Hin íslenska bókaþjóð og rammvilltur kapítalismi

Íslendingar eru bókaþjóð. Að minnsta kosti á tyllidögum. En fáar þjóðir stunda jafn villimannsleg viðskipti með bækur og Íslendingar. Hér eru bækur á himinháu verði við útgáfu rétt fyrir jól og eftir áramót er verði sömu bóka steypt niður um tugi prósenta. Samkeppnin í þessum geira minnir helst á kartöfuævintýri þau sem hér urðu fyrir 20 árum og lyktaði með gjaldþrotum óteljandi bænda og afurðafyrirtækja.

Neytendur fengu að borga þau gjaldþrot og þeir fá líka að borga gjaldþrot í bókageiranum. Bókaverslanir og bókaútgáfur í landinu eru eins og fiðrildi og það segir sína sögu að nær öll þessara fyrirtækja eru með kennitölur frá þessari öld,- voða fínt að vera með nýja kennitölu og hafa sett svo og svo margar milljónir í fang almennings!

Staðreyndin er að óheft og villimannsleg samkeppni eins og sú sem hér tíðkast gagnast ekki neytendum heldur bitnar á þeim. Nýleg frétt RÚV um Office 1 í vikunni sýnir þetta vel og hundruða milljóna meðgjöf með Pennanum er af sama meiði. 

Menningarþjóðir hvort sem er í hinu sæla Evrópusambandi eða vestanhafs umgangast bókaviðskipti með allt öðrum hætti. Bækur eru þar á föstu verði og ef við tækjum okkur raunverulegar bókaþjóðir til fyrirmyndar gætu bækur verið til muna ódýrari í verslunum fyrir jól og kaupendur þyrftu ekki að fá á tilfinninguna að þeir hafi verið snuðaðir eins og nú er þegar þeir sjá nýja bók á hálfvirði mánuði eftir jól! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar hafa alltaf verið snuðaðir og sérstaklega eftir að verðtryggingin var sett á, því þá hvarf allt verðskyn algjörlega.

Okrið á bókum fyrir jól er bara forrétturinn, en bíddu þangað til Bauhaus opnar. Og ég tala nú ekki um, ef þóðin gengur í ESB, því þá sér fólk, hvernið það hefur verið snuðað um milljónir á milljónir ofan í viðskiptum í gegn um áratugina.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 11:39

2 identicon

Er ekki bara ráðið að kaupa bækurnar í Bónus Bjarni, þeir eru með kennitölu frá síðustu öld?

Afskrifarinn. (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 14:13

3 identicon

Mikið til í þessum pistli Bjarna. Ég las um lágvöruverðaverzlanir 2. desember á ruv.is: "...þrátt fyrir að selja bara bækur í mánuð fá þessar verslanir meiri afslátt af innkaupsverði á þeim forsendum að þær selji meira. Bóksalinn sem stendur vaktina allt árið þarf hins vegar að sætta sig við hærra innkaupsverð." Þetta hefur mig sterklega grunað, þótt annað sé sagt opinberlega og verðmunurinn sjáist kannski ekki á hverjum einstökum reikningi. Útsölur á nýjum bókum eftir áramót eru sömuleiðis nýlegt fyrirbæri. Skyldi útgefandinn vera að fara á hausinn, hef ég stundum hugsað, þegar þetta hefst. Ef allt væri með felldu, þurfa bækur ekki að lúta sömu útsölulögmálum og tízkufatnaður.Og sligandi geymslukostnaður á bókalagerum hljómar ekki sennilega.

Sigurður (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 14:59

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

 Það er nefnilega þannig að við greiðum atkvæði með buddunni m.a. þess vegna blómstra Hagar. Reyndar er í þeirri uppskrift slatti af ósvífni, dass af viðskiptaþvingunum, gríðarmörg kíló af afskriftum og ýmislegt fleira sem telja mætti. Þar kjósum við að kaupa bækurnar og með því erum við að höggva undirstöðurnar undan alvörubókaverslunum eins og t.d. M&M o.fl. Bjarni berst af krafti á Selfossi, með gott úrval bóka á góðu verði. Ég hvet sem flesta til að kaupa sér lesefni hjá honum í Bókakaffinu.

Ingimundur Bergmann, 8.1.2012 kl. 12:26

5 identicon

Í þýskalandi gildir "Buchpreisbindungsgesetz," sem skyldar alla forleggjara að ákveða fast verð á bækur sínar. Verðið gildir í 18 mánuði frá útgáfudegi. Sjá nánar hér:

http://de.wikipedia.org/wiki/Buchpreisbindungsgesetz

Finnur B (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 13:14

6 identicon

Buchpreisbindungsgesetz = Lög um bundið verð á bókum

Finnur B (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband