Ađ kúra á pappírsmiđunum

Í meira en viku hafa sparifjáreigendur lagt leiđir sínar í bankana og tekiđ allt út, í reiđufé. Rogast svo heim međ töskur eđa poka fulla af fimmţúsundköllum. Sumir međ milljónir sem ţeir geyma ţannig undir koddanum eđa í földum skókassa inn í kúsaskáp. Ekki skynsamlegt...

Ef allt fer á versta veg ţá bjargast ţessir peningar ekki - heldur frekar hinir sem eru í sparisjóđsbókum. Ţví ef allt fer á allra allra versta veg verđur hér slíkt ástand ađ Seđlabankinn verđi ađ fara ađ prenta peninga í stórum stíl. Ţá tekur viđ óđaverđbólga og af óđaverđbólgunni leiđir svo ađ seđlabúntin heima verđa ađ verđlausum pappírum.

Ţađ ađ taka peningana út međ ţessum hćtti getur ýtt mjög harkalega undir ţessa ţróun og orđiđ til ađ skapa hér ástand sem kallar á peningaskort og síđan óđaverđbólgu. Ţađ er einfaldlega ekkert sem getur orđiđ til ađ innistćđur á hefđbundnum sparisjóđsbókum glatist...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

pfiff.. ég tók út sjóđ 9 og notađi fúlgurnar í thailandsferđ.. ekki veitir af :)

Óskar Ţorkelsson, 9.10.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

hinsvegar munu fimmţúsundkallabúntin í skókössunum draga heilmikiđ úr fjárútlátum til kaupa á salernispappír, ţannig ađ ţetta hefur góđar hliđar líka

Brjánn Guđjónsson, 10.10.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ţađ er búiđ ađ ljúga fólk fullt á kerfisbundinn hátt til ađ hámarka skađa ţess ţannig ađ skiljanlega tekur ţađ ekki minnsta mark lengur á rađlygurunum. Mjög miklar líkur eru á ađ IMF taki viđ stjórn hér bráđlega af gjörónýtum stjórnvöldum og ţá má búast viđ hverju sem er, frystingu innistćđna, ţćr verđi afskrifađar osfrv. Vandamáliđ stóra er algjör trúnađarbrestur, bćđi inn á viđ og einnig gagnvart útlöndum.

Baldur Fjölnisson, 10.10.2008 kl. 11:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband