ESB og könnunarviðræðurnar...

...Vel er líklegt að í þeim viðræðum verði reynt að velta við hverjum steini í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og hjá stofnunum þess. Hvað út úr því kemur veit enginn en það er barnaskapur að halda að allt geti lagst aftur í sama far ef aðild að Sambandinu verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þegar flókin mál eru skoðuð upp á nýtt kemur jafnan eitthvað á daginn sem menn skilja á ólíkan veg og þykir rétt að endurskoða. Við „samningaborðið" verður Ísland með afleita stöðu ef gagnaðilinn reynir að nota tækifærið og færa eitthvað til okkur í óhag.Þá er raunar eins víst að „könnunarviðræðurnar" endi með að valið standi milli þess að ganga í Sambandið eða enda með verri stöðu en áður. ...

Atli Harðarson (sjálfstæðismaður og bróðir minn) skrifar um ESB málin á síðu sinni í dag, afar athyglisverðan pistil þar sem hann rekur meðal annars ofan af þeim barnaskap og tvöfeldni sem felst í því að tala umsókn að ESB sem einhverskonar hlutlausa könnun og part af lýðræðinu. Það eru reyndar endalok lýðræðis í þeirri mynd sem við þekkjum það ef löggjafarvaldið er flutt úr landi og við höfum eftir það álíka mikið um okkar eigin mál að segja eins og Grímseyingar þegar þeir hafa sameinast Akureyrarkaupstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Illa væri þá fyrir okkur komið, Bjarni minn Harðarson, ef slúbbertar í Brúsel sætu yfir kostum okkar. Má ég þá heldur biðja um okkar gömlu góðu rammíslensku slúbberta við Austurvöllinn.

Baldur Hermannsson, 28.3.2009 kl. 22:22

2 identicon

Bjarni.

Ekki vera með þessar áhyggjur.

Auðvitað göngum við saman inn í ESB og tökum okkur góðan gjaldmiðil !

Veit ekki hvers vegna þú sérð orðið ESB-draug í hverju horni , hjá þjóð þinni ?

Getur verið að þú þurfir að fara að huga að Evrópuferð  ?

Reyndu að tæma ESB-hugan og farðu að lesa um einhverja Evrópuborg !

JR (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband