Í ómi frá Bubba og ákalli á bankaræningja...

Það er góð hvíld frá þvarginu að hlusta á Bubba sem kyrjar hér yfir okkur öllum sem vinnum við Austurvelli og mörgum sem mætt hafa. Ég heyri hér suma hnjóða í þennan trúbadúr okkar fyrir að hann hafi nú sjálfur tekið manna skverlegast þátt í gamblinu og sé því kominn í hring,- að stál og hníf aftur á ný.

Sjálfum þykja mér skilaboðin frá Bubba góð,- það erum við sem skiptum mestu máli og meiru heldur en krónur og aurar. Bubbi er kannski holdgervingur okkar allra,- þó sjálfur hafi ég fyrir fátæktar sakir sloppið að mestu við að eiga hlutabréf eða peninga.

Bubbi er að minnsta kosti trúverðugari talsmaður en þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks og leiðarahöfundur Fréttablaðsins (sl. þriðjudag) sem kyrja nú að ekki eigi að leita sökudólga og reiði fólksins sé bara leiðindatuð. Eða Davíð kallinn sem talar nú drýgjindalega um að hann hafi nú vitað þetta allt saman lengi!

Kostulegast alls nú eru samt Glitnisdrengirnir sem hrópuðu upp bankarán, bankarán fyrir viku en ætla nú að lögsækja menn fyrir að framkvæma ekki sama bankarán!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Bubbi trúverðugur?  Bubbi er tækifærissinni sem hugsar ekki um neitt nema sjálfan sig.  Hann seldi sál sína til bankanna og nú sýpur hann seyðið af því.  Það hvarflar ekki að mér að rjúka niður á Austurvöll með honum!

Zora (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég finn ekki til samsömunar með Bubba né heldur þingmönnum ofannefndra flokka eða ríkisstjórn.

Hinn almenni maður hefur ekki haft svo ýkja miklu að tapa, þ.e. þeir okkar sem ekki urðu græðginni að bráð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 13:37

3 identicon

Ég heiti Guðrún, ég er í Al Econ=Alcoholic Economists eða sem sagt ein af þolendum útrásarfyllerísins og þarf að borga og borga og borga, dýrari mat, hærri afborganir af lánum, hærra bensínverð og það er bara toppurinn af ísjakanum, ég fór yfir söguna eins og hún blasir við mér á blogginu mínu, að vísu í mjög hráum dráttum en raunin er sú að við sem erum núna neydd til að kóa með og borga brúsann, við munum ekki gleyma hver startaði ballinu og ætlaði að taka með sér sætustu stelpuna. Við kóararnir þurfum að sameina styrk okkar, trú og vonir til að landa þjóðarskútunni, við þurfum eins og svo oft áður að styðja fyllibyttuna heim, þurrka upp eftir hana æluna og þvo fötin. Nema við hættum að Kóa

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:44

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sæll nafni.

Þú veist, að það sem Davíð er að segja er satt.

Þú hefur hlustað á hann vara við útrásarsnillingunum.

Miðbæjaríhaldið

man þá tíð, að Davíð varr úthrópaður fyrir það eitt að vara við krosstengslum í fjölmiðlum, varnaðarbjöllum samtímans..

Bjarni Kjartansson, 8.10.2008 kl. 14:41

5 Smámynd: Dunni

Þú veist það Bjarni að það er bannað að leita að sökudólgum og hvað þá að draga þá til ábyrgðar á Íslandi.  Annars staðar á Norðurlöndum er byrjað á því að fjarlægja sökudólgana til þess eins að byggja upp tiltrú og traust almennings á stofnunum sem ekki geta lifað án þess.

Davíð talaði um sjálfan sig forystumann í "slökkviliðinu" sem allt þóttist vita.  En hann er greinilega búin að gleyma því að hann sjálfur er eldspýtan sem brennuvargarnir notuðu til að tendra bálið.

Dunni, 8.10.2008 kl. 15:15

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bubbi speglar samtíman annsi vel. Hann eins og samfélagið allt erum nú komin a.m.k. 30 ár aftur í tíman.

Héðinn Björnsson, 8.10.2008 kl. 16:52

7 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég er sammála mörgum sem hafa svarað hér á blogginu, en ég er þó fyllilega sátt við það sem Bubbi er að gera.  Jú, hann tók þátt í sukkinu og öllu því sem hann bölsótaðist yfir áður fyrr og samdi svo frábæra texta um.  En ég held samt að hann sé að bregðast við  eins og hann kann, og fær líka fólk með sér. 

En ég get samt ekki séð hvernig hægt er að líkja Bubba við eyðslu bankastjóra og þá sem sögðust eiga bankana, hann var ekki að veðsetja Ísland í þágu eigin græðgi og veislu.  Okkur almúganum var aldrei boðið í bankaveislurnar en Bubbi bauð okkur í sína veislu, við skulum muna það. Við þurftum ekki að borga fyrir hana, en það lítur út fyrir að við fáum að borga þyrlurnar, sukkið og Elton Johnn, sem þessir stóru VÍKINGAR ÚTRÁSARINNAR buðu til.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 8.10.2008 kl. 18:54

8 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Mér finnst svolítið skrýtið þegar verið er að kenna núverandi þingmanni framsóknarflokksins um það hvernig komið fyrir landanum núna, Bjarni Harðarson kom inn á þing við síðustu kostningar og getur þar af leiðandi ekkert að þessu ástandi gert og það sama á við um nýja þingmenn annara flokka, enginn þeirra gat neitt gert, þótt gjarnan hefði viljað.  Árni Guðmundsson skrifar hér sannan hlut þegar hann segir framsóknarflokkurinn eigi sök á þessu til jafns við sjálfstæðisflokkinn og þar segir hann satt.  Þetta vitum við báðir, ég og Bjarni Harðar, enda báðir góðir og gegnir framsóknarmenn.  En að segja,hálfpartinn að, Bjarni eigi sök á þessu klúðri og þurfi að líta sér nær, það finnst mér ósanngjarnt.  En þannig líta þessi skrif hans Árna, hér að ofan, út fyrir mér. 

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 8.10.2008 kl. 18:59

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Spáir Kaupþingi falli

Spáir því að Kaupþing fari sömu leið og Glitnir og Landsbankinn

Spáir því að Kaupþing fari sömu leið og Glitnir og Landsbankinn

Miðvikudagur 8. október 2008 kl 18:02

Höfundur: (johannh@dv.is)

Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands býst við því að Kaupþing fari sömu leið og Glitnir og Landsbankinn og yrði yfirtekinn af ríkinu. Þetta sagði hann í viðtali í Sjónvarpinu fyrir stundu.

Gylfi sagði opinberlega fyrir síðustu helgi að í raun væru bankarnir og fjöldi fyrirtækja gjaldþrota. Við blasti að að gripið yrði til róttækra aðgerða um helgina (síðustu) sem fælu í sér í reynd að bönkunum yrði lokað og erlendar eignir þeirra seldar í kjölfarið.

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði í kjölfarið við Viðskiptablaðið að trúverðugleiki Háskóla Íslands væri farinn að nálgast gjaldþrot þegar Gylfi talaði um að fjármálakerfið væri komið í greiðsluþrot.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.10.2008 kl. 19:07

10 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Þeir geta reynt að klóra í bakkana þessir bankastjórar og reynt að nota smjörklípu aðferðinni eins og Dabbi.  Þeir gleyma bara því að þeir þurfa þá að beina athyglinni á aðra hluti en þá sjálfa ef hún á að virka.  Það sem mér finnst grátlegt við það, er að ég er trúr og tryggur SPM,  sem kaupþing keypti til að bjarga Sparisjóðnum.  Ég held að það sé varla hægt að fá betri þjónustu en hjá þeim í Sparisjóð Mýrarsýslu.  Minn þjónustufulltrúi hefur verið á við sálfræðing.

Og munum það sem Davíð Oddson sagði svo oft á meðan hann sat í ríkisstjórn: ÞAÐ ER GÓÐÆRI!!!!!!!!!!!

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 8.10.2008 kl. 19:14

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

08.10.2008
Þetta voru aðkomumenn
Þjóðin sjálf er landinu til skammar. Aðrar þjóðir Vesturlanda væru komnar út á götu til að heimta afsögn ráðherra, fjármálaeftirlits, bankastjóra. Ef aðrar þjóðir fengju sömu meðferð og viðskiptamenn Landsbankans fengu í gær, væru hafnar óeirðir. Ekki hér á Íslandi. Eins og ég hef sagt áður, þá eru Íslendingar upp til hópa þrælahyski, sem lætur valta yfir sig kruss og þvers. Grætur pínulítið í sjónvarp, en heldur síðan áfram að styðja ónýtt bananakerfi. Sem níðist á almenningi og hossar siðbrjótum. Dólgarnir verða endurkjörnir. Þeir segja eins og Akureyrarlöggan: Þetta voru aðkomumenn.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.10.2008 kl. 19:21

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...þetta er www.jonas.is

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.10.2008 kl. 19:21

13 Smámynd: Bjarni Harðarson

þetta er þrátt fyrir svolítið óheflað orðbragð einstaka manna góð umræða. jú nafni, ég er sammála þér, davíð hefur mikið til síns máls núna og hefur lengi haft en hann skapaði líka þessa umgjörð og ber ásamt fleirum þar mikla ábyrgð. nú kemur líka upp sem við nafni erum sammála um að fjórfrelsið í ees kemur okkur í koll, það var keyrt í gegn af davíð í andstöðu við okkur framsóknarmenn sem þá vorum undir forystu steingríms hermannssonar. þannig er það!

ég er líka dáldið sammála önnu að í blóðheitari löndum væri sjálfsagt búið að drepa einhvern en ég tel það nú þjóðinni frekar til lofs en lasts. bananakerfi,- tja, við eigum nú eftir að sjá kreppuna til enda áður en því verður slegið á föstu hvar í landi bavíanahátturinn hefur mestur verið...

enginn maður hefur gildisfallið eins mikið fyrir mér síðustu daga og sá góði háskólalektor sem notar forspárgáfu sína til að spá fyrir um gjaldþrot banka. þetta sama gátu allir sagt og veðjað á að hafa rétt fyrir sér - en flestir og þar með við allir stjórnarandstöðuþingmenn - sýnum þá háttvisi að hrinda engum framaf brúninni sem á kannski von, því í voninni um líf kaupþings liggur sparifé margra.

Bjarni Harðarson, 8.10.2008 kl. 19:42

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hihihi.....Bjarni, það er gott að þú sjair í gegnum "kommentin" mín,...en ég vil Íslandi allt og skil ekki núna hvar ábyrgðin liggur?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.10.2008 kl. 20:00

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...vil bæta við þessa umræðu...

Ég er alin upp í að treysta rússum ekki (enda kom pabbi til Íslands 1959, sem pólitískur flóttamaður frá kommúnistaríki). Kannski eru varnaðarorð mín því uppeldi lituð?...en “ég treysti ekki rússum (flott menningarþjóð) til að lána án skuldbindinga! Það er ekki í rússneskri þjóðarsál!

Ég treysti Norðmönnum frekar (kannski ekki án skuldbindinga?) en þar er lýðræði fólksins og velferðarkerfi (sem var ekki 1257).
Við erum jú Norðmenn, sem fluttu til Íslands!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.10.2008 kl. 20:07

16 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Auðvitað er leiðinlegt að bubbi hafi tapað aleigunni og óska ég honum alls hins besta. Ég tel hann geta vel lifað á því að vera tónlistarmaður ef hann fer að spila svo ég held að hann verði ekki í neinum vandræðum. 

Hitt er

Hann neitaði að hann hafi nokkurn tíman verið vinnstri maður sem mér þykir mein fyndið. Það er nú allt í lagi að skipta um skoðanir en að neita uppruna sínum er hálf hlálegt. . Lög eins og Hirosima (þið munuð öll deja) og Ísbjarnablús var þá ekki politískur áróður gegn kapitalisma og ég misskildi hann algjörlega. 

Hann sagði sjálfur um daginn að hann væri SJÁLFSTÆÐISMAÐUR í viðtali við DV og þrætti fyrir að mæti lesa svona skýringar úr textum hans.. 

og svo fer hann að ásaka fólk um öfund sem furðar sig yfir honum ???

KOMON... þetta er bara brandari.  

Brynjar Jóhannsson, 8.10.2008 kl. 20:45

17 identicon

Jæja, Bjarni minn. Gott er það að reyna að forða Framsóknarmönnum frá þessu, þeir eig nú hlut að máli, þeir sátu jú í síðustu ríkisstjórn og þar á undan og þar á undan og svo framvegis.

Gaman væri að byrja á því að loka gatinu á þjóðarskútunni áður en hún fer á hliðina, en gleymið því ekki, að á meðan hafa sökudólgarnir færi á að bora annað á meðan. Þá verður því að láta ganga plankann ÁÐUR en viðgerðir á gatinu hefjast.

Það er gersamlega forkastanlegt að bankastjórunum sé boðið að halda starfi sínu. Það á sér engar stoðir í raunveruleikanum. Að mennirnir sem settu kerfið á koppinn fái að mata það áfram.

En svo að Davíð. Stjórnmálamenn eiga ekki að stjórna í seðlabankanum frekar en að fljúga farþegaflugvélum. Það endar með ósköpum. Ef að Davíð var svo mikill spámaður í SÍNU föðurlandi að sjá að allt væri að fara á versta veg fyrir þónokkru síðan (eins og hann básúnar í Kastljósi 7/10) hví leyfði hann ekki stjórnum bankana að flytja þá úr landi? Þá væru þeir vandi annara landa núna. (Mikil einföldun, ég veit)

Svo er verið að reyna að kenna þjóðinni um þetta allt saman. Bjarni, þjóðin á ykkur þingmennina. Það er ekki flókið.  Nú hefjastnýjir tímar og það er heimting þjóðarinnar að þeir sem sáu til þess að svona fór víki úr embætti og það ekki seinna en strax. Ég sé fyrir mér 64  sendiherra Íslands í Síberí og það á ágætislaunum. Það væri fín fjárfesting að hafa þá þar. (til að taka af allan vafa þá er ég að tala um þingmenn vor, sem virðast hafa sofið á verðinum og klína svo sökinni á þá sem nýttu sér það að ríkið hafði ENGIN afskipti af því sem fram fór í fjármálafjósum landsins og elskulegan seðlabankastjóra, Davíð Oddsson) Það er kominn tími fyrir eitthvað annað en þetta helvítis eiginhagsmunapot í pólítík. Hagsmunir hinna mörgu skulu vera mikilvægari en hinna fáu. Þjóðin á það skilið eftir svona hörmungar að hún fái stjórnmálamenn sem hugsa um hag hennar. Afhverju í heitasta helvíti er ekki búið að taka þetta eftirlauna frumvarp ykkar og bomba því aftur til fornaldar? 

Nei, skilaboð þingmannna, stjórnar jafnt sem stjórnarandstöðu, er sú að þið séuð yfir sauðsvartan almúgan hafinn og þurfið bara að vinna 8 mánuði á ári og eigið svo að fá margföld árslaun okkar lúsugu verkamanna í eftirlaun, meðan lífeyrissjóðir okkar skítugu mega borga fyrir mistökin sem fyrrverandi stjórnir hafa gert

ER ÞAÐ SANNGJARNT?

Diesel (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:53

18 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skemmtilega orðað og hittir algjörlega í mark:

"""Þú veist það Bjarni að það er bannað að leita að sökudólgum og hvað þá að draga þá til ábyrgðar á Íslandi.  Annars staðar á Norðurlöndum er byrjað á því að fjarlægja sökudólgana til þess eins að byggja upp tiltrú og traust almennings á stofnunum sem ekki geta lifað án þess.

Davíð talaði um sjálfan sig forystumann í "slökkviliðinu" sem allt þóttist vita.  En hann er greinilega búin að gleyma því að hann sjálfur er eldspýtan sem brennuvargarnir notuðu til að tendra bálið.

Dunni, 8.10.2008 kl. 15:15"""

Baldur Fjölnisson, 8.10.2008 kl. 21:24

19 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er full seint að ætla að byrja að ausa með botnlausri fötu þegar siglutréð er við það að hverfa undir sjávarborðið. Gjaldmiðillinn er núna algjörlega hruninn, bankarnir eru farnir á hausinn og ríkissjóður var í raun þegar gjaldþrota fyrir nokkrum misserum eftir að hafa dulið risavaxinn hallarekstur með sölu ríkiseigna. Þetta var sýndarefnahagskerfi sem var dæmt til að hrynja og framsókn ber í sjálfu sér fulla ábyrgð á því og afleiðingunum.

Baldur Fjölnisson, 8.10.2008 kl. 21:33

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég held að það væri rosa fjarfesting að hafa alla eftirlaunaþingmenn og seðlabankastjóra (3) í SÍberíu!...þeir væru ekki í fangelsi fyrir glæði sína og við (þjóðin) værum LAUS VIÐ ÞÁ

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.10.2008 kl. 21:36

21 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ef þú ert með efnahagskerfi í gangi sem að miklum hluta byggist á skuldasöfnun til eyðslu (vinnumarkaðurinn byggist að miklu leyti á eyðslu og skuldasöfnun annarra) þá hlýturðu sem stjórnmálamaður/seðlabankastjóri annað hvort að trúa á eilífðarvélar eða hafa aldrei frétt að allar j-kúrfur hrynja á endanum.

Baldur Fjölnisson, 8.10.2008 kl. 21:42

22 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

glæpi

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.10.2008 kl. 21:46

23 Smámynd: Baldur Fjölnisson

 Þú þarft nú líklega ekki að vera með pungapróf í lögfræði til að skilja þetta. Ef þú safnar stöðugt skuldum til að halda uppi eyðslu í hagkerfi sem byggist á nákvæmlega því að stórum hluta nú þá tryggir kerfið sjálft að þú getur aldrei borgað allar skuldirnar og þegar nógu margir hafa skilið það þá augljóslega hrynur þetta vonlausa kerfi. Það er bara spurning um tíma.  Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 8.10.2008 kl. 21:51

24 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll ágæti Bjarni.

Þú ert skemmtilegur penni og vafalaust einnig maður. Einhvernvegin hef ég alltaf haft það á tilfinningunni.

Þú ert t.d. þingmaður sem treystir þér til að gefa fólki kost á að koma með athugasemdir á bloggið þitt og það eitt er gott og skemmtilegt.

Ekki það að ég skilji það ekki að slíkt geti oft reynst erfitt fyrir menn í þeirri stöðu og auðvitað er þar um að kenna bjálfum sem kunna engin mörk en ég virði þetta sannarlega við þig.

Ég er hinsvegar ekki sammála þessum skrifum þínum hér að ofan um Bubba Morthens, hann hefur lagt sitt af mörkum þrátt fyrir að hafa farið í gamblið. Margir gamblarar hafa ekkert lagt af mörkum.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 8.10.2008 kl. 22:05

25 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Núna eiga frekari lántökur að forða óhjákvæmilegu hruni þessarrar dauðadæmdu j-kúrfu sem ég lýsti að ofan. Þannig flýr þessi della úr einu virkinu í það næsta og hefur gert og alltaf hefur hún stefnt að því að hámarka skaðann. Það liggur alveg á borðinu. Lygar og blekkingar leiða ávallt til bölvunar, Raðlygarar eru stórhættulegir og valda því meiri skaða sem þeir eru háttsettari. Sækóar stefna að því að fresta skaðanum í lengstu lög hvað þá sjálfa varðar og velta honum síðan yfir á aðra. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 8.10.2008 kl. 22:25

26 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Úr því sem komið er þurfum við að reyna að ná því sem hægt er út úr þessum ruglustrumpum sem hafa sett þjóðfélag okkar á hausinn og legg ég því til að þeir verði krúnurakaðir, settar á þær þokkalegar hárkollur og varalitur og reynt að hala inn á þá 10-20 evrur á meðan þeir endast. Í guðs friði amen.

Baldur Fjölnisson, 8.10.2008 kl. 22:36

27 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ath. að ég er ekkert sérstaklega að krítísera Bjarna Harðar hérna (afsakið að ég ræði viðstaddan í þriðju persónu) á blogginu hans, nema síður væri. Maðurinn er með bóksölu, sem sterklega bendir til þess að hann sé læs, sem er eiginleiki sem virðist hafa verið í stöðugu undanhaldi meðal þess sem peningar og auglýsingaruslpóstur hafa logið inn á okkur.

Baldur Fjölnisson, 8.10.2008 kl. 22:48

28 identicon

"Maðurinn er með bóksölu, sem sterklega bendir til þess að hann sé læs, sem er eiginleiki sem virðist hafa verið í stöðugu undanhaldi meðal þess sem peningar og auglýsingaruslpóstur hafa logið inn á okkur."

 Þetta er svo satt. Bjarni er fínn kall. Yfirleitt algerlega óvitlaus og einn af fáum stjórnmálamönnum sem áttar sig á að hann er þjónn þjóðarinnar en ekki þjóðin þrælar hans.

 Hér er lítil mynd sem ég bjó til, aðeins til gamans (eða öllu heldur á þessari slóð)

Diesel (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 23:32

30 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hvernig stendur á því að fólk lepur upp vitleysuna úr Davíð gagnrýnislaust? Bjarni. Þú segir t.d. að hann hafi nokkuð til síns máls núna. Hvað meinarðu með því?

Í stað þess að trúa öllu sem Davíð segir gæti verið skynsamlegt að hugsa aðeins til baka. Jafnvel þó Pétur Blöndal leggi blátt bann við því.

Davíð Oddsson 2004:

Banks are now more capable of backing Icelandic business and have been expanding overseas on a growing scale. This is a very positive development which shows beyond all doubt the enormous force unleashed when the state entrusts individuals with freedom of action.

Sami Davíð ári síðar:

“Á undanförnum árum hafa verið stigin markviss skref til að leysa íslenskt atvinnulíf úr fjötrum hafta og ríkisafskipta. Skattar hafa verið lækkaðir og framlög til rannsókna og þróunar aukin, sem hefur leitt til hærra menntunarstigs þjóðarinnar. Í alþjóðlegum samanburði er reglulega frá því greint að Ísland sé í fremstu röð ríkja varðandi ákjósanlegt viðskiptaumhverfi. Það er fagnaðarefni.

Öflugir lífeyrissjóðir og einkavæðing bankanna ásamt auknu viðskiptafrelsi hafa skapað svigrúm til útrásar íslensks atvinnulífs. Reistar hafa verið traustar stoðir undir sjávarútveginn. Með kvótakerfinu er fiskur veiddur og seldur samkvæmt framboði og eftirspurn á mörkuðum. Það leiðir til aukins aflaverðmætis. Áhrif samdráttar í afla eru því minni en áður, þar sem stöðugleiki hefur tekið við af ringulreið.

Allir þessir þættir og reyndar mun fleiri hafa átt ríkan þátt í að skapa grundvöll íslenskrar útrásar. Framleiðni hefur aukist og fjölbreyttari störf orðið til í landinu svo sem á hugbúnaðarsviðinu, í lyfjageiranum, á fjármálamarkaðnum, í líftækni og svo mætti áfram telja. Á sama tíma er atvinnuleysi með því minnsta sem þekkist. Sókn íslenskra fyrirtækja erlendis byggir því á traustum grunni og aðstæður þeirra hérlendis eru með þeim bestu í heiminum.”

http://www.althingi.is/raeda/131/rad20050429T103643.html

Heimir Eyvindarson, 9.10.2008 kl. 12:28

31 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég verð að viðurkenna að mér finnst líka hér vera komin sagan úr Animal Farm eftir George Orwell.  ALLIR ERU JAFNIR, EN SUMIR ERU JAFNARI EN AÐRIR

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 9.10.2008 kl. 13:23

32 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Orwell vissi nokk hvað hann var að skrifa og var að vara okkur við...til lítils þegar upp er staðið.

Georg P Sveinbjörnsson, 9.10.2008 kl. 13:26

33 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, ég er sammála því að þú, Bjarni, ert ábyggilelga ágætur maður og þú hefur margt til þíns máls.  Þú ert sá sem lætur mig hafa einhverja trú á Framsóknarflokknum, því hún hvarf algerlega þegar Sjálfstæðis-framsóknarflokkurinn var til starfa.  Þá hélt fólk (trúi ég ) að það hafi verið að kjósa tvo flokka til starfa en fékk þenna samsuðu flokk sem var undir stjórn Davíðs Oddsonar.  Því er ekki að neita og því miður hefur Davíð ennþá allt of mikil völd. 

Ég er sammála þeim sem sagði hér, að það á ekki að ráða stjórnmálamann í bankastórn í Seðlabanka Íslands.  Þetta hefur verið risna sem stjórnmálamenn hafa getað gengið í eins og það sé sjálfsagt eftir að þeirra þingmennsku líkur.  Það á bara ekki að eiga sér stað. 

Eins finnst mér gaman að stjórnmálamaður eins og þú, gefir kost á því að fólk segi skoðanir sínar, án þess að taka þeim of persónulega.  Við almúginn í landinu erum lesandi og skrifandi og við eigum ekki að láta kúga okkur hér, en þetta er líka mjög dæmigert fyrir okkur Íslendinga að sitja hver í sínu horni og hvarta og kveina og gerum ekkert meira í málunum en það. 

Bubbi hefur það sér til málsvarnar, hann fór niður á Austurvöll til að mótæla.  ÉG t.d. sit hér heima hjá mér, nöldrandi á bloggi.  ÉG held að öllum sem skiptir máli í þessu klúðri, sé alveg sama.  Davíð, Geir, Björgvin, og allir þeir sem sukkuðu með peningana okkar og öllum hinum sem ég get ekki talið upp. En ég verð þó að segja að mér líður bara ágætlega nöldrandi hér heima, ég er bara fegin að ég hef ekkert að missa nema húsnæði.  Ég á ekkert af pening sem ég lagði í kaup á verðbréfum eða fjárfesti í einhverjum bankanum. 

En allir þeir sem eru að tapa aleigu sinni í þessu bulli og klúðri (sem ég vil meina að sé sök ráðamanna) fá mína samúð.  Ég get ekki sett mig í spor þeirra. Eða öryrkja eða fullorðins fólks sem er að missa vinnuna og allt sem það hefur lagt fyrir til ellinnar.  Þetta er sorglegt, saklausi almúginn sem átti eitthvað svolítið til að nurla saman til að reyna að spara sitt.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 9.10.2008 kl. 13:51

34 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Það er nú alveg satt hjá þér Georg.  Við vorum látin lesa þessa bók í F.B. í gamladaga og rithöfundurinn var að reyna að sýna okkur hvernig allir spillast þegar þeir komast í stjórnunarstöður.  Menn verða yfir aðra hafnir og breitast hreinlega í svín. 

Við menn kunnum ekki að sýna samhug í verki og lýðræði, það er sama hver "sauðurinn" er, allir breitast í svín við að komast í svona mikil völd. 

Í barnaskap mínum, treysti ég á Björgvin S. og Ingibjörgu S. til að redda því sem redda þurfti.  Og hvað kom á daginn??? Ingibjörg var mjög umhugað að koma sér til útlanda til að við, sæjum hversu góður utanríkisráðherra hún væri. 

Okkar ráðamenn, Geir H. Haarde, Ingibjörg og fl. í ráðherra stöðu, sögðu okkur að við þyrftum að spara þar sem krónan væri að veikjast og erfiðleikar væru framundan.  Hvað gera þau? Þau fara í marg umrædda ferð á dýrasta farrými og gagnrýna það að þau séu gagnrýnd fyrir það.

Við eigum að spara, en ríkistjórin getur mulið undir hvert annað.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 9.10.2008 kl. 14:00

35 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ekki gleyma kaeri Bjarni Hardarson ad framsokn var HINN FLOKKURINN til margra ara i sidustu rikisstjorn...Nuna erud tid i stjornarandstodu og ganrynid rikisstjornina, af hverju gerdu framsoknarmenn EKKERT til ad vekja athygli a verdandi fjarmalakreppu. Nuna er eg i Thailandi [nykomin tangad] og get ekki ordid mer uti um gjaldeyri, allt er lokad.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.10.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband