Til hamingju Össur

Það eiga allir menn sína hamingjudaga og margt sem bendir til að Össur Skarphéðinsson hafi verið á hátindi síns ferils í gær, föstudaginn 10. júlí en þá gerðist það tvennt sem ráðherrann hefur lengi dreymt að verði að veruleika.

valholl_mynd_kr_bj.jpg
Valhöll á Þingvöllum brann til grunna og Alþingi Íslendinga tók til umfjöllunar tillögu sem miðar að því að leggja af sjálfstætt þjóðríki á Íslandi.

Sjálfur lenti ég í mjög svo svæsnu orðaskaki við ráðherrann þegar ég fyrir tveimur árum lagðist gegn sameiginlegum fyrirætlunum Össurar og Kristjáns Einarssonar slökkviliðsstjóra að rífa hús þetta en Össur vildi á þeim tíma byggja í stað hótels fyrir almenning nýmóðins ráðstefnusal fyrir Alþingi.

Nú er hálfnað Össurar-verkið við Valhöll sá draumur og orðið að veruleika að Alþingi ræði nú af alvöru um að ráða völd undan landinu til erlendra valdastofnana.

Mín trú og von er samt sú að áður en lýkur lúti vindbelgurinn Össur í gras, Íslendingar felli allar tillögur sem miði að skerðingu fullveldis og Valhöll verði endurreist í sem upprunalegastri mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..."en Össur vildi á þeim tíma byggja í stað hótels fyrir almenning nýmóðins ráðstefnusal fyrir Alþingi."

Jahá! Vildi hann þjóðgarðinn fyrir sig og hans líka.

Honum verður e.t.v. að ósk sinni. Þrælbundinn almúginn í skuldir (þökk sé meirihluta þingsins ef til þess kemur) verður mjög líklega ekki í aðstöðu til að þvælast í lausagangi á Þingvöllum næstu áratugina.

Helga (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 17:15

2 identicon

Í gær var 10. júlí

Henrý Þór (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 17:23

3 identicon

Sæll Bjarni.

Össur er ekki einn um að vilja kofann í burtu. Björn Bjarnason (yfir-ofursti) hefur einnig viljað þennan kofa sem brann í burtu. Hinsvegar vildi Björn setja glerþak yfir alt þingvallarsvæðið og það væri bara kirkjan og alþingi sem þarna fengju að koma og svo erlendir tignargestir. Björn setti svo sjálfan sig til æviloka í þingvalanefnd.

Ég spái því að þarna verði ekki byggt aftur en í staðinn verði hóteli og veitingastaði ætlað rúm fyrir ofan gjá við hliðina á þjónustumiðstöðinni. Líklega verður einhverjum arkitektinum fengið það verk og munum við sjá afleiðingar flogakast og mikilmennsku við teikniborðið rísa þarna á gjábarminum. Það verður þá líklega gert með samþykki þeirrar ríkisstjórnar sem þá verður við völd og skiptir þá ekki máli hvaða flokkar eigi aðild að þeirri ríkisstjórn.

Tómas V. Albertsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 18:30

4 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Margur heldur mig sig!

Jón Halldór Eiríksson, 11.7.2009 kl. 18:31

5 identicon

Algjör snilld Bjarni.  Sælir eru einfaldir [samfylkingarmenn] sem gleðjast yfir litlu!!

Gunnar Kristinn Þórðason (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 18:37

6 identicon

Þetta var þrátt fyrir allt hið laglegasta hús þótt fúið væri á köflum og auðvitað á að byrja að teikna það strax á mánudagsmorgun og endurbyggja í vetur.  Reisa laglegt lúxushótel með ráðstefnuaðstöðu og skapa vinnu um leið.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 18:44

7 Smámynd: Snorri Bergz

"Sjálfur lenti ég í mjög svo svæsnu orðaskaki við ráðherrann þegar ég fyrir tveimur árum lagðist gegn sameiginlegum fyrirætlunum Össurar og Kristjáns Einarssonar slökkviliðsstjóra að rífa hús þetta en Össur vildi á þeim tíma byggja í stað hótels fyrir almenning nýmóðins ráðstefnusal fyrir Alþingi. "

Þú ert á eftir tímanum Bjarni. Össur ætlar ekki að reisa hús fyrir alþingi þarna á Þingvöllum, heldur ráðstefnu- og fundarsal fyrir ESB. Það segir sig sjálft.

"Húmorinn" er reyndar sá að generáll Össur hafi sagt við stormsveit sína, svokallaða Tjeku, að fara nú og brenna Valhöll.  En ESB liðið hafi bara brennt ranga Valhöll.

En þetta minnir nú svoldið á atburði í Þýskalandi 1933. :)

Snorri Bergz, 11.7.2009 kl. 19:07

8 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Fór Kjölur eitthvað illa í þig Bjarni?

Ingimundur Bergmann, 11.7.2009 kl. 20:11

9 identicon

   Er það ekki rétt munað hjá mér Bjarni, að Össur hafi tekið þig til bæna vegna þess að þú varst í algerri mótsögn við sjálfan þig. Annarsvegar hafðiru eina skoðun sem nefndarmaður í Þingvallanefnd, og svo aðra sem þingmaður Suðurkjördæmis. Ertu ekki barasta pínulítill Möller eða þannig.

Vilhjálmur Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 21:02

10 identicon

Félagi Bjarni !

 "Vindbelgurinn Össur í gras"

 Snjöll setning!

 Þurfum hreint ekki könnunarviðræður við ESB.

 Þrír, ef ekki fjórir framkvæmdastjórar ESB., hafa á liðnum misserum sagt, hátt, skýrt og afdráttalaust, varðandi mikilvægustu auðlind þjóðarinnar, sjávarútveginn og fiskveiðilögsöguna.: " Ef Íslendingar óska inngöngu, gilda skilyrðislaust og EINGÖNGU LÖG  ESB. Ísland verður að lúta þeim lögum"

 Lútum aldrei erlendum valdastofnunum .

 Svo einfalt er það !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Non datur tertium"þ.e." Já eða nei. Enginn millileið er fyrir hendi" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 21:05

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég vil komast í Þingvallanefnd! Helst sem formaður nefndar!!

Vitaskuld á að reisa Valhöll aftur í upprunalegri mynd á sama stað og skapa atvinnu um leið. 

Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2009 kl. 21:10

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hæg austlæg átt eða hafgola, skýjað með köflum og sums staðar dálítil súld við ströndina. Hætt við síðdegisskúrum. Hiti 15 til 20 stig inn til landsins en svalara við sjóinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2009 kl. 21:36

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi húskofi og meðferð hans virðist nú alveg vera í týpískum íslenskum stíl.  Gerð var skýrsla um málið 2006 þar sem segir:

"„Það skortir enn töluvert upp á að húsnæðið uppfylli gildandi kröfur um brunavarnir og gera þyrfti brunatæknilega hönnun á húsnæðinu sem og úttektir á öllum kerfum ef rekstur þess á að halda áfram í núverandi mynd."
...

"Ekkert var hins vegar gert og allar aðgerðir sem grípa átti til dagaði uppi.
„Það kemur fram í skýrslunni að þetta er slysagildra þannig að fyrst eldur varð laus var ég ekki hissa á þessum endalokum," segir Þorsteinn Gunnarsson arkitekt." (visir.is)

Þetta er svo dæmigert íslenskt.  Humm og ha og jumm og jó.  Afleiðng: Allt í rúst.

Best að ríkið láti hrófla upp einhverjum torfofa þarna eða jarðhýsi fyrir and-sinna eftir að ísland verður komið til manna í esb.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.7.2009 kl. 21:57

14 identicon

Er ekki í lagi með þig Bjarni? Þessi pistill er þér til minkunnar. Til hamingju Össur!!! Er það fagnaðarefni einhvers að hótelið brann?

Nú þingið var að vinna meðan hótelið brann, en hvað með bruna framsóknarmanna?

Hvað með stöðu Íslands, sem er mikið til framsóknarflokknum að kenna. Sá bruni er mun stærri og verri.

Og hvað með stöðuna hjá slökkviliðnu á Selfossi? Þar er allt í logandi rúst. Líttu þér nær Bjarni.

Það fagnar enginn þessum bruna,

Siggi (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 22:09

15 identicon

Jahamm.

 Þessir atburðir eru hálf ljóðrænir bara, í hryllilegri mynd sinni. 

Það er að minnsta kosti mjög táknrænt að Valhöll skyldi brenna sig til grunna um leið og Alþingi leggur dag við nótt að afsala auðlindum og sjálfstæði þjóðarinnar til nýlendusambandsins (ESB).

Ef Krötunum tekst það sem þeir ætla sér, og með jafn táknrænum hætti, mætti alveg hugsa sér að formleg innlimun Íslands í nýlendusambandið ætti sér stað 1. desember næstkomandi.

Þá getum við haldið upp á þann dag svona plús / mínus.

Mikið innilega vona ég samt að ég hafi ekki rétt fyrir mér. 

Grímur frá Gýgjarhólskoti 

Grímur Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 22:46

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Því hefur löngum verið haldið fram, að pólitíkin fari ekki vel með margan manninn. EFtir þennan lestur, fer maður meir að trúa slíkum kenningum og það þótt um stuttan tíma væri að ræða í þínu tilviki ágæti síðuritari!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2009 kl. 00:39

17 Smámynd: Bjarni Harðarson

   Er það ekki rétt munað hjá mér Bjarni, að Össur hafi tekið þig til bæna vegna þess að þú varst í algerri mótsögn við sjálfan þig. Annarsvegar hafðiru eina skoðun sem nefndarmaður í Þingvallanefnd, og svo aðra sem þingmaður Suðurkjördæmis. Ertu ekki barasta pínulítill Möller eða þannig.

Þetta er svo sannarlega ekki rétt munað kæri Vilhjálmur. Ég hafði sömu skoðun á þessu máli bæði í Þingvallanefnd og utan og það sem meira er, Össur reyndi að halda því fram að Þingvallanefnd fyrir mína tíð hefði haft þá skoðun sem hann hafði að rífa ætti Valhöll en fyrir því var enginn stafur enda fór það svo að Össur karlinn bar mál þetta aldrei upp í nefndinni í minni tíð og varð sér heldur til minnkunar með tali um ónýtar fúaspýtur. En það tal hans tekur af öll tvímæli um að hann hlýtur að fagna brunanum nema hann hafi þá skipt um skoðun síðan 2007.

Bjarni Harðarson, 12.7.2009 kl. 01:55

18 identicon

Reyndu nú Bjarni að hafa vit af því að snarhaldakjafti og verða þér til sífellt minni minnkunnar. Ekki veitir af.

Suðurland (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 03:51

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er fyrir neðan þína virðingu Bjarni Harðarson.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2009 kl. 10:13

20 identicon

Þetta er meiri æsingurinn. Valhöll brann án þess að nokkur slasaðist og þar fóru nokkrar fúaspýtur sem sumir sjá eftir en aðrir hafa lengi talið að það ætti að rífa þetta hótel. Í þeim hópi er Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og það er ekkert líklegra en að allir þeir sem vildu rífa hótel þetta séu nú glaðir.

JH (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 11:29

21 identicon

Valhöll var eldgildra  og var lán í óláni að það brann að degi til en ekki að nóttu til.

En að vera óska Össurri til hamingju er fyrir neðan allt velsæmi.Þó að þú sért sár út í hann vegna ESB er  þetta of langt gengið. 

Raunsær (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 14:49

22 identicon

Rosalega ert þú lasinn Bjarni!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 22:35

23 identicon

Það er nú bráðskemmtilegt að verða vitni af því, að Össur af öllum mönnum, vera að úttala sig um hvað er tilhlíðanlegt í bloggi og hvað ekki.  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 22:51

24 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það hefur ýmislegt lágkúrulegt og smekklaust sést á blogginu, en þetta toppar allt sem sést hefur.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.7.2009 kl. 02:02

25 identicon

Endurreisa þessa forljótu kofa... það er að nauðga þjóðgarðinum... viðbjóðslega ljótir kofar verða ekki flottar hallir með aldrinum.
Hér er Bjarni að vernda minningar sínar úr barnæskunni, honum er sama þó ísland sói háum upphæðum í kofaskriflli endurminninganna.... sem er svona í takt við flesta stjórnmálamenn íslands... allt snýst um þá og fáránlegar langanir þeirra sjálfra

DoctorE (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 12:37

26 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Er ekki Valhöll fyrir ofan allt ansk pólitískt bull og kjaftæði - legg til að svona hlutir verði teknir frá pólitískum ákvörðunum og sett undir "landsráð" þe kjörnir fulltrúar úr hverju landshorni suður - vestur - norður og austur = 4 stk ekki 63 apar við Austurvöll

Jón Snæbjörnsson, 13.7.2009 kl. 13:16

27 identicon

Mér finnst að það ætti að setja upp styttu af Össuri þarna sem hótelið var sem væri á hring þannig að hún mundi snúast með vindinum einsog vindhani.Það mundi hæfa Össuri vel

I Skulason (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 13:22

28 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

vind-ÖSSUR

Jón Snæbjörnsson, 13.7.2009 kl. 13:24

29 identicon

Nú er lag að reisa þarna burstabæ, kannski á örlítið betri stað. Á nóg af torfi.

Verð að játa á mig smá háð hérna, þar sem ESB sinnar tala oft um andstæðinga sína í þeim dúr að þeir vilji bara kúra í moldarkofunum sínum. 

Þess vegna væri þetta gott á þá, svona ofan á skellinn sem þeir fá þegar ESB & ICESAVE móverkið veldur seinni búsáhaldabyltingunni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband