Við völd án þess að vera við stjórn!

Ég sagði að ríkisstjórnin væri við völd án þess hún sæti við stjórn, það er tvennt ólíkt, sagði Jói stóri og hvarflaði augunum milli fólksins. Hún lætur allt sitja við það sama.

(Guðbergur Bergsson: Hjartað býr enn í helli sínum, Rv. 1982)gudbergur4

Ofanrituð pólitísk ræða kommúnista og fyllibyttu í bók Guðbergs Bergssonar frá 1982 á vel við í dag eins og svo margt í þessari bók.

Það er enginn vafi að Grindjáninn Guðbergur er eitt af bestu skáldum þjóðarinnar en ég verð að játa að hafa ekki náð þroska til að lesa hann fyrr en hálffimmtugur og er nú á góðri leið með að lesa allt eftir karl þennan.

Í bókinni Hjartað býr enn í helli sínum er lýst af ótrúlegu næmi hugarflækjum, fordómum, sleggjudómum, daglegu lífi og skynjun okkar á því.

Og stuttur pólitískur kafli bókarinnar í einhverskonar trekanti heima hjá Jóa stóra og Jóa litla er með slíkum ágætum að tekur langt fram öllum Icesave-vaðli daganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óskaplega auðvelt fyrir þig Bjarni, að andskotast á ríkisstjórninni. Í þínum sporum væri samt eðlilegra að rifja upp fortíðina og minnast a) stuðnings þíns við mesta glæpaflokk Íslandssögunnar, Framsóknarflokksins og b) hver aðkoma þess flokks var að hruni íslensks þjóðfélags. Ef þú getur horfst í augu við það, þá er kannski kominn grundvöllur fyrir því að gagnrýna núverandi ríkisstjórn.

disa (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 03:00

2 identicon

Guðbergur er snillingur!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband