Baráttupistill á verkalýðsdegi

Fram þjáðir menn í þúsund löndum...

Það er baráttu- og hátíðisdagur verkalýðsins í dag. Í velmegun undanfarinna áratuga hefur dagur þessi svolítið misst marks en grunnstef hans um atvinnu, jöfnuð og réttlæti eiga samt ætíð erindi til okkar. Reyndar hefur þróunin á öllum Vesturlöndum verið þessum gildum andstæð í mörg ár meðan frjálshyggjan hefur hér riðið húsum. En á þenslutímum og tímum vaxandi neysluhyggju vilja hugsjónir verða útundan. Ekki síst hinar mikilvægu manngildishugsjónir félagshyggjunnar um störf öllum til handa, jafnræði og réttláta tekjuskiptingu í samfélaginu.

Stéttaskiptingin og öryrkjavæðingin

Hér á Íslandi hefur þjóðarframleiðsla á mann aukist mikið á síðustu árum og því hefur sem betur fer fylgt framþróun í margskonar samneyslu og samhjálp. En á sama tíma höfum við horft á hákarlaleik yfirstéttarinnar sem er fjær almenningi nú en hún var á mínum fyrstu manndómsárum. Ég held að þegar sagan verður skrifuð sjái flestir að stéttaskipting fór mjög minnkandi hér á þriðja aldarfjórðungi 20. aldar og á fyrrihluta þess síðasta, eigum við að segja frá stríði fram til 1980. Síðan hefur auðhyggjan verið ráðandi, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn vestræna heim og misskipting farið vaxandi - samfara vaxandi velmegun.

Nú stendur öll heimsbyggðin frammi fyrir því að stór hluti af verðmætaaukningu frjálshyggjutímans byggði á skuldasöfnun og froðu. Kreppan nú er mikill áfellisdómur yfir hinni blindu markaðsvæðingu.

Meðan kjör allra eru að batna erum við flest umburðarlynd fyrir því að þau batni mjög mikið hjá litlum hópi í samfélaginu. Í jafn litlu og samheldnu samfélagi og okkar getur þetta samt verið mjög bagalegt, raunar ekki síst fyrir hina efnameiri sem einangrast frá fjöldanum. Ekki bara af eigin hvötum heldur líka fyrir það að lífshættir þeirra eru svo mikið frábrugðnir lífsháttum alls almennings.

En það versta við vaxandi misskiptingu og mikla þenslu að bilið milli meðalmannsins og þeirra sem verst standa verður líka meira en áður og það höfum við séð á undanförnum árum. Á sama tíma höfum við horft upp gríðarlega fjölgun öryrkja og skjólstæðinga hverskyns fátækraaðstoðar.

Gerum upp við frjálshyggjuna

Það er löngu tímabært að við gerum upp við frjálshyggjuna,- sem hér á landi eins og allsstaðar gekk of langt. Vitaskuld eigum við Framsóknarmenn okkar hlut þar í en verst af öllu er ef nota á verkfæratösku frjálshyggjunnar gagnvart kreppunni sem nú ríður yfir. Í þeirri tösku er nefnilega ekkert því trú hinna blindu markaðsmanna er að leysa beri efnahagsvandann nú með gjaldþrotum, atvinnuleysi og hákarlaleik þar sem aðeins hinir hæfustu lifa af - og lifa flott.

 (Meira seinna - þessi pistill sem átti að fara inn í gærmorgun er orðinn nógu seinn fyrir því í stað þess að klára hann eftir skemmtilegt 1. maíkaffi á Hellu fór ég í vorblíðunni torfæruferð á mótorhjólgarminum mínum umhverfis Ingólfsfjall og sofnaði eins og ungabarn á eftir...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Háttvirtur þingmaður, tekur þú undir mína kröfu???

Sigrún Jónsdóttir, 2.5.2008 kl. 10:31

2 identicon

Þú ert að agnúast út í frjálshyggju. Sumir þínir traustustu skoðanabræður eru nú samt frjálshyggjumenn (sjá http://andriki.is/ færslu frá 1. maí).

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 22:32

3 identicon

Til hamingju framsóknarfólk með nýja stefnu formannsins í ESB-málum. Ljóst að Bjarni þarf að fara að huga að flokksskiptum.

Hannes (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband