...en lögreglan er að skoða mótorhjólastráka!

Ekki að ég telji að það eigi að hleypa skráðum vandræðamönnum inn í landið. En ég veit ekki hvort virkar vitleysislegra á mig, þráhyggja yfirvalda hér vegna tattóveraðra mótorhjóladrengja eða afneitun stjórnmálamanna gömlu flokkanna á að það þurfi að taka hvitflibba þessa lands til yfirheyrslu.

En hvernig læt ég. Vítisenglarnir borguðu aldrei í kosningasjóði en það gerðu Baugur og bankarnir og þessvegna eru þeir látnir í friði. 


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Talað úr mínu hjarta. Ég hef miklu meir áhyggjur af Armani liðinu sem þvælist um óáreitt. Dýrt spaug að greiða ekki sjóðina og vera þar að auki í leðurjakka.

Finnur Bárðarson, 7.3.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þarna erum við sammála,þetta eru allavega á Íslandi mjög sæmilegt fólk,og engin getur af því tekið slíkt/en það eru alltaf einhverjir sem ekki getaá sér setið,og það er i öllum hreyfingum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.3.2009 kl. 11:35

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Þetta er ákveðin sýn á málið.

En ég er ekkert hrifin af þessum Vítisenglum og held að það ætti að hafa mikið eftirlit með þeim og eins þessum Íslensku Fáfnirsmönnum. Það er svo margt sem heyrist af götunni sem ekki er hægt að sanna því það eru svo margir hræddir við þá.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 7.3.2009 kl. 11:38

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður punktur með kosningasjóðina

Óskar Þorkelsson, 7.3.2009 kl. 12:07

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já, hver er það sem er hin raunverulega ógn við þjóðaröryggi? Það er góð spurning...

Vítisenglar hefðu t.d. ekkert erindi til landsins ef ekki væri til staðar svartur markaður með ólögleg efni, en gatið sem það skapar í hagkefinu er eins og svarthol. Lausnin: lögleiðing, og svarti markaðurinn hverfur, skattekjur ríkisins aukast (mikið!!!), auðveldara verður að hafa eftirlit með óheiðarlegum viðskiptaháttum sem dregur úr ofbeldisverkum og öðrum glæpum, auðveldara yrði fyri heilbrigðiskerfið að stemma stigu við heilsufarslegum afleiðingum ofneyslu þar sem fólk hefði ekki lengur hag af því að leyna henni fyrir fagfólki, og þeir sem lenda á glapstigum vegna fíknar ættu því síður á hættu að einangrast í þjóðfélaginu.

Lögleiðing hefur vissulega ýmsa ókosti en heildarkostnaðurinn fyrir samfélagið yrði samt minni en með núverandi bann- og haftastefnu, sem hefur sýnt sig að er ekki að virka. Gleymum því heldur ekki hverjir það eru sem hafa hagnast mest á "eiturlyfjastríðinu" svokallaða sem er löngu tapað, enda stóð aldrei til að vinna það heldur að halda því áfram að eilífu rétt eins og hryðjuverkastríðinu, sem sömu aðilar hafa stórgrætt á.

Með þessu er ég alls ekki að mæla með neyslu þessara efna, aðeins að benda á að það hvernig tekið er á þessu vandamáli núna er kolröng nálgun, vilji menn ná bata fyrir þjóðfélagið í heild en ekki aðeins takmarkaðan hóp sérhagsmuna sem hagnast á því að ná einokun á þessum markaði með ofbeldi sem þeir beita í skjóli lögleysunnar í undirheimunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2009 kl. 13:36

6 identicon

Ert þú þá með öðrum orðum Bjarni að viðurkenna að ykkur í framsókn (þegar þú varst í þeim ágæta flokki)hafi verið borgaðar múrur??

ÁJ (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:19

7 identicon

Það er einmitt þessi tegunda af málflutningi sem skilar engu: mútur.

Vitað að greitt er í kosningasjóði Punktur. það má kalla það hvaða nafni sem er.

Það er bara ekki brýnast af öllu að tönnlast á því núna.

Ættum að ræða eitthvað annað.... þetta hefur alls staðar tíðkast í einhverjum myndum.

Æ,æ,æ,gerir sussum hlutina ekki betri, en heldur ekkert verri fyrir einn flokk en annan í heildina á litið.

H.Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:57

8 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ég er ekki sérstakur talsmaður þess að Vítisenglar fái að koma óáreittir til landsins en hef óljósa tilfinningu fyrir að hættan af þessum mönnum sé svolítið ýkt og fjölmiðlaumfjöllun hástemmd. En það er aukaatriði - ég treysti yfirvöldum alveg til að gera það sem hægt er til að sporna gegn slíkum ofbeldismönnum en hefi miklar efasemdir um að sömu yfirvöld kunni að bregðast við viðskiptaspillingu. Svara þessu svolítið nánar í bloggi seinna í kvöld.

Bjarni Harðarson, 7.3.2009 kl. 19:20

9 identicon

Það var hægt að frysta vítisenglana úti - áður en þeir brutu af sér.

Ekki hægt að frysta bankaræningjana og eigur þerirra inni EFTIR að þeir rústuðu landinu. 

Glúmur (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 00:46

10 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Ég hef enga sérstaka skoðun á Vítisenglum, en í sambandi við fréttina hins vegar, sem þessi færsla er tengd við: Er ekki búið að handtaka viðkomandi aðila?? Ef ekki...af hverju í ósköpunum??

Erla Einarsdóttir, 8.3.2009 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband