Ver ekki óður

Frídagana hef ég notað til að raga í gegnum þúsundir af bókum sem fornbókabúðinni hafa áskotnast í vetur og fátt er skemmtilegra. Bækur eru fróðlegar en ekki síður skemmtilegar fyrir öll skrýtilegheitin sem þar er að finna. Í bókinni Amerísk ráð sem Margrét Jónsdóttir í Sundstræti 27 á Ísafirði gaf út árið 1922 er t.d. að finna aðferðir til að gera sitt eigið tannkrem, leiðbeiningar við undarlegustu uppákomum og ýmis læknisráð.

48. Krabbamein: Það eina, sem læknar þennan sjúkdóm er rafmagn; samt hefir það áunnið bata, sérstaklega við byrjun sjúkdómsins að taka: Hydrastís, Arsenicum, einn skammt kvölds og morgna og Ferrum Fosphoricum 1/2 tíma á undan máltíðum. 

Skyldi Landsvirkjun vita af þessu. Eða slökkviliðið hvað gera skuli við eldsvoða, bls. 56:

Hvernig flýja skal brennandi hús: Haf hugann fastan við, hvar dyrnar og stigarnir eru. Ver ekki uppstökkur eða óður. Haf eldspýtur ávalt við hendina, til að geta kveikt  - ef þarf. ...

Og er þá aðeins fátt eitt nefnt úr þessari góðu bók sem ráðleggur fólki einnig að taka inn Kalíum Phosphoricum við ímyndarveiki, þrautsýni og kvíða. En hvernig sem ég leitaði fann ég ekkert ráð við Icesave eða leiðinlegu bloggi en þetta með að vera ekki óður getur dugað við mörgu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þennan pistil Bjarni :)  ég brosti út í bæði.

Óskar Þorkelsson, 3.1.2010 kl. 10:47

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Kem við í fyrstu ferð á Selfoss á nýju ári!

Eiður Svanberg Guðnason, 3.1.2010 kl. 20:17

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var ekki eina ráð dýralæknis hér forðum að gefa kalk? ;) Þetta getur varla verið verra.........

Hrönn Sigurðardóttir, 4.1.2010 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband