Kjartan í áhættuhópi!

Nú er Kjartan Ólafsson í Hlöðutúni í áhættuhópi. Hann er eini þingmaðurinn úr Árnesþingi sem ekki hefur sagt af sér en við vorum fjórir í upphafi kjörtímabils. (Björgvin í Skarði er reyndar enn á þingi!)

En án gríns þá er útspil Samfylkingarinnar klókt og setur mikla þumalskrúfu á Davíð, Árna Matt og fjöldamarga aðra. En það er líka í þessu útspili mikil örvænting hjá krataflokki sem tapar og tapar í skoðanakönnunum og reynir nú að snúa þróuninni við...

En þetta er skuespil!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Björgvin vonar að með þessu geti hann tryggt endurkjör sitt á þing og sem fyrsti þingmaður flokksins í kjördæminu og þar með ráðherraefni flokksins.

að segja af sér korteri fyrir kosningar er frekar aumingjalegt. fresturinn til að vera trúverðugur við afsögn rann út þegar Geir  tilkynnti kosningar í vor.

Fannar frá Rifi, 25.1.2009 kl. 12:34

2 identicon

Svona, svona... menn geta nú séð að sér allt fram á síðustu stundu án þess að þar búi ráðsnilld, fláræði, fals eða kænska að baki!

Sjáum til, sjáum til.... aldrei of seint að "bestna sér"! Ekki heldur fyrir umrætt fólk.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 13:25

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég bíð eftir að heyra það í fréttum að Davíð Oddsson gangi út úr Seðlabankanum, eða verði rekinn. Hann karlgreyið var nú að skemmta sér í nótt í peningahöllinni sinni ( OKKAR ). Hann hefði átt að gera það sama og Björgvin og taka ákvörðun í gærkvöldi eða síðustu nótt og sleppa þessari Gleðihátíð sinni, þetta er hvort eð er búið spil hjá honum. - Sér grefur gröf, þó eigi grafi.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 25.1.2009 kl. 14:56

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sko mey skal að morgni lofa/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.1.2009 kl. 15:42

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Satt segirðu þetta er sko eitt stórt skuespil

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 15:58

6 identicon

Er ekki hugur í þér að koma þér í áhættuhópinn aftur félagi?

Svo það sem meira máli skiptir: Er komið meira í hús hjá þér af Dr. Guðbrandi Jónssyni?

Kveðja,

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:17

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Skuespil segir þú!  Þetta er harmleikur að hætti þeirra grísku.

Nú er svo komið að eina von Íslands eftir búsáhaldabyltinguna er utanþingsstjórn, undir forsæti herra Ólafs Ragnars forseta lýðveldisins.

Baldur Gautur Baldursson, 25.1.2009 kl. 19:23

8 identicon

Skiljið þið ekki að Davíð ætlar að fella ríkisstjórnina og hefur alltaf ætlað að gera það. Hann gerir það ekki með því að segja af sér, hann þolir ekki Ingibjörgu Sólrúnu því hún er eina manneskjan sem hefur þorað að svara honum fullum hálsi.

Jónína (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband