Játningar og uppgjör við hrun!

...Ég var sjálfur blessunarlega heppinn að vera í stuttan tíma atvinnustjórnmálamaður en á þeim stutta tíma rann það smám saman upp fyrir mér að ég hafði verið líkt og margur bláeygur um of. Mér varð það smám saman ljóst að í bakherbergjum Framsóknarflokksins starfaði flokksvél sem vissi fullvel hvað var í gangi og hafði verið í gangi öll þau ár sem stjórnmál snerust meira um að útdeila gæðum en að vinna í anda kjósenda.

Ég varði þennan flokk í þeirri trú að hann væri þess verður og hélt því áfram eftir að mér átti að vera ljóst að það var illa forsvaranlegt. Eftir að fram komu vorboðar hrunsins eins og REI-málið mátti hverjum sem vildi sjá vera ljóst að innan bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks voru ástunduð vinnubrögð sem áttu sér enga málsvörn. Hrunið sjálft hefur svo staðfest að REI málið var hégómi hjá því sem kokkað hafði verið nokkrum árum fyrr með einkavæðingunni.

Sjá nánar í pistli á AMX, hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,...Ég var sjálfur blessunarlega heppinn að vera í stuttan tíma atvinnustjórnmálamaður"

 ,,Framsóknarflokksins starfaði flokksvél sem vissi fullvel hvað var í gangi og hafði verið í gangi öll þau ár sem stjórnmál snerust meira um að útdeila gæðum en að vinna í anda kjósenda."

,,Hrunið sjálft hefur svo staðfest að REI málið var hégómi hjá því sem kokkað hafði verið nokkrum árum fyrr með einkavæðingunni."

Núna ertu ekki að segja satt ?

Hvað ætlar systir að segja við þessu ?

JR (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 20:38

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjarni, þetta er játning í stíl við pistil Þorvalds Gylfasonar í baugsmiðli dagsins, en Þorvaldur ólst einmitt upp við nærveru pólitísku klíkunnar. Sjálf kynntist ég aðferðafræðinni á æskuárunum og get staðfest að þið hafið báðir hárrétt fyrir ykkur.

Það er tímabært, og þótt fyrr hefði verið, að hrinda fjórflokkaveldinu.

Kolbrún Hilmars, 9.10.2009 kl. 21:42

3 identicon

Félagi Bjarni !

 " Stjórnmál snérust um að útdeila gæðum"

 Hvaða flokkur er saklaus af úthlutunum ??

 Já, Þorvaldur Gylfason ætti að þekkja slíkt.

 Í lögum Alþýðuflokksins - fyrirrennara Samfylkingarinnar - stóð í 16.grein.: "

 Unnið skal að forgangi flokksmanna í ÖLL STÖRF sem laus verða hjá hinu opinbera" !!

 Þannig var það - er - og mun ávallt verða hjá öllum stjórnmálahreyfingum í lýðfrjálsum ríkjum.

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Nolens-volens"  - þ.e. " Hvort sem okkur líkar betur eða verr" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 21:49

4 identicon

 Í bókinni sem ég keypti hjá þér áðan er viðtal við mann sem segir að Rei málið hafi verið eitt það stærsta hvað varðar svikamyllur ef ég skil viðtalið rétt og ekki allt komið fram hvað það varðar enn. Og  mér finnst lítið gert úr einkavæðingunni í því sama viðtali.  Maður veit alltaf minna og minna eftir því sem maður les meira, þetta er bara ekki einleikið með þetta líf.

Takk fyrir hlýlegar og notalegar móttökur svo ekki sé nú minnst á nýbakaðar vöfflur og kaffi. :-)

(IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 21:51

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 Unnið skal að forgangi flokksmanna í ÖLL STÖRF sem laus verða hjá hinu opinbera" !!

Er þetta ekki inni í lögum Samfylkingarinnar ennþá, Kalli? Líklegast búið að bæta við fjölmiðlum þarna líka. RUV grasserar í Samfylkingarspámönnum, svo það leynist engum.

Gott að heyra þetta frá þér Bjarni. Loksins er að renna upp ljós fyrir mönnum. Líst vel á þennan trend og auglýsi eftir fleiri samviskuröddum í þessum kasúldna stjornmálageira.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2009 kl. 21:57

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjarni, þú ert nú ljóti skálkurinn að fara svona með okkur aðdáendur þína. Fjósamaður þarf að moka skít, sjómaður þarf að stúta fiskum, pólitíkus þarf að þrífast í reykfylltum bakherbergjum. Þetta eru lögmál lífsins. Fjórflokkurinn hefur í heildina unnið gríðarlega fallegt starf á Íslandi, það er þá eitthvað annað en hænsnin í Borgarahreyfingunni sem ekkert hafa gert nema vega hvert annað. Trúlega færðu ekki annað tækifæri og er það miður því þú ert ágætur stjórnmálamaður.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 22:16

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ótrúlegt en satt þurfti ég ekki að gerast "atvinnustjórnmálamaður" eða "framsóknarmaður" til að sjá að Framsóknarflokkurinn er einhver gjörspilltasti flokkur, sem um getur!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.10.2009 kl. 23:08

8 identicon

Félagi Bjarni !

 Guðbjörn fullyrðir Framsóknarflokkinn," gjörspilltasta flokk sem um getur"!

 Já og Nei !

 Man nokkur eftir " Sameiningarflokkur alþýðu - Sócialistaflokkurinn" - þar áður Kommúnistaflokkur Íslands.?

 Þegar höfuðkommi þjóðarinnar á þeim tíma, Brynjólfur Bjarnason tók yfir menntamálaráðuneytið, þá réði hann ekki einn flokksbræðra sem kennara. Nei, ó,nei - hann YFIRTÓK KENNARASTÉTTINA.

 Setti Arngrím ,Jónnson trúbróðir sem skólastjóra stærsta barnaskóla þjóðarinnar,á þeim tíma - Austurbæjarskóla.

 Setti trúbróðir Stíg Steinsson yfir stærsta barnaskóla Austurlands á Seyðisfirði.

l

 Síðan hefur mikill meirihluti kennarastéttarinnar trúað á Marx & Engel - með Lenin & Stalin sem erkiengla !

 Já, " stjórnmál snúast um að úthluta gæðum"og þótt mærin Jóhanna boði i í kvöld syndafall og ríkisgjaldþrot ef Icesave ekki kyngt. , - þá kyngjum aldrei himinnhrópandi heimskulegum lögleysum.!

Slíkt væri  sem Rómverjar sögðu.: " Limbus fatuorum" - þ.e. " Paradís heimskunnar" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 01:43

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Og er ekki Magma Energy Sweden enn eit afkvæmi samræðis framsóknar og íhaldsins....? Kippir alla vega í bæði kynin....

Ómar Bjarki Smárason, 10.10.2009 kl. 03:12

10 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

og við erum svo algerlega berskjölduð - gagnvart þessari viðurstyggilegu og landlægu spillingu - mér finnst ástandið í dag spegla það svo innilega.

Það er búið að meiða íslenska þjóðarsál sári sem aldrei á eftir að gróa að fullu.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 10.10.2009 kl. 15:19

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alma, þú hefur svo sorglega rétt fyrir þér.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 15:24

12 identicon

Hjartanlega sammála allri gagnrýni sem fram kemur hér að ofan, og því miður er Bjarni að UPPLÝSA okkur um þá SIÐBLINDU sem Ránfuglinn (XD), Samspillingin (XS) og Framsókn (50-50 skiptin) ástunda.  Því miður er ekki verið að setja þjóðarhagsmuni í 1 sæti, heldur er það ávalt hagsmunir innmúraðra einstaklinga í FL-okkunum sem eru í 1 sæti, svo er FL-okkurinn í 2.sæti, svo eru hrosakaup í 3. sæti og svo stundum samfélags hagsmunir í 4.sæti - íslenskir "viðskipta- & stjórnmálamenn eru spiltir - sjálftökulið sem hefður því miður breytt okkar samfélag yfir í RÆNINGJASAMFÉLAG..!"  Þetta er og hefur verið sorgleg staðreynd í 20 ár, en það þurfti HRUN samfélagsins til að fólk vaknaði til lífs..!  Við höfum verið meðvirk á meðan alkinn (siðblindir stjórnmálamenn) hafa verið að stela silfri þjóðarinnar og færa útvöldum aðilum...!  Kvótakerfið er óhagkvæmt og mjög ljót svikamylla, án þess svindl hefði þetta hrun aldrei orðið að veruleika.  Það hefur vantað "Heilbrigða skynsemi í okkar stjórnmál & viðskiptalíf" með örfáum undantekningum..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 19:30

13 identicon

Skv. því siðferði sem hér er lýst gæti ísl. fórflokksmaður alveg hringt í starfsbróður sinn erlendis og sagt: 

"Viltu nokkuð vera að lána okkur 2þúsund milljarða?"

Glúmur (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 20:05

14 Smámynd: Haraldur Baldursson

Og samt stöndum við frammi fyrir þeim veruleika að ekkert eitur er til sem vinnur á fjórflokknum.
Hvað er þá til ráða ? Ég hallast að því að flott samtök eins og Fullveldissinnar verði að finna sér vettvang innan 4-flokksins að nýju. Mæta þar sterk til funda og breyta skepnunum innan frá.

Haraldur Baldursson, 11.10.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband