Tengslaflækja ofur-lögfræðinganna

Inn um lúgu - já á pappír - barst nú til mín nafnlaust bréf um tengsl helstu og stærstu lögmannsstofa við bæði ríkisvaldið, útrásarvíkingana, Alþingi og flokkakerfið. Ókræsileg lesning og full sönnun fyrir nauðsyn þess að menn geti tjáð sig nafnlaust. Ég vona samt að höfundur birti þetta sem fyrst á netinu.

Ég hef ekki aðstæður til að sannreyna öll smáatriði sem hér koma fram og mun því ekki rekja neitt af efni bréfsins en sýnist að mikið geti verið til í að sömu menn og vörðu útrásarvíkana séu nátengdir þeim sem nú eiga að rannsaka bankahrunið og jafnvel koma að skiptingu á góssinu upp á nýtt. Því er jafnvel haldið fram að fyrrum lögmenn útrásarvíkinga hafi hér fengið hlutverk skiptastjóra í fyrirtækjum sem síðan eru rétt sömu víkingum. Hvenær á þessu að linna?

Sjálfur hefi ég að undanförnu undrað mig á hversu fastheldnir ráðamenn eru á að ráða áfram vini sína til verka á þessum viðkvæmu tímum og þetta bréf staðfestir þá sýn. Hvernig væri að ráða til verka lögmenn sem hvergi  hafa komið nærri,- það þýðir ekkert að segja að við séum svo fá að það sé ekki hægt. Lögmenn á Íslandi skipta þúsundum og sumir þeirra hafa aldrei gert annað en að vinna hjá hinu opinbera eða reka litlar stofur úti á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég hef löngum trúað því að hér sé að verki spilling sem fer um landið og hefur gert í MÖRG ÁR og að byrjunin á því hafi verið sjálfstæðisflokkurinn. 

Hvernig kom Davíð ekki syni sínum í lögmannastarf?

Ætlið þið að segja mér að Árni Johnsen hafi verið sá eini sem misnotaði sér aðstöðu sína??

Ég trúi því að margir fleiri þingmenn hafi misnotað sér aðstöðu sína og réttlætt það með sama hætti og allir landsmenn þegar þeir eru að fá sér vínber í verslunum, það er þjófnaður en þetta er bara eitt eða tvö ber.

Ef við ætlum að reisa þetta sker (eins og það er orðið í dag) við, þurfum við að losa okkur við flokkamafíuna og ekki leyfa tengsl utan alþingis eða setu í hinum og þessum stjórnum.  Ég er frekar hrifin af hugmyndum Njarðar P. sem kom í viðtal hjá Agli um helgina, mér er sama þó þessi hugmynd sé komin einhverstaðar annarstaðar frá en honum sjálfum, því það er sama hvaðan gott kemur.

En við Íslendingar verðum að standa saman í þeirri baráttu í endurreisn lýðveldissins. Ekki ganga um og berja mann og annan, þó svo það hafi verið talað um útrásarvíkinga þá gerðu þeir eins og sínir forverar, lögðu allt í rúst þar sem þeir fóru um. 

Núna þurfum við að horfa til merkari manna en víkinga og læra að haga okkur eins og siðmenntuð þjóð sem stendur frammi fyrir erfiðleikum. Gerast pólitísk og hætta þessu svínaríi.

Ég hef kanski ekki réttu hugmyndirnar en þær eru til, kannski þarf að sjóða saman eitthvað nýtt úr mörgum góðum hugmyndum (líkt og skólar gera).  Ef einhverju er hægt að mótmæla, þá er það áfram haldandi klúður og hanga í sömu vitleysunni sem menn eru hættir að bera virðingu fyrir (Alþingi) og setja bara Bónus fána í stað þess íslenska, ríkisstjórnin þykist vera einráð og tekur allar ákvarðanir án þess að virða þær reglur sem settar hafa verið (ráðning Árna M. son Davíðar Odd. í stöðu lögmans og þegar skrifað var undir að við Ísl. værum ein af þeim þjóðum sem studdum Írakssríðið án samráðs við aðra ráðamenn á þinginu).

Þessu eigum við að mótmæla

Bjarni, það gengur ekki að sá sem framdi glæpinn rannsaki hann sjálfur. Því ætla ég að leggja fram spurningu til þeirra sem þetta skoða. Ætlum við að láta glæpamenn fara að rannsaka sína glæpi sjálfir og vera dómarar í þeim?  Er það eitthvað sem við viljum að gerist?

Þetta er furðulegt ANDSKOTANS siðferði

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 13.1.2009 kl. 13:22

2 Smámynd: Hilmar Einarsson

Það þarf ekki klíkuskap til þess að fá lögmanns- réttindi eða starf, nægilegt er að ljúka tilskildu námi við viðurkennda lagadeild í Háskóla ásamt tilheyrandi námskeiðum.    Hins vegar ber að benda á það að umdeild skipun Þorsteins Davíðssonar er í héraðsdómarastarf á austfjörðum.

Hilmar Einarsson, 13.1.2009 kl. 14:04

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Það eru ýmsar tengslaflækjur.   Þetta skrifar Jón G. Sullenberger- "eða hvað hann nú heitir sá góði maður!" á Silfur Egils:

Jón Gerald Sullenberger
12. janúar, 2009 kl. 20.57

Og bara til að leggja orð í belg þá vil ég benda á þetta. Hver haldið þið að hafi fengið skattaákæru Baugs manna til meðferðar og á að dæma í þeim málfluttningi jú eingin annar en Arngrímur Ísber Héraðsdómari.

Arngrímur Ísberg er búinn að vera með bæði málin á hendur Baugsmönnum og sóttist víst fast eftir að fá að dæma í seinna Baugsmálinu.

Ætli hann hafi bara ekki staðið sig svo vel í fyrri málum að nú í þessu skatta málinu á hedur Baugsmönnum á velauna honum með vel unninn störf !!!!!!!!!!!!!!

Getur verið að Baugsmenn séu bara svona heppnir að Arngrímur Ísberg sem er einn af 20 Héraðsdómörum fá þeirra mál í þriðja skiptið eða er verið að gefa mönnum fyrirgreiðslur þar líkt og í Landsbanka Islands.

Kv

Af hverju voru menn sýknaðir í öllum aðalmálum þar og af hverju var enginn í það minnsta kærður fyrir ljúgvitni (rangan vitnisburð undir eið) en orð Jóns Ásgeirs alltaf tekin sem sönn - annað voru þá bara lygar.

Það er má nota eitt orð yfir stjórnvöld - öll: óþjóðalýður!

Þú mundir stórbæta Alþingi með því að koma til baka, með hvaða flokki sem væri (nema Sjálfstæðisfl og Samfylkingu!).

Ragnar 

Ragnar Eiríksson, 13.1.2009 kl. 14:35

4 identicon

sæll

þú verður að birta þetta bréf.

allt svona er mikilvægt að komi í dagsljósið 

allt annað er að kóa með þessu rugli.

gangi þér vel

aftaka (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 16:11

5 identicon

Það er nú vonandi að viðkomandi komi þessu til nefndarinnar.

Henrý Þór (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 16:42

6 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Menn gera yfirleitt mistök í lífinu og viðurkenna þau ef einhver vottur er af karlmennsku er í þeim.Ég viðurkenni það að það fer um mig Hrollur þegar ungir menn segja við mig að þeir ætli að læra lögfræði og reini ég oft að beina þeim á rétta braut en sumum er bara ekki haggað en einhverja hluta vegna þegar þeir eldast viðurkenna þeir mistök sín,það eru margir Lögfræðingar á þingi núna og reindar Prestur líka sem betur fer,

Ásgeir Jóhann Bragason, 13.1.2009 kl. 18:11

7 identicon

Þetta bréf gæti verið gildra. Ný Apavatnsför eða Flugumýrarbrenna.

 

Nú eru hættulegir tímar og því betra að vera var um sig og rasa

ekki um ráð fram.

 

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:23

8 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Viltu senda mér bréfið ?

Vilhjálmur Árnason, 13.1.2009 kl. 20:29

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

ég mun ekki birta þetta bréf meðan ég veit ekkert um áreiðanleik þess en mér er það útbært - en það verður að vera úr hendi í hönd eða þá með gamaldags bréfpósti. -b.

Bjarni Harðarson, 13.1.2009 kl. 20:52

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Sem betur fer öðlaðist manni nú ákveðin vitneskja um ýmislegt í þessu sambandi á árum áður, sem alltaf er jafn gott að hafa í farteskinu.

er samt ekki höfundur þessa bréfs sem þú hér ræðir..

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.1.2009 kl. 01:26

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki vert að afhenda bréfið viðeigandi yfirvöldum, lögreglu eða rannsóknarlögreglu? Þeir myndu samt líklegast eyða meira púðri í að rannsaka hver sendi það heldur en að rannsaka ásakanir, sem í því felast. En...what the heck...það er vert að reyna. Sannleikurinn á bakvið það rýrnar ekki fyrir vikið.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2009 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband