Þjóðarmorð á ábyrgð Vesturlanda

Palestina_minnkun
 

Félagið Ísland Palestína boðar til fundar í Iðnó klukkan 16 í dag og full ástæða til að hvetja alla sem heimangengt eiga að mæta. Meðal ræðumanna er aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Sjálfur er ég ekki í þeim hópi að komast - er bundinn við bókabúðina hér á Selfossi en ákvað að leggja málinu lið með smá bloggi. Komst reyndar á Palestínufund í Reykjavík á  næstsíðasta degi ársins og birti hér eina mynd sem Egill Bjarnason tók á þeim fundi og aðra sem sýnir þróunina á svæðinu frá stofnun Ísraelsríki 1947. Fyrsta kortið sýnir skiptingu Sameinuðu þjóðanna árið 1947, næsta eins og ástandið eins og það var t.d. 1982 og þær seinni tvær þróun síðustu ára með auknum landnemabyggðum ísraela og múrbyggingu umhverfis gettó Palestínumanna.

Sjálfur kynntist ég þessu svæði vel fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan þegar ég bjó í Palestínu og Ísrael í hálft ár. Þá var að vonum talað um aðstæður Palestínumanna sem óásættanlegar og hörmulegar sem þær vissulega voru og heimsbyggðin öll sammála um að eitthvað þyrfti að gera til þess að þjóð þessi ætti möguleika á mannsæmandi lífi. Síðan þá hafa aðstæður bara versnað og versnað mjög mjög mikið. Kortið hér að ofan sýnir það og fréttir dagsins í dag fjöldamorðum ísraelska hersins á íbúum Gaza eru staðfesting á því sama. frid_i_palestinu

Allt er þetta þyngra en tárum taki því við erum að tala um raunveruleg mannslíf, kynslóðir sem koma og fara án þess að sjá nokkurn tíma út úr augum með niðurlægingu, eymd og kúgun. Og allt gerist þetta með velþóknun Vesturlanda, einkanlega Bandaríkjanna. Við Íslendingar höfum lengst af fylgt þeirra stefnu dyggilega og verið með dyggustu bandamönnum Ísraelsmanna. Þessvegna höfum við líka ríkar skyldur og ábyrgð gagnvart ástandinu og þá ábyrgð öxlum við ekki nú nema ganga fram og slíta tafarlaust stjórnmálasambandi við land sem ástundar nú fjöldamorð á almennum borgurum á Gazaströnd.

Palestínufarinn sonur minn birti annars sl. mánudag ágætis dæmisögu um ástandið í Morgunblaðinu sem lesa má hér, http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/767490/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að slíta stjórnmálasambandi þá er það nú!

Það er ekkert sem réttlætir þessi fjöldamorð. Ekkert!! 

Hrönn Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 11:06

2 identicon

Guð hjálpi þeim sem vinna slík varverk. Skuldadagar koma - það mun vera mögmál - þótt lengi megi stundum þeirra bíða

En engin orð á ég yfir tilfinningar mínar vegna þjáninga íbúa Gaza svæðisins. Nei... orðið "þjáning" nær þessu ekki heldur.

Helga Ág.

Helga ágústsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 11:09

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Tek undir með Hrönn, slítum stjórnmálasambandi við þessa mroðingja.  

Óskar Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 11:17

4 identicon

Það er hörmulegt hve undirgefnir Íslendingar hafa verið Bandaríkjunum, enda stólað á herstöðina hér sem verndara fyrir vondum mönnum.

Þegar ég aldist upp voru allir vondu mennirnir í Rússlandi og nú eru það hryðjuverkamennirnir, hinir ósýnilegu.  Allt til að halda stríðsmaskínunni gangandi.

Íslendingar hafa nú í áratugi kysst hönd og vönd Stóra bróður - Bandaríkjamanna og það er ekkert lát á - eða hvað ?

Helförin í GAZA núna sýnir hið rétta andlit níðinganna, Ísraela sem af  fullkomnur hatri og ofsa hafa nú ákveðið að veita þessari smáþjóð náðarhöggið. 

Bandaríkin með framlögum sínum styðja þetta í dag. Og eins og þú bendir á höfum við Íslendingar fylgt fast á eftir.

Það vantar ekki hátíðarsamkomurnar og lofgjörðina hér - en lítið er um efndir þegar á reynir - eins og sjá má þegar óstarfhæf ríkisstjórn er kölluð til ábyrgðar.  Hún er engin frekar en fyrri daginn.

Þetta er ekki aðeins til háborinnar skammar fyrir okkur heldur með öllu óþolandi.  Við erum aðilar að alþjóðlegu mannréttindastarfi og þetta verður ekki liðið.

Íslenska ríkisstjórnin á núna einn kost og það er að  slíta stjórnmálasambandi við Ísraela. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 11:50

5 identicon

Já Hákon - og engan annan- viljum við ekki ódrengir heita og undirlægjur afla, sem Guð gefi að við skiljum ekki - og aldrei.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 14:02

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

þó að Ísrael og Palestína séu nálægt okkur þá er þetta mál þrátt fyrir þessar hörmungar, smá mál miðað við það sem við viljum ekki tala um annarstaðar í heiminum.

Darfur er annað slagið í fréttum, svona aðalega þegar lítið er um aðrar fréttir. síðan er kongó á barmi þjóðhreinsana á sama stigi og var í Rúanda. 

Fannar frá Rifi, 10.1.2009 kl. 18:13

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já Fannar.. sláum ryki í augun á fólki og dreypum málinu á dreif.. týpískt  Málefni dagsins er Gaza.. afhverju ? jú ísrael telst til evrópuþjóða.. sem er gersamlega óskiljanlegt.. þess vegna ræðum við um Gaza en dreifum ekki athyglinni út um allar koppagrundir eins og hægri mönnum er tamt þegar eitthvað óþægilegt blasir við þeim ! 

Óskar Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 18:26

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

Óskar. ertu semsagt að segja að líf Palestínu manna sé meira virði heldur en líf íbúa í Darfúr eða Kongóbúa? Að þeir séu mikilvægari og það sé meir um vert að fjalla um málefni Palestínu heldur en Darfúr eða Kongó?

Mér finnst þetta bara vera hræsni að tala um eitthvað eitt og standa svo alveg á sama um hrikalegar hörmungar sem eiga sér stað annarstaðar. hörmungar sem eru margfalt verri heldur en þær sem hér um ræðir. þó er ástandið í Palestínu hræðilegt. 

Að slá þessu upp í eitthvað hægri/vinstri pólitík er hálf kjánalegt. ef svo er þá ætti ég að rifja upp vinstri mennina sem slátruðu þjóðum sínum og sendu þær aftur á steinöld. þetta er ekki hægr eða vinstri. þetta er spurning um það hvort að við teljum að íbúar við botn miðjarðarhafs séu mikilvægar og merkilegri heldur íbúar í öðrum ríkjum. 

Fannar frá Rifi, 10.1.2009 kl. 18:54

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það ætti í það minnsta að slíta öll viðskiptatengsl við Ísrael ef ráðamönnum finnst vont að slíta stjórnmálatengsl.

Það var alveg smekkfullt í Iðnó og fundurinn bæði fróðlegur og einlægur.  Ástandið er ólíðandi og nýjustu fréttir eru þær að enn munu þeir fara fram af meiri hörku. Eru að senda dreifibréf um að þriðja stig slátrunarinnar hefjist í nótt.

Birgitta Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 18:57

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já Fannar.. sláum ryki í augun á fólki og dreypum málinu á dreif.

Hvað nákvæmlega skildiru ekki hérna Fannar ???  

Óskar Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 19:14

11 Smámynd: Bjarni Harðarson

Fannar, ég veit ekki til þess að þjóðarmorð í Darfur sé á nokkurn hátt stutt af Íslendingum eða vestrænum stjórnvöldum yfirleitt. Og það hefur verið reynt að koma í veg fyrir þau og mætti svo sannarlega gera betur. En ábyrgðin þar er ekki okkar. Aftur á móti fer Ísraelsstjórn sínu fram vegna orða manna eins og Obama, Þorgerðar Katrínar og grínlaust, Fannars frá Rifi. Ef almenningsálitið væri skeleggra hér á Vesturlöndum er mér til efs að ráðamenn kæmust upp með jafn mikla þjónkun við Ísraela og vinalausir gætu þeir aldrei hagað sér eins og þeir gera. Ástandið er nú orðið margfalt verra en það var í S-Afríku en það var einmitt þrýstingur Vesturlanda sem að lokum braut aðskilnaðarstefnuna þar á bak aftur!

Bjarni Harðarson, 10.1.2009 kl. 20:41

12 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég er ekki að segja að við eigum að segja að allt sé í góðu í Palestínu og framferði Ísraela eða Hamas sé í góðu. Heldur að ef við ætlum að fordæma og beita okkur gegn slíkum voðaverkum, þá verðum við að gera það allstaðar.

Varðandi Ísrael þá er bara eitt ríki sem skiptir máli í þessari deilu. Það eru Bandaríkin. Á meðan Bandaríkinn beita sér fyrir Ísrael þá mun ekkert breytast. Þannig að ef það á að koma einhver alþjóðlegur þrýstingur þá verður hann að vera á Bandaríkinn. Og meðan Bandaríkin eru stærsta efnahagsveldi heims og að Evrópuríkin og Evrópusambandið allt byggir von og framtíð sína á Bandarískum markaði, þá munu þau aldrei beita sér gegn þeim, né Ísrael nema með einhverjum nokkrum orðum í vel völdum kokteilpartýum. 

það væri reyndar með mjög auðveldum hætti hægt að sniðganga vörur frá ríkjum sem brjóta mannréttindi gróflega. Einföld lagasettning um að upprunar-/framleiðsluland á öllum vörum sé merkt á henni. þá geta allir neytendur gert sér grein fyrir því hvað þeir séu að kaupa og hvaðan sú vara kemur. Þarf kannski betri útfærslu en svona væri hægt að setja de-facto viðskipta bann á viðkomandi ríki.

Fannar frá Rifi, 10.1.2009 kl. 21:26

13 identicon

Þetta ástand er ömurleg pattstaða.  Ef Bandaríkin mundu taka Ísrael út af sakramentinu og staða Ísraels veiktist verulega í kjölfarið þá yrði ástandið fyrst hættulegt.  Veik staða Ísraels myndi þýða aukna hörku af þeirra hálfu og styrjaldarátaka sem hætta er á að myndi enda með beitingu kjarnorkuvopna.

Ísrael skákar að mínu mati sífellt meira í þessu skjóli og fara því miður fram með óréttlætanlegu offorsi.  Aukinn þrýstingur erlendis frá er nauðsynlegur og ef Ísland væri ekki orðið illa þefjandi spillingarfen þá væri ég verulega hlynntur sterku frumkvæði okkar í þessu máli.

marco (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 13:31

14 identicon

Það mun kannski koma ykkur á óvart, en í hvert skifti sem þið kaupið ákveðnar vörur úti í búð þá stiðjið þið (kannski ekki beint en allavega óbeint) þessi þjóðarmorð á palistínumönnum. Tökum td. cheerios pakkann sem þið kaupið, hafið þið spáð í því hvað þetta littla "U" innaní hringnum neðst vinstrameginn á framhlið pakkningarinar þíðir? Eða td. "K" innan í hringnum á td. hunt´s tómatsósuni. Þetta eru tvö af mörgum merkjum sem tákna "Kosher"skattinn. Skattur sem er greiddur er af framleiðanda vörunnar ,til gyðinga. "U" fyrir ameríkumarkað og "K" fyrir evrópumarkað. Hann rennur kannski  ekki til þjóðarmorða á palistínumönnum en hann fríjar öruglega ansi mikið annað fjármagn sem gerur runnið þá leiðina. Og það er ansi mikið af vörum merkt svona. Núna tala ég bara fyrir mig, en af hverju ætti ég að borga svona skatt? Ég segi nei takk og versla ekki vöru merkta svona merki.

Alexander (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband