Guðni talar fyrir sátt í Framsóknarflokknum

Guðni Ágústsson kom sterkur út úr miðstjórnarfundi í dag og það var mikill samhugur á fundinum. Að vonum var þar talsverð umræða um Evrópumál. Samþykkt var stjórnmálaályktun sem tók í Evrópumálunum mið af ræðu formanns. Þar var ákveðið:

1. Ekki er hægt að ráðast í atkvæðagreiðslur um ESB nema fyrst verði ráðist í breytingar á Stjórnarskránni. Sem fyrr viðurkennum við Framsóknarmenn nauðsyn þess að stjórnarskráin verði færð til nútímahorfs til þess að geta tekist á við aukið alþjóðasamstarf.

2. Flokkurinn telur ekki rétt að fara í aðildarviðræður við ESB í veikleika heldur í styrkleika. Það er samhljóða síðasta flokksþingi.

3. Ekki verður farið í aðildarviðræður nema fyrst fari fram atkvæðagreiðsla með þjóðinni um málið - sem fer ekki fram fyrr en eftir stjórnarskrárbreytingar.

Með þessu hefur Framsóknarflokkurinn markað sér braut í máli málanna á Íslandi í dag og alveg greinilegt af afstöðu fundarmanna að flokkur okkar er ekki á neinni hraðferð inn í Evrópusambandið. Þvert á móti kom fram vilji til þess að innan flokksins rúmist bæði ESB sinnar og andstæðingar. Í lokaorðum sínum vék formaðurinn meðal annars að því að í mörg ár hefði verið reynt að gera flokkinn að sérstökum flokki þeirra sem væru hlynntir aðild að ESB en það hefði ekki tekist. Sjálfur hefði hann ekki á stefnu sinni að gera flokkinn að sérstökum flokki andstæðinga aðildar.

Um þessa afstöðu formanns ríkti mikill einhugur. Um 150 manns mættu á fundinn og umræður voru bæði fjörugar og magnaðar. Nánar um málið á framsokn.is næstu daga og sjá ennfremur hjá bloggvini mínum Stefáni Boga.


mbl.is Þarf að breyta stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þetta þykja mér tímamót. af öllum mönnum taldi ég Guðna forpokaðasta andstæðing evrópusinna. segir líklega meir um mig en hann. hér talar hann af skynsemi, enda ljóst að eina skynsamlega er að skoða málin án þess að vera í skotgröfum. hvort Íslendingar skuli svo sækja um aðild er allt annað mál og kemur í ljós seinna.

Brjánn Guðjónsson, 3.5.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég sé ekki neina braut í Evrópumálum Framsóknarmanna.Dyr eru ýmist harðlæstar eða galopnar,þetta er í reynd að vera galopinn í báða enda.Pólutískur vegvísir Framsóknarmanna vísar enga ákveðna leið,aðalega að vera sátt um ekki neitt.

Bjarni,þú ert ágætur penni,en menn fá nábít og böggul fyrir brjósti að lesa þessa sáttagerð flokks þíns.

Kristján Pétursson, 3.5.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Bjarni.

Ég get ekki skilið þetta þannig að sátt hafi náðst um að

 "Ekki er hægt að ráðast í atkvæðagreiðslur um ESB nema fyrst verði ráðist í breytingar á Stjórnarskránni. Sem fyrr viðurkennum við Framsóknarmenn nauðsyn þess að stjórnarskráin verði færð til nútímahorfs til þess að geta tekist á við aukið alþjóðasamstarf. "

Skilningur minn er að niðurstaðan hafi verið sú að æskilegast sé að fyrst verði ráðist í breytingar á Stjórnarskránni. Sé hvergi að það sé altæk forsenda!

Kveðja

Hallur

Hallur Magnússon, 4.5.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að öllum líkindum verður kosið um hvort íslendingar eigi að sækja um Evrópusambandsaðild, í næstu Alþingiskosningum, ef ekki verður búið að taka ákvörðun um umsókn áður.Samfylkingin getur gert það að forgangsmáli í kosningunum, verði hún í ríkisstjórn,eftir næstu kosningar.Ef Framsóknarflokkurinn á að ná einhverjum árangri í kosningum verða kjósendur að fá að vita hvað þeir eru að kjósa.Á fyrri tímum flokksins gafst oft vel að hafa enga stefnu.Nú eru breyttir tímar og óákveðnir kjósendur eru tugir prósenta.Skipstjóri á skipi verður að vita hvaða stefnu hann ætlar að sigla.Annars verða bæði skipshöfn og farþegar hræddir um líf sitt og forða sér í land í næstu höfn og skipstjórinn,stendur jafnvel einn eftir í brúnni.

Sigurgeir Jónsson, 4.5.2008 kl. 07:53

5 Smámynd: Sævar Helgason

Guðni formaður vill fá gálgafrest og teygja lopann sem auðið verður- frá þessari ESB ferð sem nú er hafin.

Líklegast er að krafan um aðlidarviðræður harðni mjög á allra næstu mánuðum og að stjórnarskrábreyting sem til þarf sjái dagsins ljós fyrir áramót.

Í raun átti sú stjórnarskrábreyting að vera grundvöllur fyrir EES samningi okkar- en var ekki gerð þá . 66% af reglugerðum ESB hafa og eru að öðlast gildi hér á landi vegna EES aðildar okkar- en við eigum enga fulltrúa við þær reglugerðaákvarðanir þar sem við eru ekki aðilar að ESB. Danir,Svíar og Finnar eru okkur haukar í horni á þeim vettvangi.

Það er ekki eftir neinu að bíða með að hefja aðildarviðræður - strax.

Þjóðin sker síðan úr um með af eða á.

Sævar Helgason, 4.5.2008 kl. 08:49

6 identicon

Ætlar þú Bjarni að sitja áfram í flokki sem stefnir á ESB-aðild eða fara yfir í annan flokk?

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 09:22

7 identicon

Stjórnmálaályktun vorfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins

3. maí 2008

1

Blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinn1 ar

2 Íslenskt efnahagslíf stendur nú frammi fyrir meiri vanda en blasað hefur við um áratuga

3 skeið. Verðbólga fer vaxandi, gengi krónunnar hefur fallið verulega, stýrivextir eru þeir

4 hæstu sem þekkjast hjá nokkru vestrænu ríki og horfur eru á vaxandi atvinnuleysi.

5 Í fyrrasumar gaf Seðlabankinn út spá þar sem greint var frá blikum á lofti, m.a. versnandi

6 verðbólguhorfum og líkum á gengislækkun íslensku krónunnar. Þá vöruðu einnig margir

7 við versnandi horfum á alþjóðlegum mörkuðum með tilheyrandi afleiðingum. Undir þessi

8 varnaðarorð tóku framsóknarmenn og töldu mikilvægt að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og

9 Samfylkingar tæki til hendinni og gripi til ráðstafana til að búa efnahagslífið undir

10 fyrirsjáanlegan samdrátt eins og aðrar vestrænar þjóðir voru að gera á sama tíma.

11 Ríkisstjórnin skellti við skollaeyrum og hafðist ekkert að. Í stað þess að hægja á og ná

12 mjúkri lendingu til að undirbyggja taktinn fyrir næstu uppsveiflu, á grundvelli vinnu þess

13 samráðsvettvangs sem boðaður var í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, voru lögð fram

14 óábyrg fjárlög og vandinn aukinn enn frekar með 20% útgjaldaaukningu frá fjárlögum

15 ársins 2007. Þetta gagnrýndu framsóknarmenn og hefur Seðlabanki Íslands nú staðfest að

16 sú gagnrýni var á rökum reist.

17 Allt bendir til þess að umtalsverður samdráttur verði í tekjum ríkissjóðs á næstu árum. Ef

18 heldur áfram sem horfir mun ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eyða þeim

19 árangri sem náðist í rekstri ríkissjóðs á liðnum árum á undraskömmum tíma.

20 Miðstjórn Framsóknarflokksins hvetur ráðamenn þjóðarinnar til að reka af sér

21 slyðruorðið og grípa þegar til aðgerða til að sporna við vaxandi verðbólgu í samráði við

22 atvinnulífið, sveitarfélög, verkalýðshreyfinguna og fjármálafyrirtæki. Það er með öllu

23 ólíðandi að dugleysi hins mikla stjórnarmeirihluta verði til þess að glutra niður þeim

24 efnahagslega árangri og kaupmáttaraukningu sem náðist í ríkisstjórnartíð

25 Framsóknarflokksins.

26 Peningamál

27 Það blasir við að peningastjórn Seðlabanka Íslands nær ekki þeim markmiðum sem lagt

28 var upp með. Mikilvægt er að taka til alvarlegrar skoðunar hvaða kostir eru mögulegir og

29 hvernig hægt sé að tryggja hér langvarandi stöðugleika á fjármálamarkaði sem er

30 forsenda heilbrigðs hagvaxtar og öflugs atvinnulífs.

31 Nauðsynlegt er að gjaldeyrisforði og styrkur Seðlabankans sé í samræmi við umfang og

32 þarfir íslensks atvinnulífs á hverjum tíma. Sé ekkert að gert er hætta á að fyrirtæki sjái

33 hag sínum betur borgið með því að flytja starfsemi sína úr landi. Það myndi draga úr

34 tekjum ríkissjóðs og auka enn á vanda hans.

35 Framsóknarmenn hafa skipað nefnd sem ætlað er að kortleggja stöðuna og benda á leiðir.

36 Farið verður yfir það hvaða aðgerðir til skamms tíma er rétt að grípa til og einnig horft til

37 lengri tíma. Flokkurinn væntir mikils af þessu starfi og mun byggja sína stefnumótun m.a.

38 á þeim niðurstöðum sem þar munu koma fram.

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 09:26

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Bjarni.

Vísa til bloggs míns um miðstjórnarfundinn. Sem ESB-andstæðingur
lýsi ég þar miklum vonbrigðum mínum með þá yfirlísingu að breyta
þurfi stjórnarskránni svo hún verði sem best ESB-væn þegar og ef
að aðild Íslands að ESB komi.

Sko. Í mínum huga er baráttan um stjórnarskrána fyrsta alvöru
orustan um það hvort Ísland skuli inn eða ekki. Skv yfirlýsingu
miðstjórnarfundar og þeirra sem að henni stóðu á ekki einu
sinni að taka þar slaginn, heldur hlaupa til handa og fóta og
breyta stjórnarskránni svo að  áform og ráðabrugg ESB-sinna um
aðild Íslands að ESB nái sem átakalust fram að ganga.

Bara skil ekki svona pólitískan tvískinnung Bjarni hjá þér, Guðna
og öðrum sem talað hafa gegn aðild Íslands að ESB - að á sama
tíma og þið segið NEI við ESB-aðild þá skuli þið samtímis segja JÁ
við breytingu á stjórnarskránni svo að  aðildin sé framkvæmanleg.

Ef þið eru á móti ESB-aðild vegna þess mikla fullveldisafsals sem
í henni felast, hvernig í ósköpunum getið þið þá samþykkt breytingu
á stjórnarskránni, svo einmitt það fullveldisafsal geti farið fram?

Bjarni. Enn og aftur. Yfirlýsing ykkar um breytingu á stjórnarskránni
olli mér miklum vonbrigðum sem ESB-andstæðingi. Tel að með henni
hafi ímynd flokksins sem þjóðlegs umbótaflokks skaðast mjög
og ekki bætt ásynd hans í Evrópumálum, heldur þvert á móti.

Hvernig geta ESB-andstæðingar treyst flokki eins og Framsóknar-
flokknum í Evrópumálum lengur ? Verð að játa að mitt traust er
í ALGJÖRU lágmarki eftir gærdaginn, og var það kannski ekki
míkið fyrir ........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.5.2008 kl. 11:11

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

sæll guðmundur og þið öll

með ræðu sinni og síðar ályktun markaði flokkurinn málinu og umræðu um það ákveðinn farveg. rétt er að minna á að formaðurinn talaði í ræðu sinni að hyggja þyrfti vandlega að þeim hlutföllum sem þyrftu að gilda í atkvæðagreiðslum um valdaframsal bæði meðal þings og þjóðar. þar er algengt meðal siðaðra þjóða að farið sé fram á aukinn meirihluta, 2/3 eða jafnvel 3/4. hitt er ekkert vafamál í mínum huga að það þarf að laga stjórnarskrána m.a. vegna ees samningsins og raunar er það svo að fullveldi landsins er illa varið með núverandi stjórnarskrá m.a. vegna algerrar vöntunar á kafla um alþjóðasamstarf sem kemur að fleiri þáttum en esb og ees. vona að þetta svari einhverju guðmundur. minni svo á að guðni er hér að tala fyrir sömu stefnu og til dæmis geir haarde gerði í þinginu um daginn um leið og sá síðarnefndi ítrekaði andstöðu við aðild að esb.

Bjarni Harðarson, 4.5.2008 kl. 12:15

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Bjarni. Jú það má meira en vel vera að einhverjar lagfæringar
þurfi að gera á stjórnarskránni. En að gera það í tengslum við það
að auðvelda ESB-sinnum róðurinn að troða Íslandi inn í ESB er
gjörsamlega út í hött! Ert þú Bjarni ekki m.a andvígur aðild Íslands
að ESB einmitt út af því mikla fullveldisafsali sem í slíkri aðild felst?
Finnst ég hafi lesið það. Ætlar þú þá samt að samþykkja stjórnar-
skrárbreytingu sem leyfir slíkt fullveldisafsal?  Og það löngu áður
en til samninga kemur ?

Lít á breytinguna á stjórnarskránni sem fyrstu alvarlegu orustuna
um aðild Íslands að  ESB. Trúi því alls ekki Bjarni að þú ætlir þér
EKKI að taka þátt í þeirri orustu, til varnar fullveldi og sjálfstæði
Íslands.  Bara trúi því ekki !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.5.2008 kl. 13:58

11 Smámynd: Gulli litli

Eru einhverjir eftir til að sætta?

Gulli litli, 4.5.2008 kl. 15:02

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég bíð svarsins við spurningu Kristins Péturssonar hér að ofan. Það er auðvitað ekki boðlegt að þegja í þeirri umræðu jafnlengi og þið hafið gert Bjarni.

Árni Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 20:27

13 Smámynd: Bjarni Harðarson

rétt guðmundur, þetta verður fyrsta orustan og í þeirri baráttu er mikilvægt að ganga sem tryggilegast frá með hagsmuni lýðveldisins og fullveldisins í huga - þessvegna þurfum við að vera með frá byrjun, við menn þjóðhyggjunnar!

Bjarni Harðarson, 4.5.2008 kl. 21:19

14 identicon

Gísli Tryggvason rekur á bloggi sínu hversu lopi Framsóknarflokksins er langur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 21:28

15 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sæll nafni; kanntu styttri lopa?

Gísli Tryggvason, 4.5.2008 kl. 22:21

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um hvað ertu að tala, Bjarni Harðarson? Þú segir sjálfur hér ofar:

  • "1. Ekki er hægt að ráðast í atkvæðagreiðslur um ESB nema fyrst verði ráðist í breytingar á Stjórnarskránni. Sem fyrr viðurkennum við Framsóknarmenn nauðsyn þess að stjórnarskráin verði færð til nútímahorfs til þess að geta tekist á við aukið alþjóðasamstarf."

"Færð til nútímahorfs"? Hvílík fagurmæli! Ætlarðu að afsala okkur landsréttindum með þetta á vörunum?! Til hvers í ósköpunum eigum við að framselja fullveldisréttindi landsins til yfirkommissaranna og stofnananna í Brussel? Til að vera "nútímaleg"?!!! Ertu í alvöru farinn að láta ESB-glópana (íslenzku) segja þér fyrir um það, í hvaða ramma og með hvaða orðum þú skulir hugsa og tala og beita síðan atkvæði þínu landinu til skaða? Er ekki hægt að reiða sig á neitt í þessum Framsóknarflokki, jafnvel ekki þig og Guðna?

Tek að öllu leyti undir frábær innlegg Guðmundar Jónasar hér ofar.

Jón Valur Jensson, 4.5.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband