Um prófkjörið

Prófkjörið fer fram 20. janúar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður dagana 16., 17. og 18. janúar í Reykjanesbæ, Árborg, Höfn og í Reykjavík. Kjördeildir á kjördag verða 24 talsins. Nánari upplýsingar um þessi mál síðar.

Það sem skiptir mestu núna er það hverjir mega kjósa. Í bréfi frá kjörstjórn 21. des. sl. segir um það mál.:

„Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir flokksbundnir framsóknarmenn í framsóknarfélögum í Suðurkjördæmi, samkvæmt félagaskrá 12. janúar 2007, og nýir félagar, með lögheimili í kjördæminu, sem ganga í félögin fram að lokum auglýsts kjörfundar. Jafnframt er flokksbundnum framsóknarmönnum, með lögheimili í kjördæminu, í félögum utan kjördæmisins, heimilt af skipta um félag, fram að lokum auglýsts kjörfundar.  Aðalskrifstofa flokksins skal staðfesta að félagaskrár séu réttar." 

Semsagt; áhugasamir sem búa utan kjördæmisins geta fyrir 12. janúar skráð sig til aðildar í framsóknarfélagi í héraðinu og fengið þar með fullan rétt til að kjósa á kjördag eða utankjörfundar dagana á undan. Einstaklingar sem búa í kjördæminu þurfa engar áhyggjur að hafa af sinni flokksaðild heldur geta þeir fyllt út umsókn um flokksaðild á kjörstað á kjördegi. Óneitanlega er samt einfaldara að kjósa ef að viðkomandi er búinn að ganga frá þessum málum í tíma. Kosningaskrifstofa Bjarna Harðarsonar tekur að sér að ganga frá öllu sem að þessu snýr fyrir hvern sem er, netfangið er bjarnihardar@bjarnihardar.is og sími vegna skráninga 865 6284.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Gangi þér vel Bjarni.

Sveinn Hjörtur , 4.1.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband