Nautshúðin klár og tilhlökkunin ólýsanleg...

Sem betur fer er lífið fleira en pólitík og samhliða því að lesa ályktanir Framsóknar erum við vinirnir að undirbúa ferðalag um frönsk fjöll á enduromótorhjólum. Förum eftir 5 daga og 21 tíma segir umhverfisfræðingurinn Guðmundur Tryggvi og er held ég búinn að koma sér upp almanaki eins og börn hafa til að telja niður til jóla. Í pökkunum eru skrúfur og olíusíur...

Sjálfur fór ég ofan í kjallara nú í vikunni og hreinsaði hnausþykkar leðurbuxur sem hafa marga fjöruna sopið og orðnar vægast sagt sjoppulegar af ótal skrens um íslensk fjöll. Nú fá þær að þorna og verða svo bornar bývaxi þannig að þær stenst ekkert kvikt þegar til frans kemur. Það jafnast ekkert á við það að ganga í nautshúð, er aldrei kalt og aldrei of heitt heldur. Nútíma enduromenn vilja reyndar vera í goretexi sem er óttalega karakterlaust.

Nógu slæmt er að þurfa að vera í vægast sagt göróttum netbol með brjóstahaldara og lífstykkjum en franskar skræfur sem leigja torfæruhjól gera kröfu um að menn klæðist slíku. Ferðinni er svo heitið upp í kalkfjöll í frönskum þjóðgörðum sem sérstaklega eru gerðir fyrir skakstur af þessu tagi...

Óskapleg tilhlökkun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Bjarni. Blessaður farðu varlega. Það eru kosningar framundan og við þurfum krafta þína. Ekki reyndar í formi vélfáks, heldur Flóakraftanna.

Sveinn Hjörtur , 1.3.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Góða ferð

Helga R. Einarsdóttir, 1.3.2007 kl. 22:14

3 identicon

Og á ég svo að skyrpa rjómanum í kaffið á meðan? Veit bara ekki hvernig þetta endar alltsaman?

En farðu varlega og góða ferð og skemmtun

 Kaffidaman

Kaffidaman (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 23:17

4 identicon

Ógó svalur!!

... (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 11:44

5 identicon

Óhamingju Fransmanna verður allt að vopni, fyrst Þjóðverjar og nú Flóamenn. Megi Guð almáttugur halda verndarhendi sinni yfir þessari vesalings þjóð er nú hefst Flóabardagi hinn syðri.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 13:46

6 identicon

Framsókn fellur til heljar í vor,
þó fyrr hefði gjarnan mátt vera.
Þeir hafa hvorki vilja né þor,
til nokkurs þarfs að gera.

Án umboðs þjóðar við stjórnvölinn sitja,
Sjálfstæðisflokksins þrælar.
Til helvítis skulum við skítseyðin flytja.
sem Satans hugsjónir stæla .

Forkur Satans er hlægilegt hjóm,
Framsóknar verka við hlið.
Ég hyggst samt til huggunar senda þeim blóm,
Er sögulegt tap blasir við.

Þeir ná ekki inn manni það er ljóst,
Í huga mér þríf engan vafa.
Þeir minna hvað helst á konubrjóst,
er niður á knésbætur lafa

Feliximo (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 18:47

7 identicon

Hebbði ekki verið ráð að Feliximo kynnti sér hefðbundinn kveðskap og þar með stuðlun áður en hann reyndi með hrapallegum árangri að setja saman vísu??

Þorvaldur (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband