Einkennilegir dagar og ábyrgðarlausir stjórnmálamenn - og já mótmæli á morgun

Þetta eru einkennilegir dagar og afskaplega sláandi og alvarlegar fréttir sem bárust þjóðinni nú í hádeginu í dag. Á degi sem þessum finnum við öll hvað manneskjan er miklu verðmætari en dægurþrasið.

En - það er samt afar alvarlegt ef það tilfellið að ekki sé hægt að mynda þingmeirihluta fram að kosningum í vor - bara vegna þess að flestir eru að hugsa um að skaða ekki fylgi sitt með því að taka á stjórnarathöfnum.

Kannski er hugmyndin um þjóðstjórn það sem eðlilegast er eða þá að menn sammælist um að veita öðrum hvorum núverandi stjórnarflokka hlutleysi til stjórnunar fram að kosningum - sem á vitaskuld ekki að draga í neina í fjóra mánuði. Líklega er áframhald núverandi stjórnar versti kosturinn.

Og það er alveg sama hvaða stjórn verður þennan tíma - hún mun starfa sem máttlítil starfsstjórn frekar en raunveruleg ríkisstjórn. Þessvegna er mikilvægt að hafa kosningarnar sem fyrst, sem allra allra fyrst.

----

Allavega - ég reikna með að það verði törn framundan, hvernig sem fer og þessvegna ákváðum við að efna við sjálf okkur loforð, ég og dóttir mín Eva og förum saman í fjórhjólaferð á morgun. Það er ekki víst að það verði tími fyrir slíkt næstu vikurnar...

Ps.: Og meðan ég man það verður mótmælastaða framan við ráðhúsið á Selfossi á morgun klukkan eitt en í ljósi aðstæðna öll með mjög stillilegum blæ. Engir ræðumenn auglýstir en væntanlega kveikt á kertum og spjallað. Sjálfur verð ég í þetta sinn fjarri en vil samt hvetja fólk til að mæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Einmitt eg er bara í sjokki  ,svona lagað óskar maður engum,vona að geir nái ser af sínum veikindum.Óska þer og þínum góðra skemmtunar á mrg

Sædís Hafsteinsdóttir, 23.1.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ef eitthvað vit er í stjórninni, þá setur hún stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins af og víkur siðspilltum embættismönnum úr embætti.

Að auki verður stjórnin að grípa til aðgerða til hjálpar íslenskum fyrirtækjum og almenningi.

Annað væri fullkomlega ábyrgðarlaust! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.1.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég er altaf að hugsa um bláuhöndina, hún heyrist ekki núna,mig mynnir að hún hafi orðið til af því Davíð Odson hafi ekki verið veri nógu hrifinn af einokunnar tilburðum Baugs feðga.Hann skyldi þó ekki hafa haft eithvað fyrir sér sem átti eftir að koma á daginn.

Mér fynnst sorglegt að eftir allt þetta góðæri að allir eru svo skuldum hlaðnir að ekki sé tárum talið. Fjölmiðlar, sjávarútvegur ,lanbúnaður.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.1.2009 kl. 02:12

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Góða ferð Bjarni.Ég fór í sveitina í dag í steypuvinnu hjá syni mínum og endurnærðist. Þorrablót í kvöld með pólitískum andstæðingum fór mjög vel fram allir sammála Höddi Torfa ömurlegur.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.1.2009 kl. 02:19

5 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Væri ekki minnihlutastjórn SF athugandi? VG og framsókn verji hana vantrausti gegn því að hún hreinsi til í seðlabanka og fjármálaeftirliti strax. Svo kjósum við og tökum upp ný gildi í pólitík og viðskiptum.

Sigurður Sveinsson, 24.1.2009 kl. 09:23

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það skyldi þó ekki vera að þessi þráláta krafa um að reka Seðlabankastjórn og þá helst formanninn ekki seinna en strax, sé tilkominn vegna þess að menn komast ekki upp úr hjólförunum haturs og hefndarþorsta.

Fastir í hatri á Davíð og þora ekki að bíða þess að rannsóknaskýrslan sýni kannski að hann og Seðlabankinn gerðu skyldu sína.

Slíkt kallast að skjóta fyrst og spyrja svo og kemur til af því  að menn vilja frekar fremja ódæðisverk en viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér.  

Þettar er víst kallað "mannlegt eðli".

Ragnhildur Kolka, 24.1.2009 kl. 16:31

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér Ragnhildur. 

Þessi krafa t.d. Sigurðar Sveinssonar er hreint út sagt fáránleg.  Af hverju vill hann hafa ISG við stjórnvölinn, konuna sem varði (að mínu mati) stærstu glæpasamkundu landsins - Baugsveldið.

Þetta er einmitt runnið undan rifjum haturs og hefndarþorsta.

Sigurður Sigurðsson, 24.1.2009 kl. 16:36

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Krafa Sig.Sv. er óraunhæf vegna veru Jóns SIgurðssonar í báðum stofnununum.

Það á eftir að koma í ljós að Davíð Oddsson þarf ekki að skammast sín fyrir sinn skjöld.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 16:56

9 identicon

Það ber ekki allt upp á sama daginn. Sem betur fer. Margt sem við lesum þessi dægrin er sláandi. Þannig er víst lífið. Er einhvernvegin til í smá frí frá dagsins önn í bili. Á að vísu ekki fjórhjól. Á fallegt fley sem bíður sumarsins. Njóttu augnabliksins með dóttir þinni Bjarni.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband