Umskipti Steingríms Joð og það sem er utan ramma

Gamlar konur í Þistilfirði sögðu forðum þær sögur af umskiptingum að yfirleitt væru karlbörn úr þeirri hættu að um þau væri skipt af vondu álfafólki þá þau hafi verið blessuð og tekið tennur.

Ástæðan var sú að álfkonur þær sem stálu börnum þessum létu í staðin tannlausa gamla karla sem þær hnoðuðu saman ofan í barnsvögguna og því varð barnið sem tekið var að vera tannlaust einnegin. Í sögum þessum liggur sú speki að erfiðara sé að hnoða saman í barnsvöggu karli sem tenntur er en hinn sem engar hefur. Ekki þarf að taka fram að kvenbörn voru miklu síður í þessari hættu og jafnvel alls ekki enda kom þetta til þegar álfkonur vildu yngja upp hjá sér karlpening sinn.

Hitt er órannsakað hvort karlbörn sem aldrei hljóta almennilega guðsblessan né kristilegt innræti geti aftur komist í sama áhættuhóp við gamalsaldur þegar tennur fer gjarnan að þrjóta. Atburðir helgarinnar benda mjög til að svo sé því nú hefur gamall pólitískur refur norðan úr landi orðið að þeim umskiptingi í stjórnmálum að ekki dugar honum lengur að svíkja loforð sem gefin voru fyrir kosningar.

Loforð sem Steingrímur Joð gaf að þarflausu eftir kosningar, í sjónvarpsviðtali 27. apríl, er líka fokið út um gluggann en þá sagði Steingrímur að "...það væri utan ramma hinumegin að leggja strax fram umsókn." Nú kemur fram að það á að leggja fram umsókn í júlí og ef Steingrímur sjálfur kemur ekki í veg fyrir að umsókn verði lögð fram í þinginu þá er alveg greinilega komin upp ný staða í þeim fræðum sem fjalla um umskiptinga og athugandi að leitarmenn í Þistilfirði fari nú hóandi um kletta næst Gunnarsstöðum og finni okkar rétta og stefnufasta Steingrím aftur.

Hans er sárt saknað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Til hamingju með nýja ríkisstjórn !

Jón Á Grétarsson, 10.5.2009 kl. 18:47

2 identicon

Já Bjarni þetta er þyngra en tárum taki.

VG varð aðal sigurvegari þessara kosninga einmitt útá stefnufestu sína og það að margir ESB andstæðingar sáu að þar myndi verða viðspyrna gegn landsölu- og úrtöluliðinu í Samfylkingunni.

Ég hefði getað sætt mig við að kosið hefði verið meðal þjóðarinnar um það hvort leyfa ætti að hefja aðildarviðræður eða ekki en að gefa þessu landráðahyski lausan tauminn með að reyna að þvæla okkur þarna inn áður en kemur að beinni aðkomu sjálfrar þjóðarinnar finnst mér vítavert og drottins svik.

Með þessu er Ríkisstjórnin ekki að vinna að sameiningu þjóðarinnar og vinstri og hægri skipta heldur engu máli lengur.

Ríkisstjórnin er þvert á móti að kasta stríðshanskanum og um hana verður enginn friður þar sem búið er með þessu að sundra þjóðinni og kljúfa hana í herðar niður.  Það var það sem þessi þjóð þurfti síst á að halda núna.

En nú er bara að bretta upp ermar og taka þéttingsfast á móti þessum fláráða móra, við ESB andstæðingar munum hrinda þessari aðför að landi okkar og þjóð.

Spyrjum að leikslokum Bjarni !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 19:01

3 identicon

Fyrir mér týndist hann um leið og hann var komin á þing, það virðist svo vera að allir þingmenn gleymi stjórnarskarínni um leið og inn er komið  þ.e að þeim ber að fara eftir samvisku sinni en ekki eins og "flokkur "vill.

 Ég hef enn ekki fundið þann þingmann sem eingöngu hefur farið eftir sinni samvisku eingöngu.

(IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 19:12

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er hábölvað að vera kjósandi þegar hinir fá að kjósa líka.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.5.2009 kl. 19:12

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Til hamingju með nýja ríkisstjórn og að ESB málið fer í feril lýðræðis! Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.5.2009 kl. 20:54

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

skemmtilega orðað Bjarni/hefði ekki fært þetta svona vel i stílinn/sammála þessu alveg,"Mey skal að morgni lofa" segir máltækið/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.5.2009 kl. 21:31

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Helvíti þaft þú áð hafa góðar  tönnur  til að naga þínar pólitísku neglur að hafa ekki kosið Frjálslynda.

Þeir eru for  helvíti fastir fyrir í sínu og andstöðu við ESB.

Tönnur mínar eru hinsvegar í því, að naga nýfrjálshygguna í mínum elskaða Flokki og verja menn við ofur áróðrinum gegn breytingum á Kvótanum.

Vinakveðjur frá nafnanum í  Íhaldinu

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.5.2009 kl. 22:46

8 identicon

Félagi Bjarni !

 Lifir þessi óhuggnanlega " Bloddy Sunday" stjórn, vordægrin löng ?? !!

 Tillaga að viðræðum við ESB., verður skítfelld á Alþingi.

 Nær allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, fella tillöguna.

 Nær allir þingmenn v-grænna, fella tillöguna (Munið orð Steingríms í kvöld.:" Menn aðeins skuldbundir samvisku sinni !!)

 Nær allir þingmenn Framsóknar, fella tillöguna.

 Borgaralistinn ??

 Hann mun sem fyrr í vetur, skvetta skít og brjóta rúður !!

 Ja hérna. Svo tími Jóhönnu kom þá aldrei, eftir allt sem á undan er gengið !!

 Laun heimsins stundum vanþakklæti !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:54

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

nafni minn -ennþá held ég að atkvæðisskömminni hafi veirð eins vel varið og hægt var enda kaus ég atla gíslason sem hefur staðið staðfastari en allir aðrir í þessum flokki. varðandi frjálslynda hefði ég ekki bara kastað atkvæðinu millum skips og bryggju heldur einnig kosið þann oddvitann sem er mjög langt því frá að vera fastur fyrir í esb andstöðunni, alveg óvart er grétar mar vinur minn reyndar esb-sinni og það kom fram í kosningabaráttunni núna eins og síðast -þar fór það að ég gæti kosið hann... það er helst hægt að rökstyðja að ég hefði átt að kjósa íhaldið því hér í suðurkjördæmi leiddu það næsta tryggir esb-andstæðingar en hrökkur skammt...

Bjarni Harðarson, 10.5.2009 kl. 22:57

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Skil þig vel minn kæri vin en mun að því er næst, halda áfram með andstöðu og vera hin þjóðlega samviska Flokksins míns, eftir getu og örindis.

Hitt er annað, að við verðum að fara að hittast.

Ég er oft á ferðinni í gegnum Selfoss á leið a Hrófárslæk nokkru austar en Hella, hvar ég á skúr með hitaveitu.

Ég tel nokkuð einsýnt, að við gætum átt gott spjall um Sólarljóð. Eirbyggju og það sem ég tel vera hvað stóirfengileguata trúar og skynsemis skrif okkar forfeðra Fóstbræðarasögu. 

Í þeirri sögu tel ég, að samsamist afar margt af okakr viðhorfi til samvisku og hielinda.

Með viðringu þjóðernissinna

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.5.2009 kl. 23:45

11 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Jæja Bjarni, ég sagði þér þetta fyrir kosningar, ég get þó sagt við börnin mín að ég hafi barist á móti þessu með kjafti og klóm, getur þú það eftir að hafa kosið í síðustu kosningum ?? Atli er góður en hann ræður engu og er sniðgengin af flokksforystunni, það sést best á raðherravali í þessari ríkisstjórn. Hann fær sennilega embætti þar sem lítið sést af honum og ekki heyrist mikið til hans.

Baldur Már Róbertsson, 11.5.2009 kl. 01:40

12 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Mér finnst þessi pistill ganga of langt !  Þú fjallar sjálfur svo oft á skemmtilegan en virðingarverðan hátt um samsveitunga þína - en  á einhvern óljósan máta notar þú þjóðsögu til þess að fara í mjög yfirlætisleg spor !

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 11.5.2009 kl. 01:53

13 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Kannski er enginn spámaður í sínu föðurlandi. Ég ætla samt að spá því að þráhyggja SF í evrópumálum verði fljótlega blásin út af borðinu. A.m.k. 29 þingmenn VG og sjálfstæðisflokks greiða atkvæði gegn tillögunni. Framsókn hefur lengi verið opin í báða enda og 2-3 þingmenn bætast við frá maddömunni. Borgarahreyfingin er líka til alls vís. Þessi stjórnarmyndun er mér lítið fagnaðarefni og mér finnst líklegt að stjónin lifi ekki lengi. Steingrímur hefði betur hlustað á Atla Gíslason og fleiri þingmenn VG.

Sigurður Sveinsson, 11.5.2009 kl. 07:12

14 identicon

Heyr heyr.

Mig minnir nú samt að maddaman hafi ein flokka verið með öll atkvæði á móti EES, en hlutirnir breytast.

Jóhanna virðist vera örugg um meirihluta, en eins og fleiri er ég ekki viss. Þegar atkvæðin eru næstum jöfn eru þingmenn líka undir meiri þrýstingi, þannig að þeir sem "svíkja" lit undir þrýstingi eigin flokks, t.a.m. 2-3 framsóknarmenn, þá geta þeir átt erfiða daga. Miklu nær að vera á móti og segja "sko, ég vil ekki gera þetta svona".

Við munum sjá þetta bráðum, - hver kýs hvað.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 08:28

15 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll Bjarni og þakka þér pistilinn og þín skemmtilega orðuðu skrif.

Samlíkingin góð - gleymist þó að umskiptingurinn Steingrímur birtist um leið og hann settist í "stólinn" og fór að gleypa - gleypa allt - líka hvalveiðarnar. Steingrímur gleypir - reyndar er það svo - því miður - að þessi maður sem hér á árum áður kom með hugmyndir að lausnum - þegar hann gagnrýndi eitthvað - hætti því fyrir mörgum árum og eftir það var hann bara á móti.

Stefna VG hefur mér sýnst vera ný útfærsla á ævintýrinu um Nýju fötin keisarans - - tal en ekkert efni -

Bestu kveðjur til þín

Óli Hrólfs

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.5.2009 kl. 10:00

16 identicon

Sæll Bjarni,

ert þú ekki bara álfur úr Þistilfirðinum sjálfur, þekkir ekkert annað og vilt ekkert annað?

Er það rétt munað hjá mér að þú ert einn af, kannski 10, örfáum landsmönnum sem vilt úr EES?  Telur Íslandi betur borgið utan þess?  Það segir allt sem segja þarf um framsýni þína og visku.

Einangraður álfur í Þistilfirðinum.

S.H. (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 10:10

17 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Smáfuglarnir á AMX eru farnir að velta því fyrir sér hvað þú ætlir að gera nú Bjarni.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.5.2009 kl. 10:30

18 identicon

Það er eðli hentistefnuflokka að láta sig fljóta með meginstraumnum og VG metur það svo að meginstraumurinn liggi nú inn í ESB. Alþýðubandalag og VG hafa alltaf þegið atkvæði þeirra sem eru á móti meginstraumnum, nærast á atkvæðum þeirra eins og púkinn á skömmunum – atkvæðum gegn einkavæðingu fiskimiða og banka, gegn EES, gegn hernum og NATO, gegn Íraksstríði – en þeir skipuleggja enga baráttu. Það er ennfremur eðli hentistefnunnar að hlaupa undan orðum sínum. Í stjórnarmyndunarviðræðunum hefur aldrei verið minnst á tvöfalda atkvæðagreiðslu sem var þó stefnumál VG fyrir kosningar. Í staðinn er það nú viðkvæði Steingríms að ESB sé „ekki það mikilvægasta í stöðunni“.

Þórarinn Hjartarson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 10:45

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steingrímur J og Co hafa blekkt kjósendur.  Komast væntanlega ekki upp með það í annað sinn en við verðum að vona að tjónið í þetta sinn verði ekki óbætanlegt. 

Svo ég vitni í speki þá sem ég fékk að láni frá Abraham Lincoln og nýti á bloggi mínu; "If you want to test a man´s character, give him power" 

Kolbrún Hilmars, 11.5.2009 kl. 17:41

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og til að koma þeim kjánum upp í 11 sem vilja ganga út úr EES og svo auðvitað segja um leið upp Schengen vitleysunni þá er nafn mitt hér undir.

Það eru ekki allir með sína visku í sama flokki og einangraðir álfar úr Þistilfirði.

Árni Gunnarsson, 11.5.2009 kl. 23:02

21 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

veit ekki hvort þetta geti alveg talist umskipti. kannski frekar klæðskipti.

Brjánn Guðjónsson, 12.5.2009 kl. 11:23

22 Smámynd: Offari

Ég sakna líka þess mans sem sem ég hlustaði á í sjónvarpinu. Þá taldi ég að þeir sem kusu VG eingöngu vega Esb andstöðu sinnar hefðu fengið það sem þeir vildu fá fyrir atkvæði sitt.

Því miður hefur eitthvað breyst síðan þá. Svo margir kjósendur urðu fyrir vonbrigðum. Ég held reyndar að það hefði verið sama hvaða flokk menn hefðu kosið ekkert hefði getað komið í veg fyrir þetta frekjukast Samfylkingarinar.

Vandamálið er ekki lengur pólitikin nú eru það fjölmiðlar sem eru vandamálið. Endalaus Esb áróður fjölmiðlana fær fleira fólk til að trúa þessari vitleysu. Það getur verið þjóðini hættulegt.

Offari, 12.5.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband