Ábyrgðin er hjá EES

Þrátt fyrir seinar afsakanir eru athyglisverðir sprettir í landsfundarræðu Geirs H. Haarde og hann staðfestir nú og enn og aftur þá skoðun sína að EES samningurinn er mestur orsakavaldur bankahrunsins á Íslandi. Með honum voru innleiddar reglur sem engan vegin geta hentað litlu hagkerfi - og reyndar vafamál að þær henti nokkru hagkerfi.

Hitt atriðið sem vakti athygli mína í ræðu Geirs voru hugmyndir hans um tvær atkvæðagreiðslur. Nú er mjög líklegt að það yrði samþykkt af meirihlutanum að leyfa ESB sinnum að fara í viðræður. En um leið og samninganefndin færi til samninga með slíka atkvæðagreiðslu bakvið sig þá veikir það stöðu hennar til samninga,- með vissum hætti væri samninganefnd ESB með þann meirihluta á bakvið sig í því keppikefli að það yrðu að takast samningar. Þessvegna er hugmyndin um forkosningu fyrir samningaviðræður afar vanhugsuð.

Það mætti aftur á móti velta fyrir sér sérstakri atkvæðagreiðslu um það hvort þjóðinni sé alvara með að afnema fullveldisákvæði Stjórnarskrárinnar.

Verkefni dagsins er aftur á móti að fá fram endurskoðun á EES-samningnum sem kannski er lag til eins og Jón B. Lorange hefur bent á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eins og að kenna afnámi bjórbannsins við alkahólisma frænda síns.

Bjarni, komdu þér út úr moldarkofanum!

Siggi (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Komið er í ljós varðandi EES að við slepptum því að setja bönkunum allskyns skilyrði og takmarkanir sem aðrar þjóðir í EES gerðu og samningurinn heimilar sérstaklega. 

- Jafnvel Bretar töldu sig ekki hafa efni á að ábyrgjast innlán íbúa annarra landa og bönnuðu því sínum bönkum að taka við innlánum annarra en breskra borgara með bresk lögheimili. Það varð hinsvegar eitt sóknarfæra Íslendinga vegna þessara takmarkanna á sóknarmöguleikum banka EES-landsins Bretlands að þjónusta Breta búsetta utan Bretlands, - því hér gilti aðeins það að setja engar takmarkanir sem við værum ekki skildug til að setja, þegar ýmsir aðrir settu allar hömlur sem mátti setja.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.3.2009 kl. 12:45

3 identicon

Kosningarnar nú eiga að snúast um hvernig komast eigi út úr bankahruninu. ESB/Evra er ekki leiðin akkúrat í dag.

Hún ætti að vera síðari tíma rifrildi. 

Stuðlum að því.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:16

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

ESB og evra er sá grunnur sem við verðum að byggja á. Það hefur lengi talist gáfulegt að vita hvar á að taka grunninn áður en byggt er.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.3.2009 kl. 13:42

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Gallar EES samningsins eru fyrst og fremst þeir fyrir íslendinga að við erum ekki við borðið þegar reglurnar eru til umræðu og afgreiðslu.  Það er lýðræðishalli á samningnum sem er óásættanlegur fyrir Íslendinga.   Það er um tvær leiðir að ræða til að bæta úr því annaðhvort að segja samningum upp eða ganga í Evrópusambandið.  

Það er fyrir langa löngu búið að kveða upp úr með það að hálfu Evrópusambandsins að það hefur engan áhuga á að endurskoða samninginn.   Allar hugmyndir um slíkt koma frá mönnum sem stinga höfðinu í sandinn og hafa ekki fylgst með umræðunni undanfarin ár, eða þá að þeir kjósa að hafa rangfærslur og útúrsnúninga að leiðarljósi í sýnu lífi.

G. Valdimar Valdemarsson, 27.3.2009 kl. 16:08

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég frétti frá starfsmanni sem vann í prentsmiðju þar sem öll ees gögnin voru prentuð að enginn hafi náð sér í allt lesefnið til að undirbúa sig fyrir samningsgerðina nema einn maður og það var Hjörleifur Guttormsson. Kannski hefðu flokksfélagar þínir nýlega fyrrum sem þá voru í ríkisstjórn átt að vinna betur heimavinnuna sína.

Birgitta Jónsdóttir, 28.3.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband