Einstaklingsframboð inni í kerfi flokka

Mér fannst afskaplega leitt að sjá ykkur bakka út og tel það mikinn missir fyrir lýðræðið þegar svona skeður, ég leyfi mér að halda því fram að mistök frambjóðenda liggi í þessari þráhyggju að stofna flokka og fara að samræma málflutning í stað þess að koma fram sem persónur með ólíkar skoðanir, og treysta kjósendum fyrir valinu á frambjóðanda án þess að reyna að setja skorður á val kjósandans með uppstillingu og samræmdum málflutning.

Það er ekki þverfótað fyrir áskorunum um að hætta við að hætta eða vinsamlegum kommentum um að þetta hafi verið slæmt að við fullveldissinnar skyldum hætta við. Ofanritað skrifar Þorsteinn Valur Baldvinsson sem býr í Múlassýslum. Og ég er alveg sammála Þorsteini. Vegna þessa var L-listinn ekki flokkur og við gerðum enga tilraun til að samræma málflutning okkar í smáatriðum. Slík samræming innan flokka stríðir enda gegn því fulltrúalýðræði sem við búum við.

Og kosningakerfið gerir það líka. Það er hannað fyrir flokka og sá sem vill bjóða fram krafta sína án þess að hafa flokk verður að hafa í liði sínu 126 aðra frambjóðendur.  Það er vitaskuld möguleiki að bjóða bara fram í einu kjördæmi en þá eru líkurnar á dauðum og ómerkum atkvæðum mikið meiri.

L-listinn var í raun og veru bandalag sex einstaklingsframboða í jafn mörgum kjördæmum. Þar gengum við út frá lágmarkssamstöðu um málefnagrunn sem var fullveldishugsjónin, baráttan gegn flokksræði og almennt umburðarlyndi og hófsemi.  Afhverju þurfti yfir höfuð þessa samstöðu um málefni spurðu margir. Jú, sá sem kaus L-lista á Norðurlandi með Guðrúnu á Guðlaugsstöðum í fyrsta sæti gat vegna kosningalaganna staðið frammi fyrir að atkvæði hans flyttist milli kjördæma og kæmi til góða frambjóðanda í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Ef að Guðrún og frambjóðandinn fyrir sunnan væru í öllum atriðum fulltrúar andstæðra póla í pólitík þá var þessi tiltekni kjósandi svoldið grátt leikinn. 

Vonandi eigum við í framtíðinni eftir að sjá hér á landi landslistakjör sem væri sniðið að því að skapa raunverulegan farveg fyrir einstaklingsframboð utan flokka. Nú reynir á að gömlu flokkarnir eða stjórnlagaþing geti einir búið til þannig reglur - sem vinna í raun gegn flokksræðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er of flókið.

Þegar Bill Clinton vildi verða forseti skrifaði Carville þessa setningu með tússi á spegilinn á salerni hans:

"Keep it simple, stupid!"

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Takk fyrir kvöldið Bjarni, verst að ég gat ekki stoppað nógu lengi til að heyra almennilega hljóðið í fólkinu.

Ísleifur Gíslason, 9.4.2009 kl. 01:10

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Ég ákvað að vinda mér strax í baráttuna gegn flokksræðinu, hafandi að hluta til fundið af því smjörþefinn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.4.2009 kl. 02:41

4 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Takk fyrir kvöldið Bjarni minn. Það var skemmtilegt að koma til þín og við skemmtum okkur öll vel, Egill Steingrímur eignaðist nýjan vin og allt:)  Þú og frúin þín eruð höfðingjar heim að sækja og kærar þakkir fyrir okkur.

Erla J. Steingrímsdóttir, 9.4.2009 kl. 14:05

5 identicon

Okkur langaði svo að koma en vegalengdin bara of mikil en takk kærlega fyrir boðið, bið að heilsa í bæinn, með von um að allir eigi gleðilega páska.Easter eggs 2

(IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband