Bókaverslun ríkisins og heilbrigð samkeppni

Sigurður Salvarsson skrifar ágæta grein um okkur bóksala í Morgunblaðinu í dag og ég vil þakka hlý orð í okkar garð. Ég er samt hugsi yfir þeirri sannfæringu greinarhöfundar að ríkisbankanum Kaupþingi beri nú að gera allt sem hægt er til að halda lífinu í þeirri keðju bókaverslana sem nú eru komnar á ríkisframfæri.

Ég hef sem bóksali keppt við þessar verslanir og mátt hafa mig allan við að bjóða sambærileg verð. Ég vissi ekki í fyrra og hitteðfyrra að ég væri að keppa við búðir sem ætluðu svo að senda reikninginn fyrir sínum undirboðum til ríkisins, á skattgreiðendur. 

Ég hefi fyrr kallað eftir því að við uppgjör kreppunnar verði réttlæti kapítalismans látið gilda. Það er engin önnur leið til og ég held reyndar að það geti skapað gríðarleg sóknarfæri fyrir lítil og meðalstór fjölskyldufyrirtæki að glannakeðjurnar fái að fara veg allra vega. 

Að þessu sögðu vil ég samt taka undir með Sigurði að vissulega eru margar þessar verslana miklar menningarstofnanir. En þær verða það ekki síður þó að þær verði reknar hver fyrir sig innan þess eðlilega ramma fyrirtækjarekstrar að hver verðleggi sína vöru í heilbrigðri samkeppni í samræmi við það að geta staðið skil gagnvart sínum skuldunautum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er leitt að heyra að svo ágætur maður sem Sigurður Svavarsson er, skuli ekki treysta bókinni betur en svo að hann telji hana þurfa að hengja sig í pilsfald ríkissins.

Ragnhildur Kolka, 27.3.2009 kl. 09:38

2 Smámynd: Haukur Baukur

Ríkistryggðar bókaverslanakeðjur??

Ertu að segja að við borgum eftir allt fullt verð fyrir bókina.  Fyrst innágreiðslu, nefnda "tilboð" eða "lágt verð", og svo fullnaðargreiðslu í formi skatta?

Ég sakna tímanna þegar við gátum bara keypt bækur í litlum troðnum bókabúðum og fisk í fiskbúðum.  Nú kaupir fólk vetradekkin í Hagkaup, og matinn á Shell. 

Haukur Baukur, 27.3.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband