Svona á troða þjóð í ESB!

Á næstu áratugum koma vísast kollsteypur, alls konar hryðjuverk, ógnir og skelfingar, kannski stríð úti í heimi, nýjar kreppur - eitthvað sem hristir vel upp í fólki svo almenningsálit sveiflast til í nokkrar vikur, jafnvel mánuði. Ef umsóknin stendur munu á endanum atburðir verða sem valda því að fylgi við aðild sveiflast aðeins yfir 50% í dálitla stund og þá skiptir öllu að hægt sé að vinna hratt. Þegar þar að kemur má sem best láta svo heita að búið sé að opna alla kaflana og kíkja í alla pakkana en það skiptir ekki öllu máli. Bara að kýla á fjandans þjóðaratkvæðagreiðsluna og málinu er reddað.

Sjá nánar frábæra grein Atla Harðarsonar um það hvernig eigi að koma þjóð sem alls ekki vill í ESB þar inn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Greinin hans Atla Harðarssonar er þrusu góð og þarna lýsir heimsspekingurinn Atli ágætlega öllu þessu lymskulega ferli.

Þetta er hin alþekkta koníaksaðferð Monnets þar sem að það er aldrei nein leið til baka ef á annað borð er farið af stað út í fúafenið og síðan er bara beðið eftir hárrétta augnablikinu til þess að klára dæmið.

Gunnlaugur I., 12.4.2013 kl. 19:37

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt Bjarni - þess vegna er nauðsynlegt að klára þessar viðræður eins fljót og hægt er og leyfa almenningi að skoða ESB aðild í rólegu umhverfi eins og við lifum í núna

Rafn Guðmundsson, 12.4.2013 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband