Hjörleifur svarar þó Steingrímur þegi

Í ESB-málum mun blessunarlega ekkert gerast á næsta kjörtímabili ef VG og Samfylking verða áfram í ríkisstjórn. Varla getur Samfylkingin heldur af pólitískum ástæðum snúist til hægri og endurnýjað samstarf með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt hann léði máls á aðildarumsókn.

Ofanskráð er tilvitnun í Hjörleif Guttormsson sem svarar skorinort því sem þingmenn og formaður VG heykjast á að svara. Í vikubyrjun var ég á fundi með nemum í HÍ þar sem Álfheiður Ingadóttir var spurð að því að hvort flokkur hennar gæti setið í ríkisstjórn sem hefði að stefnu að sækja um ESB aðild. Ég skal fúslega viðurkenna að sessunautur minn Álfheiður sagði ekki já en heldur ekki nei og raunar var svar hennar efnislega að um þetta mætti og yrði að semja. 

Sama var að lesa út úr svari Steingríms J. í Silfrinu um liðna helgi. Það væri guðsblessan ef Hjörleifur væri enn á þingi en af núverandi þingmönnum og þingmannsefnum VG eru fáir sem ég treysti algerlega í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég óttast að Hjörleifur verði ekki sú brensa sem til þarf í stjórnarmyndunarviðræðum, svo ekki verði af ESB skrefum. VG munu ekki berjast gegn ESB aðild að neinu marki.

Haraldur Baldursson, 25.3.2009 kl. 10:01

2 Smámynd: Kjartan Jónsson

VG er lýðræðisflokkur og eins og kom fram á landsfundi flokksins treystum við þjóðinni vel til þess að taka ákvörðun í þessu máli í lýðræðislegum kosningum. Fyrr en sú kosning fer fram og búið verður að útkljá málið verður ekki hægt að taka stefnu til framtíðar með nokkurri samstöðu.

Kjartan Jónsson, 25.3.2009 kl. 10:27

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sæll Kjartan. Þetta er dæmigert merkingalaust svar. Spurningarnar sem þjóðhollir VG menn spyrja eru einfaldlega, mun VG fara í ríkisstjórn sem hefur það að markmiði að fara í aðildarviðræður -er nóg að það verði síðan stefnt að lýðræðislegum kosningum um þann aðildarsamning. Eða mun VG beita sér fyrir einhverri annarri kosningaleið til að svara þessari spurningu. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar móta ekki afstöðu út frá því hvað meirihlutanum finnst,-ekki nema yfirlýstir popularistar! En ef svo hjá VG þá ætti stefnan að vera skýr, meirihluti Íslendinga er á móti ESB aðild.

Bjarni Harðarson, 25.3.2009 kl. 11:14

4 Smámynd: Kjartan Jónsson

Sæll Bjarni. Hún er sæmilega merkingarbær sú ályktun sem var samþykkt á landsfundinum: "Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild Íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu". Síðan er það útfærsluatriði hvort til þess þurfi einar eða tvennar kosningar, hvort kjósa eigi um hvort fara eigi út í aðildarumræður fyrst eða sækja um og kjósa um þann samning sem fæst. Það er líka einkennileg afstaða í ljósi þeirrar víðtæku kröfu um aukið lýðræði, sem m.a. ný framboð leggja mikla áherslu á, að stjórnmálaflokkar geti ekki haft það sem afstöðu að lýðræði eigi að ráða um ákveðin mál - það er enginn populismi, heldur hluti af ákveðinni og staðfastri lýðræðisafstöðu. Að lokum: Ef þú ætlar að nota skoðanakannanir til þess að slá hluti af eða á þá þurfum við yfir höfuð engar kosningar, er það?

 

Kjartan Jónsson, 25.3.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

Semsagt Kjartan, VG samþykkir að farið sé í aðildarviðræður á næsta kjörtímabili svo fremi að samningurinn sé borinn undir þjóðina!

Bjarni Harðarson, 25.3.2009 kl. 11:53

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er alveg ljóst að VG eru GALOPNIR í Evrópumálum, og gefa grænt ljós
á aðildarviðræður. En til þess að þær geti farið fram verður FYRST AÐ SÆKJA
UM AÐILD AÐ ESB.  En enginn sækir um það sem viðkomandi er andvigur.
Enda hrósaði Þorsteinn Pálson ályktun VG um Evrópumál í leiðara Frétta-
blaðsins í gær, og sagði VG alls ekki loka á aðildarviðræður, og þar  með
ESB-umsókn. Þannig að VG er ALLS EKKI treystandi í Evrópumálum. Það
eitt er þó alveg ljóst eftir þeirra landsfund.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.3.2009 kl. 13:59

7 identicon

Í stefnuskrá ykkar stendur að þið viljið "endurreisa hagsmunagæslu"

Það er gott að vita að Framsóknarmennskan muni áfram vera í fullu gildi ef þið komist að. 

Best að ganga í flokkinn ykkar.

Kannski maður hafi eitthvað út úr því ef svo ólíklega vildi til að þið fengjuð völd:

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:10

8 Smámynd: Umrenningur

Jón Óskarsson

Ekki slíta úr samhengi. Það sem þú vitnar í er orðrétt, og lestu allann textann með augun opin. " Við viljum endurreisa hagsmunagæslu fyrir þjóðarheildina, agaða og siðvædda stjórnhætti og nýta bestu sérfræðinga hér heima og á heimsvísu til þeirra verka. " ( Copy/paste úr sefnuyfirlísingu L-lista fullveldissinna.

Umrenningur, 25.3.2009 kl. 21:30

9 identicon

Ágæti umrenningur.

Er bara að reyna að setja málin fram á sama hátt og talsmenn L-flokksins gera við stefnu annarra flokka. 

Þ.e. að draga fram hluta texta og túlka eftir smekk.

Ykkur ætti ekki að sárna það.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband