Dakarferð lokið...

Það besta við að fara til útlanda er að koma aftur heim í vinalegan hraglandann... Tilfinningin að koma út úr Leifsstöð er alltaf óborganleg. Þar skiptir líka máli að þrátt fyrir að gaman sé í ferðalögum eru flugstöðvar eitt það leiðinlegasta sem til er.

Frækilegri mótorhjólaferð Dakarklúbbsins lauk laust eftir miðnætti í gær en við höfðum þá kvatt Patrek bónda í Rósalundi 12 tímum fyrr. Misjafnlega lerkaðir eftir ævintýrin enda höfðu menn hlíft sér mismikið. Kapparnir sem með mér voru drógu hvergi af sér og entu ferðina á spyrnu við Svisslendingana en Svissarinn Andreas var þar fremstur og næstur honum héraðsbúinn Loftur ofurkappi og síðan Baldur Öræfingur.

Meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já meir síðar...Bjarni minn sinntu nú konu og börnum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Bjarni minn.  Þetta var ekki alveg "politically correct" færsla hjá þér.  Tilfinningin að koma INN í Leifsstöð er alltaf óborganleg... væri meira nær lagi!! Það vinna nefnilega mörg hundruð kjósendur í þessari vinalegu flugstöð, sem breiðir út faðminn og býður mann velkominn heim. Jafnvel þó hún sé "under construction"!

Helga Sigrún Harðardóttir, 13.3.2007 kl. 14:56

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Sæll frændi. Bara að kvitta fyrir heimsókninni.

Brynja Hjaltadóttir, 13.3.2007 kl. 20:39

4 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Hm, mér finnst nú ekki alltaf gaman að koma heim í kulda, rok og frost.

Velkominn heim á Skerið. 

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 13.3.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband