Laugardagsmótmæli á Selfossi!

Þrír ræðumenn verða á mótmælafundi við Ráðhús Selfoss á morgun ingibjrg-elsa_658080laugardag, kl. 13. Þetta er fyrsti laugardagsfundurinn en fyrr hafa verið haldnir fundir í miðri viku við Landsbankann. Ræðumenn núna verða þau Rosmary Þorleifsdóttir formaður SSK og bóndi í Geldingaholti vestara, Ragnhildur Sigurðardóttir fræðimaður í Stokkseyrarseli og Ingibjörg Elsa Björnsdóttir þýðandi á Selfossi. Það eru svo sannarlega konur sem hafa frumkvæðið hér í Flóanum og því erum við Flóamenn enda vanastir. Ég er eini karlkyns þátttakandinn sem hef komist hér á pall - var fenginn til að tala á fyrsta fundinum ásamt þeim Sigríði í Arnarholti og Elínu Björgu verkalýðsleiðtoga. En þetta eru vel skipulagðar aðgerðir og nú er virkilega ástæða til að hvetja alla til að mæta sem vettlingi geta valdið.

"Við höfum tapað tiltrú á ráðamönnum þjóðarinnar. Við erum reiðar yfir því að börn okkar og barnabörn muni þurfa að greiða hærri skatta vegna óráðsíu bankastjóra Landsbankans, Glitnis og Kaupþings  sem þeim var leyft að stunda í skjóli stjórnvalda. En reiðastar erum við stjórnvöldum sem aðhöfðust ekki neitt og sitja svo enn í sömu embættum eins og ekkert hafi í skorist. Öllu þessu viljum við mótmæla," segir meðal annars í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna.

(Myndin er af einum ræðumanna, Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband