Ćsispennandi músaveiđar

Rétt ţegar viđ hjónakornin, barnlaus af aldurdómi, vorum ađ draslast ţetta út um dyrnar hér til ađ heimsćkja enn eldri hjón uppi í honum Suddakrók kom kattarafmánin međ hálfdauđa mús inn í stofuna. Ég tók köttinn upp á hnakkadrambinu og vonađi ađ hann héldi í músina ţannig ađ ég gćti hent báđum út í einu en ţađ gerđi hann ekki. Konan skrćkti, hún skrćkir undan músum.

Músin hljóp bakviđ kommóđu. Kötturinn var úti á hlađi. Konan lokađi sig inni í svefnherbergi. Ég beygđi mig sem mér finnst alltaf svoldiđ erfitt og kíkti undir kommóđuna. Ţarna var músin. Svo gerđi ég tilraun til ađ höggva af henni hausinn. En ţá hljóp hún undir bókahilli. Ţá potađi ég í hana og músin stökk undan bókahillunni, framan í mig og hljóđ bakviđ sófa og týndist.

Konan náđi í köttinn og skipađi honum ađ veiđa músina en viđ fórum í Hveragerđi og slórđum ţar í mat og kaffi fram eftir degi. Um kvöldiđ komum viđ heim og ţá var allt kyrrt í húsinu. Kötturinn ansađi ekki, músin ansađi ekki, ég prófađi meira ađ segja ađ tala viđ hana á ensku.

En rétt ţegar ég var komin ađ tölvunni hér á hanabjálka heyrđist skrćkur. Músin og konan voru báđar í forstofunni og mátti ekki milli sjá hvor var hrćddari. Ég náđi mér í plastpoka og lćddi hönd um músina sem virtist sprellilifandi ţó sjálfsagt sé hún dauđsćrđ eftir kattartönn. Bar hana út í lófanum og sleppti á músarlegum stađ úti á landareigninni.

Nú ćtti sagan ađ vera búin en korteri seinna kom kötturinn inn og rak upp langdregin dimman vćl eins og hana langi til ađ herma eftir Bob Dylan. Ţá vitum viđ ađ hún er komin međ mús. Ţetta var ekki sú sama og núna var skömmin örugglega hálfdauđ.

Lćđan Ása Signý horfđi á mig međ fyrirlitningu ţegar ég tók músina af henni og bar út. Úr augum hennar mátti lesa ađ ég mćtti stela öllum ţeim músum sem mig lysti en - vittu, ţađ strákur, ţađ erum viđ kettirnir sem ráđum hér í ţessum heimi, yfir bćđi músum og mönnum.

Eftir snyrtilegt líknarmorđ á ţessari seinni mús dagsins fékk sú virđulega útför í ruslatunnu heimilisins. Viđ Ása höfum fengiđ nóg af veiđum í bili!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rögnvaldur Valbergsson sagđi mér skemmtilega sögu ţegar ég heimsótti hann áđur en ég fór út.Mús hafđi komist inn í húsiđ og eftir mikinn eltingarleik flýđi músin inn í Hammond orgeliđ.Röggi settist viđ orgeliđ og lagđist á nóturnar.Viđ ţađ spratt músin út úr orgelinu og beinustu leiđ út,sennilega sködduđ á heyrn og geđheilsu.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.4.2013 kl. 08:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband