Einstakir Öræfingar

Brunaði af flokksþingi á laugardag austur í Öræfi þar sem ég hafði lofað að vera á Góugleði og fékk svo gistingu á Fagurhólsmýri. Þar á dóttir mín sitt annað heimili hjá afa sínum og ömmu og ekki að undra. Heimilið allt geislar af velvild, hlýju og sálbætandi rólyndi. Reyndar ekki bara Mýrin, eins og Öræfingar kalla bæ þennan yfirleitt til styttingar heldur Öræfin öll. IMG_9469

Á sunnudaginn fórum við Eva saman í heimsókn til frænda hennar á Kvískerjum. Þar búa einstakir höfðingjar og alþýðufræðimenn. Hefði viljað eyða þar meiri tíma en ég vonast til að geta hitt þessa karla aftur.

Atli Gíslason frambjóðandi var á staðnum þegar við Eva komum enda hafði hann gist í Öræfunum líka og var á Góuhófinu. Eitthvað barst talið að því hvernig smalamennskum hefði verið háttað, hvort farið væri gangandi eða ríðandi og Hálfdán svaraði af hógværð að hann hefði nú mest notað mótorhjól.

Eftir gott kaffispjall fékk ég svo að berja mótorhjólið augum sem hefur reyndar ekki verið gangsett í rúmt ár enda þeir bræður hættir öllum búrekstri og þarf svosem engan að undra, Hálfdán sem er þeirra yngstur sjötugur að aldri en Sigurður er 89 ára. Helgi heitir sá þriðji, liðlega áttræður held ég að ég hafi tekið rétt eftir og allir víðlesnir, viðræðugóðir og hógværir í tali og gætu þó frekar miklast af en margur sem það gerir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Takk fyrir kaffið

Josiha, 6.3.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: GK

Nokkuð nett hjól...

GK, 6.3.2007 kl. 01:11

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Svona menn eru þjóðargersemi.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.3.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband