Að leiða ESB málið til lykta

Krafan um að losna við ESB-málið í eitt skiptið fyrir öll með kosningum er eðlileg og styðst við það heilbrigða viðhorf okkar allra að nei þýði nei. En þegar glímt er við jafn óheilbrigt og andlýðræðislegt fyrirbæri og Evrópusambandið gildir þessi regla ekki og það er lítilli skuldugri þjóð afar hættulegt að leggja af stað í vegferð með fullveldi sitt í farteskinu.

Sjá nánar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Nei þýðir nei og nauðgun er glæpur. Ég er hræddur um að bág staða okkar verði notuð til að þvinga okkur til samninga við Esb. Helstu rökin fyrir Esb kröfu Baugs var innflutningur á landbúnaðarvörum. Núna erum við hinsvegar svo heppinn að hafa innlendann landbúnað til að fóðra landann. Hvenær átta menn sig á því að best sé fyrir okkur að vera sem minnst háðir öðrum þjóðum?

Offari, 31.3.2009 kl. 12:02

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Þökkum Guði, að mikill meirihluti íslendinga mun ALDREI samþykkja að yfirþjóðlegt erlent vald, stjórni málefnum þjóðarinnar !

 Baugur er dauður -og ESB krafa Samfylkingarinnar og Baugs sáluga - dauðadæmd !

 Við ESB andstæðingar siglum beitivind.

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Ventis secundis" - þ.e. " Hlutirnir eru okkur í hag" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:14

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

mikil er trú þín kalli og vildi ég óska að þú hefðir rétt fyrir þér

Bjarni Harðarson, 31.3.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband