Hvernig á að ljúga með tölfræði?

Hvernig á að ljúga með tölfræði? Hún hét þetta bók sem ég las fyrir áratugum og er einhversstaðar hérna í kjallaranum, reyndar ensk svo bókarheitið er líklega How to lie with statistic?

Það kemur í ljós þegar hún er lesin að þegar tölfræði er sett fram í titlum og tíðindum þá er það oftar en ekki gert til þess að koma hálfsannleik eða hreinni lygi á framfæri. Og það á svo sannarlega við um þessa frétt sem stjórnarráðið sendir frá sér um kostnað við ESB umsóknina. 

Það að tilgreina "beinan kostnað"  sem raunverulegan kostnað er álíka gáfulegt og að tilgreina stimpilgjald af húsnæðisláni sem raunverulegt verð á húsi. Fyrir liðlega tilgreindi Ríkisútvarpið að beinn kostnaður forsætisráðuneytisins vegna umsóknarinnar væri kominn í heilar 18 þúsund krónur! Ætli hann sé orðinn 36 þúsund núna. Kostnaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins var litlu meiri.

Samt vita allir sem hafa rekið inn í þessi ráðuneyti að stór hluti af annríki ráðuneyta og undirstofnana þeirra hefur nú í mörg ár farið í ESB málið. Fólki hefur verið fjölgað vegna umsóknarinnar og verkefnum ýtt út af borðinu. Allt til þess að ESB lestin geti haldið sinni ferð.


mbl.is ESB viðræður hafa kostað 300 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skreppur seiðkall

Kristinn J (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 16:51

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þannig að nokkur þúsund milljónir eru í 'óbeinum' kostnaði. þú (heimssýn) ættir nú að geta fengið uppl. um það

Rafn Guðmundsson, 16.4.2013 kl. 17:03

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta er allt eftir öðru - Allt ógegnsætt í felum og allt í leynd og pukri með raunverulegan kostnaðinn af ESB aðildarruglinu.

Ég hef í marga mánuði reynt að grafast fyrir um laun og aðrar greiðslur til þessa svokallaða aðalsmaningamanns Íslands í ESB aðildarviðræðunum og einnig annarra samninganefndarmanna og undirnefnda. Evrópuvefurinn sem á að vera óháð upplýsingaveita hefur enn ekki getað gefið neitt upp um þennan kostnað, þar sem að hann er allur falinn. Þeir eru skráðir með laun hér og þar í stjórnsýslunni þó svo að þeir hafi sendiherra laun við að reyna að véla þjóðina undir ESB helsið.

Það ætti að upplýsa þjóðina um þetta og það ætti að láta Ríkisendurskoðun grafast fyrir um þetta.

Þetta er svona álíka og að maður gerði út skip með áhöfn en hefði samt engan launakostnað af því að öll áhöfnin væri á launum hér og þar annars staðar hjá Ríkisstofnunum sem fóðraðar væru með skattfé almennings.

Svona felu og laumu stjórnsýsla sem ekki þolir dagsljósið á ekki að líðast nú á þessum tímum.

Gunnlaugur I., 16.4.2013 kl. 18:57

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Miðað við skoðanakannanir þá eru 80 - 90 % þjóðarinnar " ALFARIÐ Á MÓTI" því Ísland gangi í ESB.

Hvernig leyfist einhverjum ráðamönnum að ganga þvert gegn vilja þjóðarinnar og sóa dýrmætum skattapeningur landsmanna í "fyrirhugaða" inngöngu í þetta ESB - (Evrópska Sovét Bandalag), - þegar þjóðin vill þetta alls ekki, ... ég bara spyr ?

Og hvað er þetta "IPA" ? Að mínu mati þá hefir þetta hvergi verið nægilega vel útskýrt í fréttum, né heldur hvað þetta "IPA" er að gera á Íslandi, en sem mér virðist jafnframt vera að útdeila einhverjum peningum til Íslendinga. Þá sýnist manni óneitanlega að þetta sé eitthvað sem líkist mútufé.

Tryggvi Helgason, 16.4.2013 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband