Barómeter á vitleysur og bjórlandið á hvolfi...

Jón Baldvin Hannibalsson er einn af skemmtilegustu stjórnmálamönnum landsins en líka einn öruggasti barómeter þjóðarinnar á vitleysur. Var að hlusta á þennan mælska vestfirðing í Silfrinu Egils (eða er þetta Silfur ESB).

Jón Baldvin telur að þeir sem bera ábyrgð á hruninu eigi að segja af sér og hann eigi sjálfur að koma í staðin. Staðreyndin er að enginn pólitískur gerningur hefur verið eins afdrifaríkur fyrir fall bankakerfisins eins EES samningurinn sem Jón plataði Davíð inná í tveggja manna tali úti í Viðey fyrir næstum tveimur áratugum. Jón er svo guðdómlega ósvífinn að það liggur við að ég finni auðmýkt í Davíð Oddssyni.

Jón Baldvin fullyrðir nú en algerlega án þess að rökstyðja að hér hefði ekki orðið hrun ef við hefðum verið í ESB. Eina ESB landið sem var í sambærilegu flugi og Ísland síðustu árin var Írland og nú segja allar fréttir að hrunið þar sé að verða jafnvel enn verra en á Íslandi. 

Það rifjast upp fyrir mér þessa dagana þegar bjórinn er búinn að vera 20 ár í landinu gömlu skrýtnu templararnir sem börðust gegn bjórnum. Mig minnir það hafa verið  Halldór á Kirkjubóli sem hélt því fram að ef bjórbanninu yrði aflétt færi Ísland til helvítis á fáum árum. Allir yrðu alltaf rakir við öll störf og nú gæti maður næstum trúað að þetta væri rétt. Þetta er auðvitað bara skrýtla en óneitanlega vitrænna samt en pólitískar skýringar Jóns Baldvins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Maður gæti nú alveg ályktað að Halldór, frændi minn frá Kirkjubóli í Bjarnadal hafi haft rétt fyrir sér.  Alla vega hafa margir verið á einhverskonar fylleríi í mörg undanfarin ár

Þeir fiska sem róa, sagði Jón Baldvin þegar hann fór gegn einum Alþýðuflokksskipstjóranum, sem hann sagði að fiskaði ekki lengur.  Þetta á ekki við í dag því Samfylkingin virðist ennþá vera að fiska, þótt hvorki Jón Baldvin né þú séuð tilbúnir að sjá það

Sigrún Jónsdóttir, 1.3.2009 kl. 15:21

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessum pistli þinum Bjarni/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.3.2009 kl. 15:22

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Framsóknarmenn hafa löngum verið spámenn um heimsósómann.

Ég minnist umræðu á alþingi þar sem fjallað var um styttingu vinnutíma. Björn á Löngumýri taldi að allt illt myndi hljótast af því að stytta vinnutímann. Það yrði aðeins til að fjölga hjónaskilnuðum, því hjónafólk myndi ekki þola auknar samvistir.

Spá Björns gekk eftir en hvort það hafði eitthvað með vinnutímann að gera læt ég ósagt.

Ragnhildur Kolka, 1.3.2009 kl. 17:09

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

nákvæmlega - meiri aukavinnu og ekkert bjórsull og allt verður eins og í gamla daga. sjálfur er ég búinn að eiga sömu konuna í 20 ár og gæti þess líka að vinna alltaf 12 - 16 tíma á dag!

Bjarni Harðarson, 1.3.2009 kl. 17:53

5 identicon

Gleymist það ekki ofti í umræðunni kæri Bjarni að ESB er ekki einvörðungu pólitískur, samfélagslegur og guðmávitahvaðlegur vettvangur Evrópuþjóða heldur er ESB einni hernaðarlegur vetvangur Evrópuþjóða. Slík þróun er ekkert að fara að ganga til baka, heldur mun það tannhjól bara hlaða utaná sig eins og blautur snjór í kúlu sem rennur niður 14% halla. 

kv. Ilmandi Vænn sem og Grænn Gunnar

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 18:13

6 identicon

Heldur finnst mér þú launa skapara þínum Agli Helgasyni illa fóstrið.  Án fastrar áskriftar að þáttum hans hér um árið hefði ævi þín orðið talsvert önnur.

Ó, ef bara þú hefðir kunnað á tölvur!! 

 Þá værir þú nú garpur í liði Krónprinsins af Kögun og veltir með honum vöngum yfir ágæti ESB út frá því hvert sletturnar úr kjötkötlum þess kynnu að lenda hér á landi.

marco (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 18:33

7 identicon

Írland er ekki eina ESB landið sem er nær hruni. Fast á eftir fylgja Spánn & Ítalía.

 Í hvaða flokki skyldi andstaðan vera langmest gagnvart ESB ?

 Jú, einmitt í Sjálfstæðisflokknum.

 Sko gamla góða íhaldið ! Var ekki sagt í gamla daga.: " Alltaf er hann bestur Blái borðinn" !!

 Segjum um íhaldið sem Rómverjar sögðu.: " Quod bonum, felix, faustumque  sit" ! - þ.e. " Megi það eflast, vaxa og blómgast" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:02

8 identicon

ISG hefur enn ekki fundið sterkustu rökin fyrir inngöngu í EBE.

Þau eru vanhæfni íslenskra stjórnmálamanna.

Glúmur (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:39

9 identicon

Já, Bjarni sæll, Elín á mikið hrós skilið. Þar urðum við enn einu sinni sammál. - Hinir sjá greinilega um hina umræðuna, en ég bara ein um þessa.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband