Lyfjaniðurgreiðsla á að taka mið af tekjum

Lyfjaniðurgreiðslur og önnur aðstoð samfélagsins við einstaklinga á að taka mið af tekjum. Það er fráleitt að láglaunafólk, lífeyrisþegar og aðrir sem minnst hafa þurfi að verja stórum hluta sinna tekna í heilbrigðisþjónustu. Þetta er oft fólk sem þarf mikla læknisaðstoð og ver stórum fjárhæðum í lyf. Áherslur "vinstri" stjórnarinnar taka ekki mið af hefðbundnum gildum vinstrimennsku heldur fyrst og fremst því að velta byrðum kreppunnar yfir á almenning eins og félagi minn Valgeir Matthías Pálsson frá Selfossi bendir á hér, http://vallimatti.blog.is/blog/vallimatti/entry/1292548/


mbl.is Sumir greiða minna, aðrir meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt mælt Bjarni.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 18:39

2 identicon

Vá kynntu þér málið aðeins betur.

Hámarksgreiðsla á mánuði fyrir lyf sem geta kostað allt uppí 40 milljónir á mánuði í svæsnustu tilvikunum er 5.785,-

Enginn mun þurfa að borga meira en 5.785,- á mánuði sama hversu mörg lyf hann mun taka.  

Að halda því fram að fólk sé að verja stórum hluta tekna sinna í lyf er því fráleitt.  

Karpi (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 18:43

3 identicon

Karpi, þú ert alls ekki að fara með rétt mál.

Það nægir að fara í lyfjareiknivélina sem sjúkra er búin að setja inn og slá inn nokkrar tegundir af lyfjum. Ég prófaði t.d. að slá inn þau lyf sem ég tek og hækkunin sem ég verð fyrir bara fyrir mig hleypur á tugi þúsunda á ári og það er ekki einhver 5785 á ári.  

Önnur kona sem ég þekki prufaði að nota reiknivél þeirra líka og heildar kostnaður hennar hækkaði vel yfir 100 þúsund á ári.

Held að þú ættir að kynna þér málið áður en þú heldur svona tölum fram.

Guðrún (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 18:56

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er ég að misskilja þetta eitthvað. er ekki verið að leiðrétta það að sumir þurfi að borga fyrir lyf og aðrir ekki. það er ekkert verið að tala um lífeyrisþegar eða aðra hópa. mitt mat: grein vmp er BULL

Rafn Guðmundsson, 10.4.2013 kl. 19:01

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

verð að bæta þessari spurningu við: finnst ykkur eðlilegt að sjúklingur x borgi fyrir sín lyf en sjúklingur y borgi ekki.

Rafn Guðmundsson, 10.4.2013 kl. 19:02

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rafn, ef það er spurningin um að sjúklingur y hafi ekki efni á að greiða lyfin; JÁ!

Kolbrún Hilmars, 10.4.2013 kl. 19:28

7 identicon

Ég er ekki sáttur við að ég greiði fyrir lyf nágrannans. Megnið af lyfjum eru ekki lífsnauðsynleg heldur einfaldlega hluti af venjulegri neyslu manna eins og matur eða kúrar sem eru stuttir. Tökum dæmi: Sýrulækkandi lyf, hægðalyf, verkjalyf, kvíðastillandi, flest sýklalyf, Því ekki að láta menn alltaf greiða 30% lyfjakostnaðar sama hvert verðið er. Þá myndi lyfjaneyslan verða hófsamari. Lyfjaverðið myndi einnig lækka, það er öruggt. Og fólk myndi einnig gæta betur að heilsu sinni. Mín skoðun er sú að fólk eigi að tryggja sig fyrir toppkostnaði en ekki velta honum yfir á samborgarna.

GP (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 19:30

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kolbrún - skjúklingur x hefur ekki heldur efni á að borga. en það er bara allt annað mál. bjarni og vmp segja í þessum greinum að verið sé að velta kostnaði á almenning (sumir tala um lyfjaskatt). þessi breyting er hins vegar til að leiðrétta mismun vegna sjúkdómavanda eða þeir sem hafa x þurfa ekki að borga en þeir sem hafa y þurfa að borga

Rafn Guðmundsson, 10.4.2013 kl. 19:45

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni minn. Þú ert með réttlætis-siðferðisvitundina í lagi í þessu máli eins og öðrum.

Það eru tryggingarfélög á Íslandi sem bæta að fullu skaða og viðgerðir á bílum og steinsteypu-kubböldum, sem verða fyrir tjóni, en það er ekki til tryggingarfélag á Íslandi sem bætir heilsufars-skaða og læknismeðferðir á sjúku fólki?

Hvað finnst fólki um svona siðblinda græðgi-forgangsröðun stjórnvalda?

Þeir sjúku og fátæku, sem þurfa mest á lyfjum að halda, eiga að borga með peningum sem þeir eiga ekki til, og hinir efnameiri og heilbrigðu sleppa við helför sjúkratrygginga-glæpainnheimtuna?

Verðugt verkefni fyrir frambjóðendur, sem segjast berjast fyrir fátækra, atvinnulausra og sjúkra réttindum í orði, að velta fyrir sér hvers vegna afkoma fólks og heilsa er ekki tryggð, en allar veraldlegu græðgi-sölumennsku-hagsmunaklíkurnar og dauða og sálarlausa draslið er tryggt í topp?

Sá sem er í fullum rétti fær skaðann bættan, eða hvað? Er líf og heilsa í raun einskis virði, og einskismetin af stjórnmála-frambjóðendum?

Það hljóta fleiri en ég, Bjarni Harðarson og hans stuðningsmenn að velta þessu fyrir sér!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2013 kl. 20:19

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rafn, höfum það á hreinu að við séum að tala um lyf sem skipta sköpum um líf eða dauða.  Við vitum bæði að efnahagur fólks er misjafn og á meðan samfélagið þarf að niðurgreiða lyfin eftir forgangsröð eiga þeir að ganga fyrir sem ekki eiga fyrir þeim. 

Draumasamfélagið skaffar auðvitað öllum þurfandi jafnt - en við eigum enn nokkur skref óstigin í þá átt.

Kolbrún Hilmars, 10.4.2013 kl. 20:21

11 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég sammála þér Kolbrún en það er ekki verið benda á það hér

Áherslur "vinstri" stjórnarinnar taka ekki mið af hefðbundnum gildum vinstrimennsku heldur fyrst og fremst því að velta byrðum kreppunnar yfir á almenning eins og félagi minn Valgeir Matthías Pálsson frá Selfossi bendir á hér, http://vallimatti.blog.is/blog/vallimatti/entry/1292548/

og svo þetta blogg vmp.

fréttin sem vísað er í

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/04/10/sumir_greida_minna_adrir_meira/

engar nýjar álögu

Rafn Guðmundsson, 10.4.2013 kl. 20:55

12 Smámynd: Rafn Guðmundsson

og reyndar er þessi breyting skréf í rétta átt - sem þú bendir sjál á að þurfi

Draumasamfélagið skaffar auðvitað öllum þurfandi jafnt - en við eigum enn nokkur skref óstigin í þá átt.

Rafn Guðmundsson, 10.4.2013 kl. 20:57

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er alltaf að sýna sig betur og betur að vinstri mönnum er nákvæmlega sama um þá sem hafa minna á milli handana, af því að þeirra hugsun er ég vil(l) vera jafnari en aðrir.

Vona að vinstri menn skrái þetta í söguna að það var vinstri Ríkisstjórn sem lætur þá sem ekki hafa góð efni á að borga lyf til að geta lifað viðunnandi lífi. Það er vinstri Ríkisstjórn sem er að rífa heilbrygðiskerfið til grunna.

Vona að vinstri menn skrái þetta í söguna að það voru hægri Ríkisstjórn sem vildu hjálpa þeim sem minna eiga til að þeir sem þurfi þess með geti fengið lyf fyrir sínum veikindum og þurfi ekki að velja hvort þeir kaupi lyf eða mat.

Vona að vinstri menn skrái þetta í söguna að það var vinstri Ríkisstjórn sem kemur þvi svo fyrir að sjúklingar þurfi að velja milli þess að kaupa lyf eða kaupa mat.

Vintri Ríkisstjórn rífur niður heilbrigðiskefið og þá sérstaklega fyrir fátæka, en það var hægri Ríkisstjórn sem vildi hjálpa fátækum sjúklingum.

Það er eitthavð skrítið við þetta, mér var alltaf sagt á mínum unglings árum að vinstri menn eru fyrir fólkið og þá sérlega fyrir þá sem eiga minna.

En staðreyndin er önnur það eru hægri menn sem eru fyrir fólkið og þá sérstaklega fyrir þá sem eiga minna.

Þesu hefði ég aldrei getað trúað fyrr en nú, verkin tala máli sínu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.4.2013 kl. 02:09

14 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Viljið þið ekki kynna ykkur hvernig greiðsluþátttökukerfið virkar áður en þið fellið sleggjudóma um virkni þess?

Til fróðleiks: Á vef Lyfjavers er ágæt reiknivél til að reikna út hlut sjúklings/greiðanda og Sjúkratrygginga Íslands í tilteknum innkaupum yfir árið, sbr. http://www.lyfjaver.is/reiknivel/greidsluthatttaka/reiknivel . Þar eru líka ýmsar praktískar upplýsingar um virkni nýja kerfisins.

Í Morgunblaðinu í dag, 11.4.2013 s. 12, er einnig umfjöllun um nýja fyrirkomulagið og afleiðingar þess fyrir lyfjakostnað við mismunandi aðstæður.

Kristinn Snævar Jónsson, 11.4.2013 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband