Endurreisn lýðveldisins

Má til með að benda öllum á að hlusta á viðtal Egils Helgasonar við Njörð P. Njarðvík í Silfrinu. Þar leggur Njörður til að Íslendingar stofni nýtt lýðveldi með nýju kosningakerfi þar sem flokksveldið í landinu verði brotið á bak aftur.

Það má velta fyrir sér útfærslunni. Njörður er með eina, Ragnar nágranni minn Böðvarsson aðra, Egill Jóhannsson enn aðra og jafnvel Ómar Ragnarsson á eina sýn á þessa hluti en allir eiga þeir sammerkt með stórum hluta þjóðarinnar að sjá að endurreisa verða Alþingi, vald þess og stöðu gagnvart framkvæmdavaldinu...

Persónulegasta finnt mér Ragnar Böðvarsson benda hér á einföldustu og skilvirkustu leiðina en tel að samhliða mætti skoða alhliða endurskoðun stjórnarskrárinnar og þar með endurreisn lýðveldisins...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að útfærsla Egils Jóhannssonar sé líklegust til að hafa áhrif. Það er óskhyggja að búast við því að eitthvað verði til þess að innan nústarfandi stjórnmálaflokka myndist sátt um að gjörbylta kosningakerfinu í þá átt að draga úr flokksræði. Nógu langan tíma hefur það tekið að leiðrétta eftirlaunaógeðið sem allir utan atvinnustjórnmálastéttarinnar eru á móti. Þess vegna þurfa skynsamir Íslendingar að leggja ESB, stóriðju, kvótakerfi og önnur stór mál til hliðar um stund og fókusa á það eitt að ná fram breytingum á stjórnkerfinu í átt til lýðræðis og gagnsæis. Sjálfseyðandi eins-máls framboð er best til þess fallið að ná fram þessu markmiði.

Bjarki (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:32

2 identicon

Hugmyndir Ragnars hafa verið margskoðaðar af stjórnarskrárnefnd án þess að samkomulag hafi náðst. Var/er Jón Kr. ekki formaður nefndarinnar? Hugmyndir Ragnars vísa til þýska- jafnvel írska kosningakerfis.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:00

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Hvað sem það er, þarf að gera eitthvað og eru þessar hugmyndir byrjun. Hugsunin er byrjun á framkvæmd og umræður og vangaveltur um hvað henti okkur Íslendingum ætti að fara fram af þeim sem það vald hafa. Ég er nokkuð viss um að allir Íslendingar vilja halda í sjálfstæðið eins lengi og kostur er en eins og málin eru orðin í dag, virðist allt vera að fara til ands... Ég hef verið þeirrar trúar að ekkert sé hægt að gera til að bjarga því sem komið er en ég held að ég sé farin að sjá smá glætu og við þurfum að grípa hana og nota.  Flokka mafían er að ríða landinu til falls, fengu núna um daginn hálfan milljarð (allir flokkar) og verið er að draga úr kennslu í grunnskólum (hneiksluð).

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 12.1.2009 kl. 19:06

4 identicon

Takk fyrir að benda á viðtalið við Njörð P.; missti nefnilega af Silfrinu í gær. Þetta var afar áhugavert - og svo hreinskiptnin og tjáningarformið. Vildi gjarnan mæta fleirum af svipaðri tegund á sjónvarpsskjánum og í blöðunum - hvar hæst hóar um "ástandið". - Sko nú er öll þjóðin "í ástandinu" Hreint ekki gott til afspurnar...

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 19:53

5 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ef Hannes kom að þessu 1991 og ef hann er hugsuðurinn á bak við þetta

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=4b8342d2-6d57-4144-8b62-3d3067588513

Friðrik Björgvinsson, 12.1.2009 kl. 22:37

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Fullur salur í Háskólabíó

Bloggað um fréttina

Vel er mætt á fund í Háskólabíó.

 En D- sætið autt.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 02:07

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

D-sætið autt.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 02:07

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt maður hallast að Njörður hafi þarna gott til málana að leggja/Kvepja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.1.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband