Helgakver er í undirbúningi

 

helgi_ivarsson_sh



Sunnlenska bókaútgáfan undirbýr nú útgáfu á Helgakveri, bók sem hefur að geyma brot af því besta úr skrifum Helga Ívarssonar í Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009).

Helgi var með merkustu fræðimönnum Árnesinga og eftir að hann hætti búskap ritaði hann reglulega pistla í Sunnlenska fréttablaðið undir dálkaheitinu Sagnabrot. Sagnabrot Helga urðu á þriðja hundraðinu en í bókinni verður aðeins birtur hluti þeirra.

Áætlaður útgáfutími er komandi haust. Fremst í Helgakveri verður birtur listi yfir þá sem vilja votta Helga virðingu sína með því að gerast áskrifendur að bókinni. Fyrir nafnbirtingu greiða áskrifendur 3300 krónur. Hægt er að skrá sig í tölvupósti bokakaffid@sunnlenska.is eða beint í athugasemdakerfi hér að neðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hljómar áhugaverð útgáfa....eru til sýnishorn af kverum Helga, sem birta má ?

Haraldur Baldursson, 12.5.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Já, á næstunni verða birt slík sýnishorn á vef Sunnlenska bókakaffisins og vísað í þau hér einnegin...

Bjarni Harðarson, 12.5.2009 kl. 23:48

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Mér líst rosalega vel á þetta, Bjarni, gott framtak. Það var gaman að kynnast Helga og elju hans við að grúska í sögu af sunnlendingum og merku fólki sem alþýðu, baráttu fólks fyrir lífinu og eiga ofan í sig á. Mamma er ómöguleg manneskja eftir að  Helgi lést og pistlar hans ekki lengur til staðar. Hún beið alltaf eftir blaðinu og hvað Helgi kæmi með næst. Ég ætla gefa henni kverið þegar þar að kemur.

Sigurlaug B. Gröndal, 13.5.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband