Takk og aftur takk!

Takk, takk, takk, takk, takk, takk - kæru stuðningsmenn, velunnarar, vinir, kjósendur, flokkssystkin og öll sem hafið sent mér sms og kveðjur á þessari nótt. Allir sem hafa snúist fyrir okkur undanfarnar vikur, setið við símann, steikt vöfflur og talað máli okkar. Við getum þolanlega við unað í erfiðri stöðu hér í Suðurkjördæmi, - unnum varnarsigur og fengum fylgi eins og spáð var í okkar hagstæðustu könnunum. En töpuðum auðvitað fylgi frá því síðast!IMG_1692

En í heildina tekið þá er útreið Framsóknarflokksins ekki góð. Raunar eins slæm og verst mátti ætla af skoðanakönnunum. Fengum ekki þau 14% sem nokkrar kannanir á síðustu metrunum spáðu okkur. Þetta þarf samt ekki að koma að öllu leyti á óvart. Þrátt fyrir að við séum yfirleitt alltaf betri í könnunum en kosningum þá höfum við samt yfirleitt náð kjörfylgi á síðustu metrunum fyrir kosningarnar og stundum áður eins og núna, meira fylgi í síðustu könnunum heldur en kosningunum.

Niðurtúr flokksins byrjaði snemma á síðasta kjörtímabili og við tókum of seint í taumana. Okkar góða formanni dugði ekki þessi stutti tími til að vinna sig inn í hjörtu þjóðarinnar og það er eins og við óttuðumst margir,- það tekur einfaldlega lengri tíma en þetta að snúa þróuninni við og vinna nýjum manni traust og álit hjá þjóðinni. Auk þess sem innkoma Jóns Sigurðssonar inn í stjórnmálin var honum þrándur í götu allan tímann. Þannig er það bara.

Nú erum við á núllpuntki. Með minnsta fylgi sem flokkurinn hefur haft í kosningum og leiðin héðan af liggur ekkert nema uppávið...

(Já, - myndin er bara til að undirstrika að nú eftir margra mánaða törn við kosningabaráttu er kominn tími til að taka dakarinn og þeysa á fjöll!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Til hamingju með sætið Bjarni.

Ingólfur H Þorleifsson, 13.5.2007 kl. 11:40

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Til hamingju Bjarni. Þú vannst fyrir þessu.

Sigurgeir Jónsson, 13.5.2007 kl. 11:47

3 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Innilega til hamingju með þetta Bjarni

Ragnar Sigurðarson, 13.5.2007 kl. 12:06

4 Smámynd: Sigurjón

Skál fyrir þér Bjarni!

Sigurjón, 13.5.2007 kl. 12:21

5 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Til hamingju með þingsætið Bjarni. Verst að Róbert Marshall fór ekki með þér inn á þing...vonbrigði fyrir okkur Samfylkingarfólk.

Sigþrúður Harðardóttir, 13.5.2007 kl. 14:48

6 Smámynd: Gunnlaugur Stefánsson

Til hamingju með þingsætið Bjarni! Ég veit að þú átt eftir að reynast okkur framsóknarmönnum ogg þjóðinni allri vel.

Kveðja frá Húsavík, Gunnlaugur Stefánsson

Gunnlaugur Stefánsson, 13.5.2007 kl. 15:04

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Til hamingju með þingsætið, kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 13.5.2007 kl. 15:06

8 identicon

Til hamingju með þetta... loksins loksins er maður komin á þing sem fylgir sinni sannfæringu og kann ekki að ljúga. Þú átt stóran stuðning allra, hvar í flokki sem þeir eru. Trúi því og treysti að þú munt stuðla að velferðarstjórn hér í landi og að þú verðir næsti formaður Framsókn.

Björg F (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 15:20

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Til hamingju Bjarni/Verðurgur er verkamaður verka sinna!!!!kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 13.5.2007 kl. 15:42

10 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Til hamingju!

Benedikt Halldórsson, 13.5.2007 kl. 15:44

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú gast það sem stjórnarandstöðunni,tókst ekki í gær Bjarni, að fella ríkisstjórnin.Og það í beinni útsendingu í sjónvarpi.Það hefur enginn getað í tæp tuttugu ár, eða síðan Jón Baldvin og Steingrímur Hermannsson léku þann leik.Það er ekki að spyrja að dugnaðinum í þér.

Sigurgeir Jónsson, 13.5.2007 kl. 15:54

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Til hamingju Bjarni, við erum ekki sammála um val á stjórnmálaflokkum en ég er fegin hverjum einum góðum málsvara andstöðunnar gegn Evrópusambandsins.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.5.2007 kl. 17:00

13 identicon

Til hamingju með þingsætið Bjarni. Er hjartanlega sammála þér með að vinstri stjórn B S og V sé besta lausnin.

Már Másson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 17:14

14 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Til hamingju Bjarni.

Ég veit að ég er búinn að vera óvæginn í garð Framsóknar í skrifum mínum en ég treysti þér til að gera Framsókn aftur að flokki sammvinnuhugsjónarinnar ekki valdahugsjónanna.

Og mundu eftir orðum þína um virkjanir í neðri-Þjórsá. Þann glæp verður að stöðva. 

Ævar Rafn Kjartansson, 13.5.2007 kl. 17:34

15 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Til hamingju með þingsætið Bjarni. Tel þig hafa unnið vel fyrir því og munt ábyggilega standa þig í stykkinu. Sammála Syssu hér að ofan, hefði viljað sjá Marshall inni líka.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.5.2007 kl. 17:58

16 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sendi þér hamingjuóskir.

Skilaboð kosninganna  eru ekki vinstri stjórn og ekki þeirra sem vilja ganga í ESB hvað sem það kostar.

Ekki skjóta þér  undan merkjum vertu áfram í núverandi stjórnarsamstarfi!

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 13.5.2007 kl. 18:00

17 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Til hamingju með þetta.  Mér fannst innkoma þín kosningabaráttuna fersk og heiðarleg.  Ég fagna því þegar gott fólk kemst á þing, sama úr hvaða flokki það er en ég kaus ekki xB.

Svanur Sigurbjörnsson, 13.5.2007 kl. 18:16

18 Smámynd: Guðmundur Björn

Hamingjuóskir Bjarni, en ég vona að þú verður ekki ný "Sleggja" í Framsóknarflokknum.  Ég fékk smááfall að heyra þig biðla til VG og Samfylkingar í Silfri Egils. Ég sannarlega vona að þú hafir ekki meint þetta eins og ég skildi þetta.  Ef svo verður neyðist ég til að skrá mig úr flokknum, því ekki vil ég kenna mig við Framsóknarflokk í samstarfi við umhverfisfasista.

Guðmundur Björn, 13.5.2007 kl. 18:58

19 identicon

Til hamingju með þingsætið kæri Bjarni.

Og þú klikkar ekki á því frekar en fyrri daginn, gaman að fylgjast með þér í Silfrinu!

Enn og aftur til hamingju, til þín og þinnar fjölskyldu.

Hafdís (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 19:52

20 Smámynd: Ámundi Kristjánsson

Til hamingju elsku kallinn minn. tókst þetta með stæl, þó sigurinn hefði mátt vera sætari þegar litið er til höfuðborgarinnar.
Þau sögðust engan vilja stans
samt er þrotinn kraftur,
en Bjarna fylgir draugafans
og Framsókn gengur aftur.

En hafðu það í huga að atkvæði greidd Framsóknarflokknum eru greidd ríkisstjórninni. Því ber fyrst og fremst að skoða allar leiðir til að viðhalda núverandi samstarfi. Þeir sem vildu annað kusu einfaldlega eitthvað annað. Það er fráleitt að flokkur með slíka útkomu sem Framsókn nú taki þátt í mindun nýrrar stjórnar, nær væri stokka upp í þeirri gömlu og komast í vinsælli málaflokka.

Ámundi Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 20:17

21 Smámynd: Grétar Ómarsson

Hamingjuóskir Bjarni.  Eins og Guðmundur Björn nefndi svo réttilega hér að ofan þá fékk ég líka nett áfall að heyra þig biðla til VG og Samfylkingar í Silfri Egils í dag. Í guðs bænum ekki fara út í einhvert rugl.

Grétar Ómarsson, 13.5.2007 kl. 20:21

22 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Til hamingju með þigmanninn Bjarni..

Eins og ég sagði á mínu bloggi í dag er það eina rétta í stöðunni að viðukenna það að stjórnin helt velli og að Framsókn taki þatt í
áframhaldandi stjórn með Sjálfstæðisflokki.

   Fylgistapið var ekki ríkisstjórnarþattökunni að kenna. Það má
rekja til innanflokksvandamála gegnum árin. Nú hefur flokkurinn
eignast nýjan formann sem hefur náð sátt innan flokksins.
Það var ekki við því að búast að honum tækist að vinna upp
fylgið á örfáum mánuðum. Nú þarf Jón fullt umboð til að byggja
flokkinn áfram upp. Það gerir hann ekki utan þings, það gerir
enginn formaður UTAN þings. Þess vegna þarf Jón sterkt bak-
land áfram, verandi í senn RÁÐHERRA og eiga aðkomu að þing-
inu eins og hann hefur í dag. Því er þátttaka í ríkisstjórninni
grundvallaratriði, bæði fyrir hann, flokkinn og ekki síður þjóðina.
Þetta er farsælasta ríkisstjórn sem við höfum haft á lýðveldis-
tímanum.

   Hins vegar er það GJÖRSAMLEGA ÚT Í HRÓA HÖTT að Framsókn
myndi vinstristjórn við þessar aðstæður undir pilisfaldri Ingi-
bjargar Sólrúnar.  R-listasamstarfið kálaði nánast Framsókn á
höfuðborgarsvæðinu og er hann enn í sárum útaf því.  Þannig
alls ekkert bull og rugl um einhverja vinstristjórn sem yrði auk
þess aðgjör tímaskekkja. Nema þá menn ætli endanlega að
ganga pólitískt frá Framsóknarflokknum.

   Sem sagt. Framsókn í áframhaldandi stjórn! Byggjum upp
flokkinn á þann hátt undir leiðsögn Jóns Sigurðssonar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 20:59

23 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Til hamingju frændi

Brynja Hjaltadóttir, 13.5.2007 kl. 21:17

24 Smámynd: Kristján Pétursson

Til hamingju með þingsætið Bjarni.Við Guðmund vil ég aðeins segja þetta:Ef þið ætlið að halda áfram samstarfi við íhaldið,verða það endalok flokksins.Verulegt af ykkar fylgi fór til íhaldins eins og kom fram í skoðunarkönnun fyrir nokkru síðan.

Kristján Pétursson, 13.5.2007 kl. 22:15

25 identicon

Til hamingju með sætið.

Erindið:

1.Er ósammála Ævari Rafni Kjartanssyni um að Framsókn eigi ekki að hafa valdahugsjónir. Annað var að heyra á Ingibj. Sólr. Gíslad. í sjónvarpinu áðan: "Allir í pólitík til að ná völdum." Vinnið samt ekki gegn hagsmunum þjóðarinnar í stjórnarandstöðu eins og aðrir hafa gert, sbr. næsta lið.

2. Virkjanir í neðri hluta Þjórsár: Er þetta sama fólkið sem ekki vill virkja þar og ekki vill virkja í óbyggðum? Eða eru tveir flokkar virkjanaandstæðinga? Annar í byggðum, hinn í óbyggðum .  Hvaða stórvirkjun hefur ekki verið mótmælt? 
Sjálfstæðismenn reyndu að koma í veg fyrir að vinstri stjórnin 1957 fengi lán í USA til að virkja í Soginu. Þjóðviljinn hamaðist gegn Búrfellsvirkjun með forsíðufyrirsögnum daglega." Aldrei yrði hægt að virkja jökulá" o. m.fl.  

3. Ástæða  - sem þið megið ekki nefna -  fyrir tapinu er langvarandi mobbing af hálfu andstæðinga og fjölmiðla. Fulltrúi mobbaranna beit höfuðið af skömminni í sjónvarpinu áðan og  bauð Jóni Sigurðssyni að biðja SIG afsökunar á framkomu Framsóknar í sinn garð! 

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 22:37

26 Smámynd: Agnes Ásta

Enn og aftur til hamingju með þingsætið Bjarni

Agnes Ásta, 13.5.2007 kl. 22:39

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Framsóknarforystan mun á næstu dögum skýra frá því hvort hann vill vera í samstarfi við fólkið í þessu landi eða S hópinn,

Óneitanlega fer hrollur um mann þegar frambjóðendur og aðrir traustir fylgismenn greina frá sínu vali í því efni hér að ofan.

Gangi þér vel Bjarni, þú ert kunnáttumaður í að ráða niðurlögum drauga!

Árni Gunnarsson, 13.5.2007 kl. 22:48

28 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Til hamingju með þingsætið.

Magnús Paul Korntop, 13.5.2007 kl. 23:05

29 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kæri, forni félagi

Innilega til hamingju. Finnst það mjög spennandi að skoða samvinnu- og samræðu stjórnmál eftir valda og ofríkis stjórnmál síðustu 16 ára. Það er auðvitað óeðlilegt að einungis tvo sára ómerkileg mál stjórnaraðstöðu náðu í gegn á síðasta þingi og stærstur hluti mála séu komin frá ráðuneytum og keyrð í gegn á meirihluta hollustu. Það væri gott fyrir þjóðina að fá þarna eðlisbreytingar. Okkur vantar að efla lýðræðisvitund í landinu og því miður er Sjálfstæðisflokkurinn algjörlega ónothæfur í alla hugmyndavinnu og þróun leiða í þá veru. Láttu ekki hræða þig frá slíku, það er aðalvopn ofríkisins.

                                  Gangi þér allt í haginn,

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.5.2007 kl. 23:48

30 Smámynd: Magnús Skúlason

Til hamingju kallinn minn

Magnús Skúlason, 14.5.2007 kl. 00:15

31 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Til hamingju Bjarni og stattu þig nú í því að vísa þínum mönnum veginn. Frá mér muntu án efa frá aðstoð og aðhald í því efni nú sem endranær.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.5.2007 kl. 02:22

32 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Til hamingju með þingsætið Bjarni! Vonandi verður þú einn af leiðtogum Framsóknar í framtíðinni. Ég  tek undir það að  leiðin getur  bara legið upp  á við núna.  Jón formaður okkar er góður maður en það þarf bara langan tíma til að breyta stjórnmálaflokki. Ég er að hlusta á þig í morgunútvarpinu núna, ég held þú sért að segja að kvótar geti stundum unnið gegn konum... Getur þú nefnt mér dæmi um það?

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.5.2007 kl. 07:57

33 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Svo er nú kannski eitthvað sem þarf að pæla í hvers vegna raddir kvenna í dreifbýli og litlum plássum á Íslandi eru ekki að heyrast. Hvers vegna eru engar konur í hópi þingmanna í NV og bara ein kona í S kjördæmi? Er það eitthvað öðruvísi þar en annars staðar á Íslandi, er ekki  helmingum íbúa á þessum svæðum konur?

Það er mjög segjandi fyrir hvernig ástandið er á Íslandi hvernig prófkjörið var þegar Eygló var færð niður á listanum hjá ykkur út af að ég held byggðasjónarmiðum.  Það þarf virkilega að skoða stöðu kvenna og kynjasjónarmið í hinum dreifðu byggðum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.5.2007 kl. 08:03

34 identicon

Til lukku með þingsætið.

Já þeysum nú saman á fjöll á Dakar. Löngu komin tími á það auk þess sem reglulegar Dakarþeysingar munu örugglega koma í veg fyrir að þú marinerist á hinu háttvirta Alþingi.

Kv. Hrafnkell

Hrafnkell Á. Proppé (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 10:00

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Til hamingju með þingsætið!

ISG er ánægð með útkomu síns flokks og segir fylgið hafi aukist (miðað við mánaðargamlar skoðanakannanir) en það jókst miðað við það um 35%. Með sömu rökum væri hægt að segja að þið hafið aukið fylgið um 100%.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2007 kl. 10:16

36 identicon

Til hamingju með sætið Bjarni, ekki að ég hafi efast um þetta nokkurn tíman  

Enn sem gallharður framsóknarmaður þá vil ég Jón út og Björn Inga inn sem formann, Framsókn verður að hrista af þennan sveitamannastimpil og það tekst seint með Jón sem formann enda hver er þessi Jón? 

Fríður Esther (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 10:28

37 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Auðvitða ber ér hamingjuóskir.

Hitt er, að ekki verður það til framfara fyrir land og þjóð, að koma Samsullinu til valda.

Að því er virðist, er staða þíns flokks ekk komin til af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, heldur miklu frekar aðgerðum og aðgerðaleysi fyrrum formanns ykkar.

Kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.5.2007 kl. 11:04

38 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Við sendum okkar bestu hamingjuóskir úr Baugstjörninni. Vegni þér vel á nýja vinnustaðnum og megir þú eiga þar góðar og gegnar stundir.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 14.5.2007 kl. 16:18

39 Smámynd: Þórir Kjartansson

Til hamingju Bjarni og beittu þér nú fyrir því að Framsóknarflokkurinn verði ekki lengur hækja hjá íhaldinu. Þá færuð þið að endurheimta atkvæðin ykkar aftur.

Þórir Kjartansson, 14.5.2007 kl. 18:06

40 Smámynd: Oddur Ólafsson

Til hamingju!  Fyrst fórstu í Silfrið og sprengdir stjórnina, og síðan kemurður fram í fjölmiðlum og dregur allt til baka.  Hvað gerðist í millitíðinni?  Varstu tekinn í smá kennslustund?  En það er fengur af þér á þingi, þú verður kannski Bjarni sleggja...

Oddur Ólafsson, 14.5.2007 kl. 18:09

41 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Til Hamingju Bjarni með árangurinn !!

Hommalega Kvennagullið, 14.5.2007 kl. 19:19

42 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Til hamingju með þingsætið Bjarni. Ég sá þig í Silfrinu og fannst þú sköruglegur og skemmtilegur. Veitir ekki af slíku fólki á þingi. Ég vona bara að þú haldir áfram að vera þú sjálfur og látir ekki forystuna kúga þig.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 14.5.2007 kl. 22:24

43 identicon

Þú segir að leiðin geti ekki legið nema upp á við. Af hverju. Það er hægt að fá færri þingmenn en sjö, raunar alveg niður í núll og mér sýnist að flokkurinn stefni á eitthvað milli núll og sjö næst ef hann verður í stjórn næsta kjörtímabilið.

Það sem veldur að mínu áliti mestu um fylgishrun flokksins er að fólki finnst hann vera fámenn klíka með allt of mikil völd og því mun finnast það í auknum mæli ef hann gegnir lykilhlutverki í næstu ríkisstjórn þrátt fyrir smæð þingflokksins.

Auðvitað átti Evrópusambandsruglið í Halldóri og stuðningur hans við innrásina í Írak líka þátt í fylgistapi flokksins en sú tilfinning að þetta sé lítill hópur sem þjappar sér saman við kjötkatlana skipti meira máli.

Atli (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 22:33

44 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Til hamingju með að vera komin á þing háæruverðugi þingmaður .-- hlakka til að sjá til yðar á þingi.

Art festival

Halldór Sigurðsson, 14.5.2007 kl. 22:52

45 Smámynd: Lýður Pálsson

Kæri félagi.  Enn og aftur til hamingju með þingmannssætið.  Gangi þér vel að kveða niður  (og skrá!) fortíðardrauga flokksins. Það verður sennilega, auk þess að stjórna landinu, mikilvægasta verkefni ykkar sjömenninga næstu fjögur árin. Kv. Lýður.

Lýður Pálsson, 14.5.2007 kl. 23:20

46 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Til hamingju frændi með þingsætið, sannarlega ánægjulegt.

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.5.2007 kl. 00:01

47 Smámynd: Björn Emil Traustason

Til hamingju með þingsætið.

Þú verður verðugur fulltrúi okkar Bjarni

Björn Emil Traustason, 15.5.2007 kl. 18:31

48 Smámynd: Snorri Hansson

Til hamingju með þingsætið Bjarni

Snorri Hansson, 16.5.2007 kl. 13:46

49 identicon

Til hamingu Bjarni.   Hálnað er verk þá hafið er.

gissur jóhannesson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:09

50 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Innilega til hamingju með þingsætið.  Vertu nú óhræddur við að segja þína meiningu í þinginu,  þá mun þér líka farnast vel. 

Hef mikla trú á þér kæri vinur!

Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 16.5.2007 kl. 23:30

51 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Innilega til hamingju með þingsætið Bjarni

Sædís Ósk Harðardóttir, 17.5.2007 kl. 09:30

52 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Aldrei kaus ég Framsókn", enda flokksbundinn annarsstaðar (FF).

Gæti vel hugsað mér að kjósa þig í einmenningskjördæmi, enda hef ég lengi haft góðann húmor fyrir þér, ekki síst þjóðlegu og skemmtilegu vafstri í sambandi við drauga og aðrar furðuverur.  Ég veit að þér á eftir að vegna vel. 

Innileg til hamingju!  

Sigurður Þórðarson, 18.5.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband