Óborganlegur Matthildingur

david_oddssonÞað er í raun og veru ekki hægt að blogga um annað en Davíð núna. Hann sýnir enn og aftur að hann er óborganlegur Matthildingur en gleymum ekki að þegar reynt er að breyta grafalvarlegu ástandi í gamanþátt er stutt í sorgarleik.

Það er vitaskuld hægt að vera sammála mörgu sem frændi minn segir í bréfinu til Jóhönnu en samt er svo merkilega tilgangslaust hjá honum að sitja. Og andstætt þjóðarhagsmunum.

Og raunar leikur að þeim eldi að mótmælin sem til þessa hafa sloppið geta breytst í eitthvað miklu alvarlegra. Mótmælastarf er nú ekki allt knúið áfram af  mannviti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mótmælastörf eru áreiðanlega ekki minna knúin af mannviti en seðlabakastörf. Verkin tala, orð og æði!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.2.2009 kl. 21:31

3 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ætli Davíð hafi velt fyrir sér fyrir hvern hann situr í Seðlabankanum ?

Ef hann hugsaði nú málið í einlægni þá er möguleiki á að hann áttaði sig á að hann situr þarna sem okkar þjónn ekkert síður en gjaldkerinn sem situr inni á gólfi niðri í Landsbanka eða Glitni.

Og nú viljum við þjónustu hans ekki lengur, ekki vegna þess að hann er Davíð heldur vegna þess að okkur bráðvantar mann í þessa stöðu sem alþjóðastofnanir eru tilbúnar til að taka alvarlega.

Hjalti Tómasson, 8.2.2009 kl. 22:09

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þér finnst Davíð gera það eins retta i stöðunni/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.2.2009 kl. 22:18

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gæti verið að honum finnist veist að æru sinni og vilji heldur standa upp og berjast fyrir henni heldur en að láta undan. Íslendingasögurnar eru fullar af svoleiðis atburðum þar sem að smá lempni hefði bjargað miklu. Bréfið frá Jóhönnu var nú eiginlega ekki af þeirri sortinni og hefði ekki verið mannlegra að tala við menn augliti til auglitis heldur en að skrifa bréf og leka því í fjölmiðla áður en allir höfðu lesið það. Mér finnst það en kannski er ég bara gamaldags

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.2.2009 kl. 22:19

6 identicon

Þér finnst þetta gott hjá honum ?

Er þetta embættismaðurinn Davíð eða stjórnmálamaðurinn Davíð , sem skrifaði þetta bréf ?

Annars er hér ágætis sýnishorn af þessari persónu , sem Bjarni Harðarson , er svona hrifin af :

http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/798467/

JR (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:03

7 identicon

Sá hefur lengst af setið fast að sínum hætti,

okkar stærsta icesave-skuld á yfirdrætti.

Kristján Eiríksson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:41

8 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það er mikil synd að Davíð hafi ekki helgað leiklistinni krafta sína fremur en pólitíkinni.

María Kristjánsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:58

9 identicon

Gamli....

 Hvaða rök hefur þú fyrir því að hann sitji anstætt þjóðarhagsmunum? 

Vertu málefnalegur og vísaðu til þessara raka.... ekki bara segja "eitthvað"

Bestu kveðjur austurfyrirfjall :D

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 02:23

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hin nýja hálf/kommúnista ríkisstjórn Íslands með nýjum "sérfræðingum" (einhver sem man eftir sérfræðingum bankaáranna 2003-2008!) getur ennþá náð að búa til nýja óðaverðbólgu þar sem heimilin verða sett á höfuðið, einu sinni enn.

.

Þökk sé Seðlabanka Íslands þá var ekki látið undan í verðbólgubaráttunni (þó svo að allir sem verðbólgu höfðu og gátu valdið reyndu það af fremsta megni).

.

Það er því mikilvægt að hafa áfram staðfasta yfirstjórn í Seðlabankanum til að berja verðbólguna niður varanlega. Næsta uppsveifla verður nefnilega að vera verðbólgulaus.

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.2.2009 kl. 06:07

11 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta mál er prófsteinn á það hvort stofnanir þjóðfélagsins, sem með lögum er reynt að gera eins óháðar duttlungum stjórnmálamanna í störfum sínum og frekast er kostur, eins og dómstólar og Seðlabanki, séu það í reyndinni. Þessi ríkisstjórn er að setja afar slæmt fordæmi, en freistingin er svo mikil vegna þess að atkvæða- og fylgismesti leiðtogi sjálfstæðisflokksins á í hlut. Nú telja andstæðingar hans að hann liggi vel við höggi og skal þá slegið. Þetta hefur ekkert með þjóðarhagsmuni eða "fagmennsku" í Seðlabankanum að gera. Gerningurinn er rammpólitískur og lítilmannlegt að viðurkenna það ekki.

Gústaf Níelsson, 9.2.2009 kl. 13:51

12 identicon

Hjalti! Einmitt! Svo hárrétt hjá þér. Þetta er kjarni málsins.

H.Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:58

13 Smámynd: Bergur Thorberg

Þú ert alltaf að vitna til þess Bjarni, að þið Davíð séuð frændur. Af hverju? kv.

Bergur Thorberg, 9.2.2009 kl. 16:57

14 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Davíð er búinn að skáka Jóhönnu    að sjálfsögðu ætti hann að sjá sóma sinn í því og fara úr Seðlabankanum.  Þetta snýst orðið um völd hjá Davíð eða öllu heldur politík.  Ég skil ekki hvað þessir stjórnmálamenn hugsa í dag, þeir eru í vinnu fyrir okkur og hjá okkur, fólkinu í landinu.  Þeir eru að verða búnir að drepa niður allt hjá manni um áhuga á kosningum í vor. Það er orðið nokkuð ljóst hjá mér að ég kýs ekki flokk í næstu kosningum, frekar skila ég auðu.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 9.2.2009 kl. 18:08

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Tek líka undir með Hjalta. En svarið fyrir hverja hann situr liggur í athugasemd Gústafs Níelssonar; "Þessi ríkisstjórn er að setja afar slæmt fordæmi, en freistingin er svo mikil vegna þess að atkvæða- og fylgismesti leiðtogi sjálfstæðisflokksins á í hlut."

Stærsti vandinn er að Davíð gat ekki hætt sem pólitískur vígamaður og orðið kurteis embættismaður. Það gengur ekki að hafa sólguð Sjálfstæðisflokksins í þessu embætti. Líf fólks í þessu landi má hvorki snúast um fráhvarfseinkenni íhaldsins né þungan afturenda Davíðs í bankastjórastólnum. Hreinsun, hreinsun!

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.2.2009 kl. 23:37

16 identicon

Já Gunnlaugur þannig er þetta nú í laginu... og skrítið hvernig völd og stjórnmál virðast geta varnað mönnum þessa sjónarhorns, hvar stór hluti þjóðarinnar heldur nú til.

Mér hefur alltaf þótt afskaplega STÓRT (bara stærra en stórmannlegt) að stíga til hliðar og segja rétt sisona: Nú, þá er málum víst á þennan veg komið og það nær þá því miður ekki lengra. EN takk fyrir mig og gangi ykkur nú allt í haginn. Ég vandaði mig sem vit mér gafst til og þekking. Punktur.

Þráseta í stólum hefur ,virðist mér, ekki alltaf með samviskusemi eða réttsýni að gera, heldur þrjósku og valdatafl; keppni.

EN hvrnig er hægt að sigra  þegar fólkið í landinu vill það ekki? Það mun í framtíðinni verða nefnt ýmsum andstyggðarheitum, sem flest munu bera keim af neikvæðni og illgirni. Reikna trauðla með að talað verði um "festu, ábyrgð og samviskusemi".

 En hvað var ekki sagt að Hjálpræðisherinn hefði sungið hér á árum áður? "Ég skal aldrei, aldrei, aldrei gefast upp, nei,nei".

Elsku, blessaður höfðinginn að sjá ekki hvílíkt virðingartap felst í þrásetunni í þetta skiptið. - Skrítið, einsog maðurinn er vel gefinn á bókina, skopskynið og svo fjölmargt annað. En þarna er virðist vera gloppa. - Ja gott að vera ekki keifandi um í bomsunum hans núna.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 06:29

17 Smámynd: TARA

Tek undir með það að Davíð á að víkja burt

TARA, 10.2.2009 kl. 23:52

18 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Hafið þið lesið Leiðarann í Fréttablaðinu í dag, Framtíðarvandinn/ Þorsteinn Pálsson  og síðan um Afglöp Davíðs Oddssonar/ Sigurður Einarsson á sömu síðu ? 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband