Valdaskessan sýnir sig!

Guðni Ágústsson kallaði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur valdaskessu fyrir hálfu öðru ári og fékk bágt fyrir kjaftháttinn. En algerlega er það réttnæmt í dag - og var það reyndar þá einnig þó stundum megi satt kjurt liggja.

Þegar landið logar stafnanna á milli af óáran, skuldabasli, mótmælum og úrræðaleysi er það eina sem stjórnarflokkarnir rífast um hvort Samfylkingin fái forsætisráðherrastól síðasta korterið fram að kosningum. Eins og það sé eitthvað sem skiptir máli!

Og hefndin skal líka fram koma þó seint sé með sparki í gamlan ref uppi í Seðlabanka!

Réttast væri þá að gera Björgvin G. að forsætisráðherra - af þingmönnum Samfylkingarinnar er hann áreiðanlega vinsælastur nú um stundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú soldið spennandi að vera fyrsta konan til að gegna þessu embætti. Sagnfræðingurinn hefur greinilega smekk fyrir því.

Anna María (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 09:45

2 identicon

Ein mesta valdaskessa sem er í pólítík,er Valgerður Sverrisdóttir.Hef haft alla tíð óbeit gagnvart henni,mjög ótraustvekjandi pólítukus.Bjarni þú ert maður að meiri fyrir að hafa komið þér úr Framsóknarflokknum.

Númi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:02

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Afarkostir Sollu og c/o eru ekki aðgengilegir,en þetta skírist i dag/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.1.2009 kl. 10:28

4 identicon

Skemmtilegt að blaðamaðurinn Bjarni Harðar skuli lesa svona mikið út úr heimildamönnum moggans. Sástu ekki forsíðu moggans í gær? Heldurðu að eitthvað annað en kosningavél sé í gangi þar inni núna?

En auðvitað væri það forkastanlegt ef virkilega strandaði á þessar kröfu ISG.....

Grímur Atlason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:45

5 identicon

Hálf skondið að framsóknargepill skuli kalla ISG valdaskessu og hafa Guðna (of all idiots) fyrir því!!!

ÞA (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:54

6 identicon

Einstaklega ertu bitur og sorglegur maður

Geir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:57

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það má ekki gerast að fársjúk manneskja verði forsætisráðherra fyrir valdagræðgi sína og mislagða samúð annarra.

Þjóðin er að hefja svo mikla umrótartíma að aðeins löggilt gamalmenni hafa upplifað eitthvað sambærilegt.

Ráðherrar í ríkisstjórn eiga að vera við hestaheilsu og með aðdáunarvert siðferðisþrek.

Sigurður Ingi Jónsson, 26.1.2009 kl. 11:06

8 identicon

Hvernig má það vera að það á að leysa út með 20 millj kr eingreiðslu Jónas Jónsson sem svaf á vaktinni hjá fjármáleftirlitinu.

Hefur hann unnið til þess, hver stjórnar þessari endaleysu ?

Var ekki manninum vikið frá vegna óhæfni?

Margret S (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 11:14

9 identicon

Þú sýnir það og sannar í hvert sinn sem þú opnar munninn, eða setur inn bloggfærslu að þú ert skrítinn maður og bitur, Bjarni.

Enn skrítnara er þó að það vesalings fólk sem býr á Suðurlandinu, skuli kjósa sér fulltrúa á þing sem flestir eru annaðhvort skrítnir eða glæpamenn.  Sem betur fer eru nú nokkrir þeirra hættir, og heiðarlegar konur komnar inn í staðinn. 

andri (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 11:29

10 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Veik valdaskessa tekur við af veikum valdsmanni. Hughreystandi!

Ævar Rafn Kjartansson, 26.1.2009 kl. 11:51

11 identicon

Björgvin er bestur.... nei í alvöru !! Sér fólk ekki í gegnum þetta hjá honum ?

Maðurinn segir af sér, bíður í þrjá mánuði án þess að vera ráðherrra, og að þremur mánuðum liðnum koma kosningar og þá er hann búinn að ná sér upp í metorðsstigann hjá almúganum sem asnast til að kjósa hann aftur. Af því að hann er sá "fyrsti" sem tekur afleiðingum gjörða sinna..... vitið til. Hann á eftir að bjóða sig fram á ný og fá atkvæði. Björgvin er ekki svo vitlaus. Hann er bara rosa fínn leikari sem þykist standa og falla með því sem hann tekur sér fyrir.

Að mínum mati finnst mér mótmælendur þurfa að skoða aðeins mótmælin sín. Allir eiga að segja af sér en það gleymist aðeins að ræða málin niður í grunninn. Hver á að taka við og hvernig eiga þeir sem taka við að leysa málin svo að vel takist.  Lausnin virðist alltaf liggja í nýju fólki. Stjórnin er full af spillingu og það vita allir. Enda tímabært að mínu mati að taka aðeins til. Þegar engar lausnir eru að finna í loftinu þá bara sé ég ekki að það sé betra að fá menn inn í þetta sem vita varla um hvað málin snúast. Lausn mín er sú að fá menn inn í þetta sem kunna að vinna vel. Almúginn sem þarf að vera á lágu laununum ætti að reyna að komast inn. Þetta er fólkið sem veit hvað það er að þurfa að hafa fyrir lífinu. Ég held að best væri að fá menn inn úr hverri stétt fyrir sig. Bændur,sjómenn,skrifstofufólk, múrara,trésmið,ruslamann,búðakassamann,hagfræðing, lögmann,lögreglumann jaá o.s.f.v. þetta fólk þekkir lífið og fæðist sjaldnast með gullskeið í munni.

Í Alvöru... Hver er lausnin. Stöldrum við og finnum skemmda vínberið í klasanum. Svo hin vínberin fái að halda áfram að dafna vel. Ef skemmdin finnst ekki þá smitar hún öll hin vínberin eins og sést hefur á alþingi.

Góðar stundir

Æris (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:24

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarflokkurinn er rétt einu sinni enn kominn í þá stöðu að ráða því hverskonar ríkisstjórn verður .Ingibjörg Sólrún reiknaði ekki rétt. Hún stóð í þeirri vissu að Geir myndi ekki vilja þjóðstjórn.Nú liggir það fyrir.Steingrímur J. og framsóknarmenn munu frekar vilja þjóðstjórn.en þá ráðviltu ósjálfbjarga hjörð sem Samfylkingin er.Til hamingju Ísland.XBB.Ekki ESB.Til hamingju Íslenskir bændur og sjómenn.

Sigurgeir Jónsson, 26.1.2009 kl. 13:39

13 identicon

Það er sorglegt að sjá hvernig karlremban birtist hjá þér Bjarni. Guðni var búinn að sýna sinn rétta lit fyrir löngu en þú gerir það nú. Geir, Davíð og Halldór voru ekki valdaskessur eða valdatröll öll árin en kona sem stendur framarlega er valdaskessa! Og svo vilt þú að við vorkennum Davíð. Er ekki í lagi með þig?

Sigurborg Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:40

14 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ja hérna hér... Númi, ég er ekkert mikið hlessa    Bjarni, valdafíknin þvælist alltaf  fyrir hjá þessu fólki.  En hvað eigum við að gera við Rebba gamla, eigum við að syngja kannski fyrir hann ?  Ósköp líður þessu ÞA eitthvað illa, greinilega ekki góður dagur hjá ÞA í dag.- Æi... það er smá púki í mér í dag. Skipið sokkið fyrir alvöru og flokkarnir tveir Sjálfstæðis - og Samfylking rífast um björgunarbátinn. Skelfileg  staða í þjóðfélaginu.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 26.1.2009 kl. 13:43

15 identicon

Alveg er merkilegt hvað þið Frammarar eða fyrrverandi Frammarar eruð fúlir út í hana Ingibjörgu sem aldrei hefur sagt styggðaryrði um ykkur. Ég held það væri nær fyrir ykkur að hjálpa Samfylkingunni að rétta við lýðræðið sem þið áttuð einn stærstan þátt í að er fótum troðið hér á landi. Það þarf að efla samstöðuna en ekki vera að naga skóinn af heiðvirðum stjórnmálamönnum.

Páll Valur Björnsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:12

16 identicon

Sælir eru hjartahreinir, sagði Kristur á fjallinu í Glíleu forðum! Á það að vera einhver gæðastipill á uppgefnum þigmönnum að hrökklast burt úr starfi, þegar þeim er ekki sætt lengur vegna mistaka??? Bjarna varð fótaskortur á tungunni, hrasaði, en telur sig síðan vera handhafa stóra sannleika! Björgvin rétt marði að gefast upp áður en ríkisstjórnin sem hann starfaði í tók dauðahrygluna. Þar mátti ekki tæpara standa að reyna að forða sér! Hljóp fyrir borð á sökkvandi hripi Geira og Sollu! Þeir eru báðir vænstu strákar Bjarni og Björgvin en það gefur þeim ekkert siðferðilegt forskot á aðra að stinga af frá vandamálunum. Þeir föluðust jú báðir eftir umboði kjósenda á sínum tíma og fengu það, en voru þó ekki þeir bógar, að klára túrinn sem þeir munstruðu sig í, og stungu af þegar mest á reyndi. Ábending, pólitík snýst um áhrif, völd og peninga, ef menn hafa ekki vitað það!! Tími Jóhönnu er trúlega kominn, hún stendur fyrir sínu!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 18:13

17 identicon

Telur þú að loksins tímabær brottrekstur Davíðs úr seðlabankanum sé hefnd.  Hefnd fyrir hvað?  Að koma þjóðinni á hausinn?

marco (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:21

18 identicon

Tvær hugsanir urðu að hortitti.  ....löngu tímabær...átti þetta að vera.

marco (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband