Fćrsluflokkur: Menning og listir

Útgáfuhóf á Seltjarnarnesi

kristmann_gu.jpgÍ dag klukkan 5 er útgáfuhátíđ í Bóksafni Seltjarnarness ţar sem fagnađ verđur endurútgáfu á bókinni Morgunn lífsins eftir Kristmann Guđmundsson. Jafnframt er Kristmann kynntur sem skáld mánađarins hjá Bókasafninu.

Ţađ er  Lestu.is sem gefur bók Kristmanns út og hún kemur á sama tíma út sem hefđbundin bók, rafbók og hljóđbók. Ármann Jakobsson og Bjarni Harđarson verđa međ stutt erindi um skáldiđ.

Léttar veitingar

og allir velkomnir.


Kynblandna stúlkan og Valdimar munkur

valdimar_munkurHér eru saman í einni bók tveir vinsćlir amerískir reifarar frá fyrstu árum 20. aldar.

Annarsvegar Valdimar munkur eftir Kobb sem hefur veriđ endurprentuđ nokkrum sinnum á 20. öld og hinsvegar hin djarfa bók Armands um Kynblöndnu stúlkuna.

Bćkur ţessar voru prentađar í Reykjavík 1905 og 1906 og hafa hér veriđ bundnar saman í eitt í heimabandi sem er orđiđ lúiđ og velkt. Bókin (bćđi ritin) er blađheil og skemmtilegt söfnunareintak sem fćst á ađeins 3300 kr, https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=166841


Um bráđasóttina á Íslandi eftir Jón forseta

um_bradasottina Um bráđasóttina á Íslandi og nokkur ráđ viđ henni / samiđ eptir ýmsum  skýrslum og gefiđ út af Jóni Sigurđssyni alţingismanni Ísfirđinga. Kaupmannahöfn 1873. 37 síđur.

Fágćtur gripur og sögulegur ţví fá mál urđu Jóni forseta eins erfiđ í stjórnmálastríđi hans innanlands eins og óeining landsmanna um ađgerđir vegna sauđfjárveikivarna.

Vel međ farinn, verđ 17.000 kr, https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=171139


Vetraropnun

Um mánađamótin breyttist opnunartími Sunnlenska bókakaffisins. Opnunartíminn í vetur verđur frá kl. 12 - 18 alla daga.

Vinsćlustu bćkurnar...

Nú um stundir ferđast landinn um Ísland og ţykir ţá gott ađ grípa međ sér eina kilju í ferđalagiđ. Vinsćlustu kiljurnar hjá okkur eru ţessar: Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson, Óvinafagnađur og Ofsi eftir Einar Kárason, Bókaţjófurinn eftir Markus Zusak.

Ein bók er ţó hvađ vinsćlust hjá okkur og ţađ er vísnabókin ,,Ef vćri ég söngvari". Bókin er fallega myndskreytt af Ragnheiđi Gestsdóttur. Henni fylgir svo geisladiskur ţar sem allar vísurnar eru sungnar af Kór Kársnesskóla en stjórnandi hans er Ţórunn Björnsdóttir. Sannarlega góđ bók fyrir börnin.

Pólitískar bćkur hafa notiđ mikilla vinsćlda síđustu misserin. Bćkurnar sem tróna á metsölulistanum ţar eru: Sofandi ađ feigđarósi eftir Ólaf Arnarson, Hruniđ eftir Guđna Th. Jóhannesson og Hvíta bókin eftir Einar Má Guđmundsson.
Bćkur um ESB eđa ekki ESB eru einnig mjög vinsćlar og vinsćlust af ţeim bókum núna er ,,Hvađ er Íslandi fyrir bestu?" eftir Björn Bjarnason.

Upptalningu á vinsćlum bókum lýkur svo međ ţví ađ nefna Sandvíkur- Skruddu eftir Pál Lýđsson. Sunnlendingar sem og ađrir kaupa ţá bók enda fátt betra í sumarfríinu en ađ lesa gamansögur.

-eg


Helgakver er í undirbúningi

 

helgi_ivarsson_sh



Sunnlenska bókaútgáfan undirbýr nú útgáfu á Helgakveri, bók sem hefur ađ geyma brot af ţví besta úr skrifum Helga Ívarssonar í Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009).

Helgi var međ merkustu frćđimönnum Árnesinga og eftir ađ hann hćtti búskap ritađi hann reglulega pistla í Sunnlenska fréttablađiđ undir dálkaheitinu Sagnabrot. Sagnabrot Helga urđu á ţriđja hundrađinu en í bókinni verđur ađeins birtur hluti ţeirra.

Áćtlađur útgáfutími er komandi haust. Fremst í Helgakveri verđur birtur listi yfir ţá sem vilja votta Helga virđingu sína međ ţví ađ gerast áskrifendur ađ bókinni. Fyrir nafnbirtingu greiđa áskrifendur 3300 krónur. Hćgt er ađ skrá sig í tölvupósti bokakaffid@sunnlenska.is eđa beint í athugasemdakerfi hér ađ neđan.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband