það er sorglegt að menn tregðist við að sjá hið augljósa.  Eina leiðin útúr þessu er að taka upp aðra mynt og eina leiðin til þess er í raun að ganga í ESB og taka upp Evruna.  Það kostar okkur hundruð milljarða á ári að gera það ekki.

Óskar, 24.3.2013 kl. 13:16

2 identicon

Félagi  Bjarni !

 Líklega ekki " runnið af" Óskari frá  drykkju laugardagsins ? !

 Hvað þá að hann hafi fylgst með fréttum í gær og í dag, varðandi Evruna og Kýpur !

 Vona að Óskar sé núna orðinn allsgáður. Minni hann því á, að á Evrópuþinginu sitja 764 þingmenn. Ísland fengi þar 6 kjörna , eða 0,8% vægi.

 Var einhver að brosa, eða skæla í laumi ?

 Sá dagur vonandi  framundan, að íslenskia þjóðin segi Í EINU HLJÓÐI: Aldrei í ESB !  Eða sem Rómverjar sögðu.: AD unum AWM-nays" - þ.e. " Í einu hljóði" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 22:22

3 Smámynd: Óskar

Kalli hinn málefnalegi:  Ástandið í Kýpur hefur bara ekkert með Evruna að gera, þeir gerðu einfaldlega sömu mistökin og við, leyfðu bankakerfinu að vaxa óhóflega og voru þar að auki þvottastöð fyrir Rússneska mafíupeninga.  ESB er þó allavega tilbúið með fjárhagsaðstoð en vitaskuld þurfa Kýpverjar eitthvað að leggja á sig á móti, þetta er jú þeirra klúður.  -- Þegar allt hrundi hjá okkur þá var engin fjárhagsaðstoð i boði enda við ekki í ESB!

Svo ættir þú Kalli, og reyndar Bjarni líka að lesa það sem Carl Bildt hefur um reynslu Svía af ESB að segja. http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/03/24/carl-bildt-fullveldi-islands-myndi-styrkjast-vid-inngongu-i-evropusambandid/   Allt tal um áhrifaleysi er auðvitað kjaftæði eins og hann bendir á.

Óskar, 25.3.2013 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband