Þegar allir lofuðu Icesave

Viðtal Kompáss við Björgólf Thor var athyglisvert og einkanlega fyrir það sama og öll hin viðtölin við forystumenn stórfyrirtækjanna í landinu, Björgólf eldri í Mogganum, Jón Ásgeir í Silfrinu og Sigurjón Landsbankastjóra í fréttunum í kvöld.

Enginn gerði sér fyllilega grein fyrir hvað var að gerast - enginn þekkti lagaumhverfi ábyrgðanna til hlítar. Við, ekki bara Íslendingar með sinn EES-samning, heldur nær allir Evrópubúar, bjuggu við endileysu í svokölluðu fjórfrelsi þar sem enginn vissi um takmörkin í flæði fjarmagns og fyrirtækja að ekkert eftirlit kom raunar að nokkru haldi.

Raunarlegast er að hlusta á þann söng að eftirlitið hefði þurft að vera betra. Aðalatriðið er að sjálfsögðu að búa til lagaumhverfi þar sem það er á hreinu að enginn Jón Ásgeirinn gangi um með tékkhefti sem þjóðin öll ber ábyrgð á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það að auðmennirnir biðji um eftirlit með starfsemi sinni væri eins og að þú myndir hringja í lögregluna og biðja um aukið umferðareftirlit til að tryggja að þú keyrðir örugglega á löglegum hraða heim á Selfoss.

Sennilegt? Ég held ekki.

Haukur Nikulásson, 28.10.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Síðan sagðist BTB hafa lent í lánsfjárkreppu 2006 þó var hans HYSKI áfram einsog fílar í postulínsverslun.

Eiríkur Harðarson, 28.10.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sammála þessu.

Sólveig Hannesdóttir, 28.10.2008 kl. 17:21

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ekki ætlarðu í alvöru að kenna EES um það hvernig fyrir okkur er komið???

Heimir Eyvindarson, 28.10.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

það er ekki bara hægt að eiga heiðurinn heimir minn. talsmenn ees hafa lengið gumað af því að útrásin og margt fleira nammigott sé samningnum að þakka en það er alveg ljóst að í lagaumhverfi ees voru ákvæði sem takmörkuðu völd fjármálaeftirlits t.d. til að stöðva icesave og þar voru líka ákvæði sem bönnuðu okkur að takmarka samþjöppun í eignarhaldi banka og annarra fyrirtækja. meira síðar en þakka umræðuna

Bjarni Harðarson, 28.10.2008 kl. 18:55

6 identicon

Merkilegt hvað Framsóknarmenn eru nú fljótir að benda eitthvað út í loftið og kenna öðrum um ófarirnar sem íslenska hagkerfið er komið í.  Þegar litið er til þess að Framsókn sat í ríkistjórn lengst af því tímabili sem útrásarvíkingarnir riðu um og tóku vel undir útrásársönginn vinsæla.  Svo ekki minnst á einkavinavæðinguna og þátt Framsóknar í henni....

Afturbatinn (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 18:55

7 Smámynd: Sigurður Jónsson

Því var nú ekki aldeilis vel tekið þegar setja átti lög um eignarhald á fjölmiðlunum. Mikill meirihluti þjóðarinnar stóð með þeim sem "áttu" Ísland.

Sigurður Jónsson, 28.10.2008 kl. 23:47

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já það er nú skrítið afhverju Noregur er ekki kominn á hausinn ef kenna megi EES samningnum fyrir þetta þjóðarklúður okkar.

Jón Gunnar Bjarkan, 29.10.2008 kl. 10:23

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér finnst athyglisvert það sem Árni segir:

 það er þjóðarnauðsyn að minnka áhrif misviturra stjórnmálamanna

Þetta er okkar megin-vandamál og það sem ég hef nefnt "stjórnunar-vandi Íslendsk þjóðfélags".

Það hefur verið sagt að sérhver þjóð hljóti þau stjórnvöld sem hún á skilið, en ég vil ekki skrifa undir það. Kosningakerfið þarf að vera í lagi og vitund almennings vakandi um hvers konar fólk er líklegt til að skila heiðarlegu verki og skynsamlegum gjörðum.

Flokks-veldið sem hér ríkir, veldur því að kosningakerfið er mein-gallað. Einnig verður þjóðin að hætta að gapa í forundran yfir málsnilld klækja-fræðinganna (lögfræðinganna). Við þurfum að koma á einhverju formi tækni-veldis.

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/679754/

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2008 kl. 11:47

10 Smámynd: Bjarni Harðarson

þetta er eins og fyrr góð umræða og góður punktur með Noreg. Tilfellið er að á Íslandi og Noregi er nokkur stærðarmunur - þeir eru næstum fimmtán sinnum fleiri - en líka í gerðinni miklu varfærnara fólk. en það er ekki af engu sem minnstu ríki evrópu hafa fæst verið aðilar að esb eða ees. nú er ég nokkuð klár á að noregur mun standa flest af sér en það sama verður ekki sagt um lönd eins og ítalíu, írland og hið stóra þýskaland sem eru raunar öll miklu verr stödd skulda og eignalega en ísland en ná sem betur fer að standa lengur í krafti stærðar...

Bjarni Harðarson, 29.10.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband