Spillingin og svikamyllurnar...

Bjarni. Þar sem þú ert gengin úr framsóknarflokknum gerðu þá okkur þann greiða að segja heiðarlega frá? Þú veist það vel að framsóknarflokkurinn, á meða þú taldist meðlimur, var á kafi í spillingunni og þú gerðist meðreiðarsveinn á þeirri leið.  Þú getur sagt okkur hvers vegna Valgerður ,,var látin gera" það sem hún gerði varðandi sölu búnaðarbankans ?  Þú sagðir hér í einum pistli þínum að Davíð odsson ,,hefði eitthvað"  á ráðherra  í ríkisstjórn ?  Nú getur þú sagt frá hvað það var sem Davíð Oddsson ,,hafði á"  ráðherra?Þú virðist nefnileg þekkja svo hvernig ,,samsæri" og ,,svikamyllur"  virka í raun !

Ég er eins og svo oft hér að svara kommenti. Þetta kom í dag frá JR hver sem það nú er. En því er til að svara JR að spilling er ekki iðkuð með þeim hætti að hún sé rædd opinskátt á flokksfundum. 

Tökum dæmi: Ef tveir borgarfulltrúar ákveða að rétta skítblönkum milljarðamæringum vænlegt orkufyrirtæki á silfurfati þá búa þeir svo um hnútana að á ytra borði líti þetta út sem eðlileg pólitísk ráðstöfun. Flokksbræður mannanna standa frammi fyrir gerðum hlut flokksbræðra sinna og verða nú að velja um tvo kosti og báða vonda:

- Beita sér gegn hinni spilltu ákvörðun og hinum flokksbróður en viðurkenna þannig um leið að í eigin flokki sé spilltur stjórnmálamaður.

- Styðja hinn spillta stjórnmálamann til að forða sínum flokki frá hnekki.

Ég hef staðið frammi fyrir vali sem þessu og þeir sem fylgst hafa með vita hvernig í brást þá við. Ég fór fram á afsögn manns sem þó var í sama flokki og fékk víða bágt fyrir og afar fáir bökkuðu mig upp í að gera þetta. En ég var stoltur af þeirri frammistöðu eftirá og er enn. Og ég skal lofa þér því JR, ef ég frétti eitthvað, þá læt ég þig vita. Hér á þessari síðu! Loforð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það hefur alltaf verið misskilnigur að heilir flokkar séu spilltir. Spillingin beitir brögðum til að ná tökum á þingmönnum. Ég tel að þeir sem fengu sérkjaralán til fjárfestinga hafi ekki áttað sig að verið var að ná tökum á viðkomandi aðila.

Þegar svo viðkomandi aðili áttar sig (ef hann áttar sig) þá er of seint að snúa við blaðinu. Ekki má komast upp um spillinguna því það skaðar málstaðinn. Margt hefur komið upp á yfirborðið í óstandinu og slæmu fréttirnar virðast staðfestast meðan góðu fréttirnar virðast bara vera draumur.

Pólitíkin er að drepa þessa þjóð. Samstaða flokksmanna gegn góðum hugmyndum annara flokka tefur fyrir úrbætum þrátt fyrir að vitað sé að nú þurfi að hafa hraðann á.  Það merkilega er að bæði Steingrímur J og Davíð Oddsson voru uppi með hugmynd um þjóðstjórn sem því miður var hafnað.

Þetta er ekki lengur spurning um það hver tók rangar ákvarðanir á sínum tíma heldur spurnung um það hvenær verða teknar réttar ákvarðanir.

Offari, 26.3.2009 kl. 08:44

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Bjarni:

Ég held að hvert einasta sveitarfélag kannist við þessar sögur sem þú ert að tala um. Þar skiptir ekki einu einasta máli hver er við stjórnvölinn, nema að VG eru einna síst viðriðnir slík mál, en hafa þó víða komið að kjötkötlunum líkt og aðrir.

Hvort sem þetta snýst um stöðuveitingar til barna eða annarra ættingja sveitarstjórnarmanna, fyrirgreiðslu hvað skipulag bæjarins varðar eða aðra óeðlilega fyrirgreiðslu, þá ber okkur öllum á þessum tímum uppgjöra að benda á slíka spillingu og uppræta hana.

Sömu sögu er að segja um þá fjölmörgu banka sem fóru á hausinn og ekki síður þá sparisjóði sem annaðhvort eru farnir á hausinn eða berjast fyrir lífi sínu. Hafi peningar verið lánaðir til stjórnarmanna sparisjóða eða banka eða til ættingja, vina og kunningja þeirra án nokkurra trygginga, ber að sjálfsögðu að upplýsa um slíkt og stjórnarmennirnir verða tafarlaust að segja af sér. Því miður virðast vera dæmi um slíka spillingu í gangi víða á landinu og það verður ekki látið viðgangast í því andrúmslofti sem nú ríkir í landinu.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.3.2009 kl. 08:58

3 identicon

Bjarni.

Þú svarar engu um það sem spurt er !

Það geta allir skrifað og skrifað um andstæðingana í pólitík, og sagt að þeir séu spilltir og ómögulegir !

En þegar kemur að því að svara spurningu um spillingu framsókanrflokksins, þegar Bjarni Harðarsona var þar meðlimur , þá er allt í einu beitt einhverjum líkingum sem segja ekkert !

Þú getur ekki verið heiðarlegur , er það málið ?

E.S.  Ég er bara venjulegur íslendingur , þess vegna hef ég aldrei kosið framsóknarflokkinn.

JR (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband