Kosningar strax!

Ef Geir Haarde væri skynsamur stjórnmálamaður þá stæði hann upp í þinginu nú við upphaf fundar, ryfi þing og boðaði til kosninga.

Allt tal um að ekki sé hægt að kjósa vegna þess að ríkisstjórnin eigi svo annríkt við björgunarstörf er endileysa. Ríkisstjórnin hefur ekki komið með neinar úrlausnir og mun ekki gera það úr þessu. Þjóðin er betur sett með tímabundna starfsstjórn og einhverja von um starfhæfa ríkisstjórn í framhaldinu. Þetta veit Geir en hann veit líka að pólitískt líf hans hangir á bláþræði og kannski yrði þetta hans síðasta embættisverk. Og það er liðin tíð að fráfarandi forsætisráðherra bíði þægilegur stóll uppi í Seðlabanka.

Nú reynir á kjarkinn, Geir.

Sjálfur verð ég í minni vinnu á skrifstofu Heimssýnar í dag í Hafnarstræti 18 en þar ætlum við að opna með pomp og prakt (ég kaupi kremkex!) klukkan 17 í dag. Auðvitað lendum við í skugga stærri viðburða en höldum samt okkar striki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með opnunina.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 09:32

2 identicon

Það núllaði svoldið argumentið hjá Geir um vinnufrið til að bjarga þjóðinni frá hruninu að fyrsta mál á þingi eftir notalegt jólafrí var enn eitt frjálshyggjuplaggið, að koma sölu á víni í vörumarkaði.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 10:44

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kjósa aftur? Why? og kanski enn aftur? og svo aftur? og aftur? þangað til það kemur rétt út úr kosningunum?

.

Lærdómur: maður viðhefur nógu mikli skrílslæti og þá koma kosningar. Nei, það er ekki rétta aðferðin því þetta á að fara fram á Alþingi Íslands en ekki með skrílslátum úti í bæ.

Bananar? Einhver?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.1.2009 kl. 10:54

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kem í kaffi og kremkex, einhvern daginn.  Til hamingju með opnun.

Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 11:34

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað er Heimssýn?

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 11:42

7 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

nyttlidveldi.is

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 22.1.2009 kl. 13:46

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nýtt Lýðveldi????? Eru þetta grunnskólakrakkar að djóka?

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 13:55

9 Smámynd: Dunni

Ríkistjórnin hefur ekki átt annríkt við neinar björgunaraðgerðir.  Hún hefur átt annríkt við að gera ekki neitt annað en að verja sjálfa sig, einstaka ráðherra og Seðlabanakasjóra.

Við skulum vona að ný stjórn taki við um helgina og byrji á vorhreingerningunni með því að moka út úr Seðlabankanum og FME. 

Dunni, 22.1.2009 kl. 14:12

10 Smámynd: Dunni

Til hamingju með Heimssýnina.

Dunni, 22.1.2009 kl. 14:15

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef ágæta heimssýn þakka þér fyrir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2009 kl. 16:34

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já þetta nafn er hræðilegt. Hvaða krakki fann upp á þessu? "Horft til himins" hefði verið skárra. Eða "Út í bláinn".

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband