Sérkennileg viðhorf gagnvart fötlun

Það eru vægast sagt sérkennileg sjónarmið sem birtast okkur í þessum dómi gagnvart hegðan hjá fötluðu barni. Ég er ekki að segja að kennarinn sé ofsæll af því að fá bætur en hefði talið miklu eðlilegra að skólinn hefði verið dæmdur til þeirra bótaábyrgðar.

Það er viðurkennt að fötlun á borð við einhverfu hefur áhrif á skapsmuni og getur orsakað hvatvísi og stjórnleysi. Hér fer saman mikil hvatvísi og slysalegt atvik. Ég velti fyrir mér hvaða áhrif þetta hefur á ábyrgð foreldra fatlaðra barna sem eru samkvæmt þessu í fullri ábyrgð foreldra þó svo að skólinn hafi í þessu tilviki tekið við umsjóninni.


mbl.is Þarf að greiða kennara bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira en sérkennilegur dómur, þetta er alveg stórhættulegur dómur. Við erum með börn í skóla og við skulum muna að þetta er skildunám, það er ekki eins og við foreldrar höfum eitthvað um það að segja hvort barnið okkar fer í skóla eður ei, og þar sem við höfum ekkert val nema í örfáum tilfellum hvert barnið fer í skóla, þá er þetta grafalvarlegt að dómur skildi falla svo.

Auðvitað á kennarinn rétt á sínum bótum, en er það ekki skólinn sem ætti að vera tryggður fyrir svona löguðu??? Hvernig í fjandanum eigum við foreldrar að geta tekið þessa ábyrgð á okkur þegar við höfum ekkert um það að segja hvað fer fram í skólanum?? Hvernig getur svona nokkuð gerst í því sem á að kallast þróað velferðarsamfélag???

Hvað hefði gerst ef móðirin hefði ekki verið tryggð???

(IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:39

2 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Hvað á þá að gera við einhverfu og ofvirku börnin og eins þau sem eru með seinkaðann þroska og erfiða skapbresti??

ER skólinn ekki fyrir alla??

Ef skólinn er fyrir alla og nám án aðgreiningar á þetta ekki að vera hægt. Eins og þú segir réttilega frá Sigurlaug, þá er þetta skildunám og við höfum ekkert val um að senda börnin í skóla.

Ég er nú kennari sjálf og hef starfað við sérkennslu í nokkur ár og tel að umhverfið og viðbrög okkar hafi áhrif á það hvernig nemendur bregðast við okkur. Ég er búin að sjá þetta á eigin mistökum sem ég hef gert í starfi og hefur gerð nemandans alltaf mótast af viðbrögðum mínum og gerðum. 

Við erum ábyrg fyrir nemendum en þeir ekki fyrir okkur.

Mér finnst að það ætti að senda þennan dóm eitthvað annað og kanna hvort þetta geti staðist lög um barnavernd og réttindi barna.

Einhverf börn hafa ekki tilfinningu fyrir öðrum eða umhverfi sínu nægilega vel til að geta metið í flýti gerðir og afleiðingar. Við eigum samt ekki að leyfa þeim að komast upp með brot, en þetta var gert í reiði og morð hafa verið afsökuð vegna reiðikasta (kannski ekki sýknuð en notuð sem ástæðu).

Mér finnst að sveitafélagið ætti að vera skaðabótaskylt sökum vanbúnaðar á skellivörn hurðarinnar. 

Við vorum ekki á staðnum og því erfitt að meta hvað gerðist nákvæmlega og hverjum er um að kenna. Það eru orð kennarans á móti barnsins (ef það getur tjáð sig réttilega). Ekki vitum við nákvæmlega hversu slæmt Aspergen heilkennið er hjá barninu, svo það eru ansi margar breytur þarna sem um ræðir.

En mér finnst barnið ekki ábyrgt fyrir þetta, þar sem ekki er hægt að sanna einlægan vilja barnsins að meiða kennarann sinn.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 26.3.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk fyrir að vekja athygli á þessu - er algerlega sammála öllum sem hafa tjáð sig hér.

Birgitta Jónsdóttir, 26.3.2009 kl. 21:08

4 identicon

Málið snýst ekki um það hvort barnið var einhverft eða ekki.  Það kemur málinu bara ekkert við.

Ef barnið mitt veldur tjóni á heimili annars manns þá greiðir ábyrgðartrygging sem er innifalin í minni heimilistryggingu skaðann.

Alveg eins er með þetta mál. Barnið olli tjóni í ógáti og heimilistryggingin greiðir skaðann.  Hefur ekkert með einhverfuna að gera né ábyrgð skólans.

Barn veldur tjóni í óvitaskap eða ógáti og málið er bótaskylt. Deila má um upphæð bótanna. Það er svo annað mál.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 21:25

5 identicon

Eru menn ekki tryggðir fyrir vinnuslysi? þetta er vinnuslys.

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 21:29

6 identicon

Jú Baldur. Launafólk er tryggt ef það lendir í vinnuslysi og sumir eru tryggðir allan sólarrhinginn. 

Vinnuveitandi sér um það og ugglaust hefur viðkomandi fengið sínar slysbætur.

Þetta mál snerist um miskabætur sem er annað mál. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:34

7 identicon

Jón Óskarsson:  þetta er ekki sambærilegt vegna þess að við sem foreldrar höfum það vald svo til á öllum  öðrum stöðum til að hafa áhrif á hegðun og umhverfi barna okkar nema inná skólalóðinni. þar verðum við svo til valdlaus. Ef þetta hefði verið út í búð hefði málið horft allt örðu vísi við.

(IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:10

8 identicon

Fyrirgefið mér fáfræði mína ef ég skil þetta ekki rétt, en þarf konan nokkuð að borga þetta beint úr sínum vasa? Er það ekki tryggingafélagið hennar sem er að borga þessar 10 mill.? Ef svo er ekki, þ.e. ef hún þarf að fara að vinna þrjár aukavinnur vegna þessa leiðinlega slyss, þá mæli ég (með fullri virðingu) með landssöfnun!! 

Ef fólk stendur þannig saman þá gengur ALLT upp! :)

Jón Ingvar (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 12:26

9 identicon

Jón Ingvar

Það kom skýrt fram í fréttinni að tryggingafélag konunnar greiðir bæturnar skv. dómnum en það er einhver sjálfsábyrgð og þarf ekki landssöfnun né aukavinnu vegna hennar.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband