Vondi vondi Steingrímur sem hækkar skattana

Samtök iðnaðarins hrópar nú á stjórnvöld fyrir skattahækkanir og sama gera forsvarsmenn ferðaþjónustu. Höfundur Staksteina Morgunblaðsins skrifar af stílsnilld um skattaæði stjórnvalda. Öll er þessi umræða af hinu góða en óneitanlega holur tónninn þegar að gagnrýninni standa sömu stjórnmálamenn og settu okkur á höfuðið og hafa með sér í kórnum gamlar og lúnar málpípur útrásarvíkinganna sálugu. Reikna þessir menn virkilega með því að þeir verði teknir alvarlega?
mbl.is Ósanngjarn sykurskattur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það yrði mikill fagnaðarkór ef vinstri stjórnin legði skatt á þjóðina viðlíka þeim álögum sem hugmyndafræði markaðshyggjunnar lagði á hana. Svo er hún nú býsna dýr veislan sem íhaldið stofnaði til með útþenslu ríkisbáknsins. 

Árni Gunnarsson, 16.11.2009 kl. 20:37

2 identicon

Þú mátt taka mig alvarlega, enda ekki útrásarkall og þá ekki fyrrverandi stjórnmálamaður. Hömm. En óneitanlega ferðaþjónustuaðili, með hófsama verðlagningu, og sammála forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar með talsvert mikilli sannfæringu.

Þessi skatta-rýtingur kemur nefnilega beint í bakið á aðilum ferðaþjónustunnar sem flestir eru búnir að gera samninga m.v. þá skatta sem voru í gildi. Það er of seint að bregðast við þessu með hækkun til að verja sig. Fara þeir verst út sem hófsamastir hafa verið í hækkunum (vegna verðlagsþróunar), og allra best þeir sem mest hafa hækkað. 

Svo á að bíta augað úr skömminni með allskonar viðbótar innheimtu sem er þá ný, og í öllum samningum ekki til, þannig að það sama er uppi á teningunum. Sykra svo yfir með  enn meiri sköttum sjálfsagt, svo að Ísland geti orðið eins dýrt og undir falsaðri krónu, og fyrsta árið í boði ferðaþjónustuaðila.

Sama er mér hver gagnrýnir Steingrím fyrir þetta, - sama hvaðan gott kemur. Þetta er skammarlegt högg á atvinnugrein sem er hugsanlega eina ljósið í myrkrinu, - og tilgangurinn er sá að skrapa saman undir þumslaskrúfunni fé sem nægir þeirrar friðþægingar sem gæti þóknast ESB.

Fuss og svei.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 20:50

3 identicon

Félagi Bjarni !

 " Sömu stjórnmálamenn og settu okkur á höfuðið".

 Hver var höfuðorsök hrunsins ?

 Fyrst og síðast glufa í regluverki EES.

 Engum lifandi manni hafði nokkurntíma komið til hugar, að bókstaflega ALLIR bankar í einu ríki gætu drukknað - á aðeins einni viku !

 Slíkt hefur hvergi annarsstaðar skeð á byggðu bóli !

 Hver varaði við hættunni á hruni, strax í febrúar 2008 ?

 Skjalfest.

 Eigum við að nefna nafnið ?

 Látum það liggja. " Davíðs-heilkennið" gæti brotist út af ofsakrafti !!

 Gleymum ekki að " Dala-sósialisminn" verkar í öllum löndum letjandi.

 Skattahækkanir plús vinstri stefnur ?

 Í raun sami hluturinn, eða sem Rómverjar sögðu.: " Aliud et idem" - þ.e. " Sami hluturinn" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 21:43

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gæti verð "Kalli frændi" að sá ónefndi sem þú vísar til sé sami maður og sá sem sagði Dala- sósíalistanum Steingrími J. að halda sig við það sem hann hefði vit á þegar hann varaði "ónefndan" við að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma?

Árni Gunnarsson, 16.11.2009 kl. 22:39

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta sýnir eðlilega að svo kallaðir "Vinstri-menn" hafa engan rétt til að gagnrýna neitt framvegis. Þeir komu nefnilega öllum Sovétríkjunum og helmingi Vesturlanda á hausinn. Så kan de lære det! Eigum við að segja að 10.000 ára þögn væri hér viðeigandi?

Svo var það maðurinn sem fann upp peningana. Nokkur þúsund ára þögn væri þar viðeigandi, eða jafnvel milljón ár?  

Svo er það maðurinn sem er að detta ofaní gin flöskunnar núna. Hann getur átt sig því hann fann upp glerið utanum innihaldið. 

Þetta verður bara betra.

Kveðjur úr ESB - þar sem bankanir eru í faðmi skattgreiðenda og eiga eftir að detta ofan í vasa þeirra - seinna.

Allt gerist fyrst á Íslandi.  

=================

"Enginn ætti að geta orðið fjármálaráðherra nema að hafa prófað að fara á hausinn að minnsta kosti einu sinni. Þá veit hann hvað er í húfi."  

Kenneth Clarke fjármálaráðherra Bretlands 1993 til 1997 

================= 

Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2009 kl. 23:05

6 Smámynd: Bjarki Steingrímsson

15.11.2009

Mótmæli: Samstöðu fundur kl 12:00 þriðjudag...

Nýtt  Ísland boðar til mótmæla og samstöðu fundar kl 12:00 n.k. þriðjudag fyrir framan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu.


 Sveinbjörn Ragnar ÁrnasonVið mótmælum vilja og aðgerðarleysi ríkisstjórnar í garð heimilanna í landinu sem eru að verða fyrir þeirri mestu kjaraskerðingu sem um getur.  Kjaraskerðing í formi hækkunar lána og eignabruna.

Bankarnir taka yfir  húsnæðislán með 44% afföllum, en ekkert er í boði fyrir hinn almenna nema að lengja í lánum.

Verðtrygging  afnumin strax.  Það tók ríkisstjórnina ekki nema 15 mínútur  að tryggja fjármagnseigendur í bankahruninu og því er krafan sú sama hjá heimilunum í landinu,  að þeim verði bjargað strax.

Við krefjumst þess að öll húsnæðislán verði færð til ármóta 2007-2008.  


Lántakendur nú stöndum við saman, þannig náum við réttlætinu fram. Mætum og stöndum saman.

Bjarki Steingrímsson, 17.11.2009 kl. 00:21

7 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Sæll Bjarni.

Mig grunar að Samtök atvinnulífsins séu fyrst og fremst í stjórnarandstöðu og ætla sér ekki að taka þátt í tiltekt.  Enda ekki gott fyrir hægri vænginn ef stjórnvöld nái tökum á þessu dæmalausa hruni.

kveðja

Andrés Kristjánsson, 18.11.2009 kl. 00:30

8 identicon

Samtök atvinnulífsins og félagsmenn þeirra eru stóru gerendur í bankahruninu  og ættu þess vegna varla að hafa tillögurétt !

Hvers vegna sendir ferðaþjónustan ekki sína gagnrýni til samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs ?

Það eru aðilarnir sem vita betur en allir aðrir hvernig ástnadið er og hvers vegna !

JR (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:55

9 identicon

Nice work on your site.

mcts 70-640 (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 05:43

10 identicon

Im student of mcts and i was looking some nice stuff on net and i find this site. its good one.

mcts training (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 05:45

11 identicon

Thanks for sharing nice information with us, i like your site and all stuff here.

oracle certification training (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 05:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband