Þjóð sem getur ekki stjórnað eigin málum!

Hversu vel stenst sú skoðun að Íslendingar geti ekki stjórnað sínum málum og að við þurfum útlendan gjaldmiðil og útlenda leiðsögn í meðferð mála... Sjá meira.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað á nú þetta að þýða? Ég ætlaði að skoða "sjá meira" en til þess að mega það þarf ég að heita Bjarni Harðarson.

Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ha ha, heyrði einmitt þau rök í gær að ESB myndi ekki leifa ríkisstjórninni að vera svona óábyrg við efnahagsstjórn landsins. Rökin eru semsagt að Íslendingar séu heimskari en ESBliðið.

Hefur þetta fólk sem notar þessi rök fylgst með Gordon Brown?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.5.2009 kl. 20:30

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

fyrirgefðu baldur og þið hin, mér skriplaðist á lyklaborðinu en nú er þetta komið í lag...

Bjarni Harðarson, 20.5.2009 kl. 20:43

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

hehehehe skriplaðist á lyklaborðinu.....:)

Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 20:48

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

alltaf finnst mér skemmtilegra og skemmtilegra að vera ósammála þér. enda lítið gaman að tilverunni væru allir sammála.

Svona fyrir utan allt annað þá sagði Ragnar Arnalds einhvern tíma (efnislega) að gengu íslendingar í ESB misstu þeir völdin yfir eigin efnahagsstjórnun.

Að því gefnu að hann hafi rétt fyrir sér (sem ég tel þó fráleitt)
Væri það þá ekki bara fínt? Íslendingar hafa ekki sýnt að þeir séu færir um að stjórna sér sjálfir. Koma sér í hvert klúðrið á fætur öðru, á nokkurra ára(tuga) fresti.

Annars bara kær kveðja til þín, Bjarni.

Brjánn Guðjónsson, 20.5.2009 kl. 20:54

6 identicon

Lélegustu stjórendur á Íslandi er fólk sem einhvern tíman hefur verið í pólitík !

Bjarni !

Ekki hefur þú komið við þar, er það ?

Bara svo þú vitir það, þá eigum við að ganga í ESB og taka upp alvöru gjaldmiðil !

Hvenær ætlar þú að sjá ,,sólina" í evrópu ?

JR (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 21:43

7 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Hjartanlega sammála þér að þessu sinni Bjarni. Skrifaði einmitt færslu um sama efni: http://thorsteinnhelgi.blog.is/admin/blog/?entry_id=880919

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 20.5.2009 kl. 23:17

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sú skoðun stenst "reynslurökin"...það er allt í djúpum skít!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.5.2009 kl. 00:10

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kæri nafni og vopnabróðir í baráttu fyrir þjóðlegri reisn.

Ég er orðin afar hugsi yfir því, að langar setur manna á Fundum um nánast ekkert og hverjum líkur oftar en ekki með engri afgerandi niðurstöðu, geri menn arga í eldri skilningi þess orðs og afkynji alla sem við þa´iðju búa lengi.

Til sannindamerkis færi ég til ályktanir ýmissa ,,stofa" og þverfaglegra ráðstefna.

Þæfingurinn sem þaðan kemur ef svo liðónýtur, að með eindæmum er, að enn fáist til að sitja þar kurrir og hlýða á sömu ræðurnar, --mis langar --um ekkert.

Árni spegill Árnason, bróðir fyrrum Borgarstjóra, er gott dæmi um geðugan pilt, sem afkynjaðist og varð að sósíal --einhverju, svona ekki ósvipað og Dagur ei meir Eggertsson.  Hann virðist vera hinn vænsti piltur en mér er til efs, að skjöl séu í möppu hans á púltinu, heldur tel ég einsýnt, að þar sé spegill í hverjum hann getur dáðst að spegilmynd sinni --lengi,--því ræðurnar eru laaaaangar og innihaldslausar með öllu.

Æ Herra sæll í himingeimi gef mér menn með hreðjar til átaka við óvini þjóðar minnar en ekki dusilmenni og ómenni, sem ekkert þora og tala úr sér og liði sínu kjarkinn.

Verð að segja þér nokkuð.

Var í Eyjafirði og ætluðu menn að fara yfir að Mývatni til hátíðarhalda.  Nokkuð fjúk var og menn ekki alveg vissir í sinni sök um hvort fara skyldi eða vera um kjurt.  Hófst nú hin furðulegasta orðræða manna á millum.  Ætli skarðið verði ekki orðið illfært þá við komum í brekkuna?  Jú ætli það ekki, við skulum bíða ögn og vita hvort ekki lægi. Svona hélt það áfram og var me´r orðið nokkuð heitt um háls, þar sem ég er að Vestan og ekkert hræddur við fjúk og heiðar en Vaðlaheiði er EKKI heiði, heldur háls í okkar augum.

En menn héldu áfram og að lyktum hættu allir við að fara að Mývatni til teitis en fengu inni í ágætu húsnæði innar í firðinum.

Þetta er dæmi um, að tala úr se´r og öðrum kjarkinn, slíkt r nú í gangi og veðurhræðslan grefur um sig í sinni þjóðarinnar.

ESB virðist því þeim ljúft skjól, jafnvel Gimhlé.

með virktum

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 21.5.2009 kl. 00:23

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hafið þið lesið "Gerplu! e. H. Laxness?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.5.2009 kl. 00:33

11 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Nú er illt í efni. Ef við tökum mark á því að við getum ekki stjórnað okkur sjálf - hvernig getum við þá tekið ákvörðun, til eða frá, um jafn stórt málefni og aðild að ESB? Varla er okkur treystandi fyrir því heldur. Hér stefnir því í feikimikla tilvistarkreppu af verri gerðinni vilji menn rökræða það.

Ólafur Eiríksson, 21.5.2009 kl. 03:20

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Bjarni Kjartansson fyrir ágæta morgunhugvekju. Það þarf formann í hverju liði. Sama hvort það er fótboltalið, áhöfn á fiskiskipi eða ríkisstjórn. Á þjóðarskútunni er enginn skipstjóri. Kerlingin er áttavillt og veit ekkert í sinn gamla haus, Steingrímur hefði kannski verið skárri en hann er þó fyrst og fremst bara hortugur götustrákur. Við erum glötuð þjóð en þegar allt er frá okkur runnið höfum við þó Íslendingasögurnar og rímurnar.

Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 10:12

13 identicon

Getum við treyst okkur sjálfum... ég held ekki.

Bjarni þar sem þú styður ríkiskirkju & segist samt vera trúlaus, ef mig minnir rétt... var það kannski vegna þess að hún boðar að fátækt sé best af öllu... ;)
Nú erum við næstum komin í draumastöðu biblíu... viljum við ekki vera þar?

DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 10:54

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér finnst Spegillinn að mestu leiti einhver besti þáttur sem völ er á í ísl. fjölmiðlum í dag.  Einstaka sinnum fer hann útaf sporinu að vísu eins og gengur.

En með að ísl. stjórni sér sjálfir etc - sko, aðild að Sambandinu þýðir ekki að ísland eða íslendingar hætti að stjórna sér sjálfir.  Það þýðir bara í gruninn að landið mun eiga samstarf við vina og frændþjóðir sýnar um sameiginlega hagsmuni.

Íslendingar hefðu rosalega gott af því að kynnast og taka þátt í starfi stjórnmálamanna í evrópu. Það mun hafa áhrif eins og að breiða áburð á tún fyrir ísland að gerast aðili.  Menningarleg spretta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2009 kl. 11:29

15 Smámynd: Offari

Helstu rökin sem Evrópusinnar hafa fyrir aðild er að gjaldiðill okkar er fallinn og minni líkur á að Evran falli. Mér finnst það hinsvegar ekki til að byggja upp hér aftur að fara í aðildarviðræður meðan gengi okkar er svona slakt.

Aðgerðarleysið eykur hinsvegar hættuna á því að Evrópusinnum takist að svelta fullveldissinna til aðildarviðræðna þar sem stjórnin virðist ekki vera fær um að snúa samdrættinum við.

Offari, 21.5.2009 kl. 13:43

16 identicon

Sæll Bjarni og það er gott að enn eru til menn sem vilja læra af sögunni. Viðurkenna mistök sín þegar skriplað er á lyklaborðum og taka afleiðingum gjörða sinna, þó að mér hafi nú frekar þótt að kerlingin í klíkunni hefði átt að taka afleiðingunum en þú. Jæja en það er nú bara mitt álit á framsókn.

Þó að við Íslendingar höfum í aldanna rás búið við misgöfuga og góða stjórnmálamenn þá er það rétt að í því smáa getur leynst það áhugaverðasta og besta.

Þannig hafa stóru áformin og framkvædirnar komið okkur á kaldan klaka. Mikilmennskan og gortið af heimskum mönnum sem höfðu fengið menntun á afmörkuðu sviði en kunnu ekkert í siðferði og náungakærleik varð að enda með hruni bankanna.  Hroki og valdadrottnun heimskra manna varð til að við sakleysingjarnir sem höfum vanist því að varast stríð og átök í samfélagsdeilum erum bendlaðir við stríðsglæpi og auðvitað verður það ekki  af okkur þveigið fyrr en við höfum sent þá Dóra og Dabba til Hag og svara þar fyrir sína glæpi.

Stóru áformin hjá Dóra um virkjanir og verksmiðjur til að kaupa sér atkvæði enda í bad bussiness þar sem við seljum rafmagn undir kosnaðarverði og ætli reikningurinn verði ekki sendur til okkar Bjarni minn hvað sem raular og tautar. Þó Dóri eigi kvóta og Dabbi fái sérsniðin eftirlaun verða þessir menn aldrei borgunarmenn fyrir því tjóni sem þeir hafa valdið.

Núna vilja menn afsala sér sjálfstæðinu með því að láta Ísland ganga í EB. Það er athyglisvert við umræðuna að þegar menn koma með gild rök fyrir því að þangað eigum við ekkert erindi að þá er reynt að gera lítið úr mönnum eins og Ragnari Arnalds.  Það dregið fram í dagsljósið að hann hafi verið á móti EFTA og EES og jafnvel Hvalfjarðargöngunum.

Það er rétt að RA var á móti EFTA og EES en hinu er upp á hann logið. Í blaðagrein um daginn þá tók kennari við Háskóla Íslands þetta fram til að sýna fram á hversu skammsýnn og mikill kjáni RA væri og miðaði við öll þau gæði sem allir vissu að við hefðum grætt á aðild að þessum bandalögum. En bíðum við.  Hvað hefur Úlfar Hauksson fyrir sér þegar hann fullyrðir þetta? Hvaða rannsóknir liggja að baki því að við höfum grætt á aðild að þesssum bandalögum? Hefur einhverntíman verið spurt.  Hvað varð um iðnað á Íslandi upp úr 1970?  Hvernig fór fyrir starfsemi hönnuða sem höfðu haslað sér völl á sjöunda áratugnum eftir inngöngu í EFTA? Hefðum við getað náð betri árangri með tvíhliða viðræðum á þeim tíma ? Var það fullreynt? Hvaða tillit tekur EES samningurinn til t.d. raforkusölu? Getur verið að við séum betur settir með hlutina eins og þeir voru í almannaeign? Hvað með þjónustutilskipunina?  Er hún áhugaverð í ljósi reynslu okkar að einkavæðingu bankanna og símans?  Eða hvernig má þróast í Bretlandi þar sem einkavædd almannaþjónusta í heilbrigðismálum, orkumálum, samgöngumálum og samskiptamálum er dýrari, óöruggari, hættulegri og farin að dragast aftur úr í tækni og nýsköpun.  Nei mér leiðist þegar besservisserarnir Jón fyrrverandi drykkjufélagi Dabba og ýmsir háskólamenn halda að þeir hafi lært allt en svo kunna þeir ekkert um drauga og ættarfylgjur og hvar rætur þeirra liggja í fákunnáttu en þrautsegju og sjálfsbjargarviðleitni.

Vonandi verður framtíðin sú að við Íslendingar lærum að hokra og búa við okkar eigin arf og sníða okkur stakk eftir vexti og nota tækni samgöngur og samskiptamöguleika okkar til að hafa sem best og mest samskipti við allraþjóða kvikindi hvort heldur er til að læra af þeim það sem getur nýtst okkur eða að kenna þeim af reynslu okkar og samstöðu.

kveðja Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 13:47

17 identicon

Gott hjá þér Bjarni. Það sem þeir örmu evrókratar fá aldrei skilið er að á tímum hattvæddrar heimsvaldastefnu (t.d. í líki ESB, AGS, WTO..) sem geysist fram sem aldrei fyrr er baráttan fyrir þjóðlegri sjálfsákvörðun brýnna en flest eða öll önnur hagsmunamál alþýðu.

Þórarinn Hjartarson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 13:56

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það eru enn nokkrir sem eru blindir á gamla krataslagorðið "við fáum allt fyrir ekkert".  Þetta "allt" fengum við svo sannarlega með EES samningnum, eins og allir þekkja.  En öfugmæli þykir mér að afskrifa afleiðingar þess sem ekkert.

Enn á ný segja kratarnir að með ESB aðild fáum við allt fyrir ekkert en fyrir mína parta vil ég frábiðja mér það örlæti.  Brennt barn forðast eldinn!

Kolbrún Hilmars, 21.5.2009 kl. 14:41

19 identicon

There is no such thing as free lunch.... ég er nú ekkert æstur í ESB... en ég treysti ekki íslendingum... sama fólkið er enn í góðum gír.. fólkið sem stjórnar okkur núna er margt hvert stórir þáttakendur í floppi okkar...

 Við sukkum... þessi stjórn mun falla á næstu mánuðum... kannski við getum þá endanlega hreinsað til... ekkert hefur breyst þannig lagað

DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 16:12

20 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ég er alveg til í að hlusta á rök fyrir því að ganga ekki í ESB og margt rétt sem

Bjarni nefnir í grein sinni en þjóð sem býður heimilum að vinna fyrir íbúðarlánum ( les: heimilum  )sínum á 25% ársvöxtum.Hefur þjóðfélagskerfi sem tryggir fákeppni í flutningum til og frá landi, fákeppni í byggingariðnaði. tryggingum, matvöruverslun etc en getur samt ekki tryggt samkeppnishæft verð á einu eða neinu.Tollar bækur og sendibréf frá útlöndum og sendir fólk erindisleysu á pósthús að sækja erlendar bækur nema gegn greiðslu ofurtolla. Sú þjóð getur ekki keppt við það atvinnuumhverfi sem samkeppnisþjóðir okkar búa við.Það hefur  skilað okkur og heimilunum verri afkomu en þær þjóðir búa við. Ekkert af ofanrituðu er hægt að kenna smæðinni um. Okkur hefur í það minnsta borið verulega af leið og þurfum þá að taka okkur verulega á. Mjög verulega á en eins og sakir standa þá er þetta mjög mjög langt frá öllu sem almenningur í evrópu lætur bjóða sér.

Einar Guðjónsson, 22.5.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband